AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Side 72
stunduð af hinum útvöldu. Einnig yrðu tæknifræð-
ingar metnir sem heldri menn, sem og arkitektar.
Þeir síðarnefndu myndu auðvitað vera hluti af
þessari nýju yfirstétt í þessu tæknivædda þjóðfé-
lagi sem mótað væri af áðurgreindri útópíu.
Upphafspunkturinn að þeirri viðleitni að reyna að
mynda jafnvægi milli vísinda og fólks var greinan-
legur í notkun Ijósmynda af börnum að leik á göt-
unni sem Alison og Peter Smithson sýndu á IX.
fundi CIAM-ráðstefnunnar (1953). Þessar Ijós-
myndir voru teknar í bæjarhlutanum Bethnal
Green, sem var hverfi verkalýðs í London, af til-
rauna-ljósmyndaranum Nigel Henderson og Judith
Henderson, lærðri í mannfræði. Þau urðu mjög
snortin af fjölbreytileika samfélagsins í Bethnal
Green, og lýstu myndir þeirra vel þeim sterku
tengslum sem áttu sér stað milli fólks og umhverf-
is þess. Árangur vinnu sinnar sýndu þau með því
að endurmeta götuna sem leikhús lífsins og drógu
jafnframt athyglina að því að hún væri ekki leikvöll-
ur.4) Þessar sömu Ijósmyndir voru seinna birtar, í
handbókinni, „Urban Structuring" (I967), skrifaðri
af Smithson hjónunum.5) Inngangurinn að bókinni
var eftir Theo Crosby - ritsfjóra Architectural
Design - og lagði hann út frá því að ríkisstjórnir og
nútíma-arkitektar bæru ábyrgð á því hversu mótun
nýrra borga væri misheppnað fyrirbæri:
„Stríðið lagði ekki þessa borg í rúst; friðnum var lát-
ið um það. Endurbyggingin leiddi af sér vandamál,
skipuleggjandinn bjó ekki yfir þeim kenninga-á-
„Súþróun sem átt hefur sér stað frá„hinum
óspillta manni“ - sem er óhlutbundinn - til
umrœðunnar um viðskiptavini - sem sérstakt
dœmi - bendir til viðhorfsbreytinga sem stuðla
að stóðulœkkun arkitektsins. “
borgarinnar væru mannleg samskipti. Þau settu
sig þannig í andstöðu við stofnskrána setta fram af
CIAM-ráðstefnunni í Aþenu (1933) sem lagði
áherslu á afmörkuð svæði fyrir húsnæði, sam-
göngur, iðnað og afþreyingu. Auk þess, álitu þau
að mannleg samskipti fengju ekki að njóta sín þar
sem greining hlutverka hefði verið uppistaðan í
myndun þjóðfélagsins. í stað fjögurra svæða, þá
lögðu þau til að mynduð væru tengsl milli fjögurra
flokka meðal borgarbýlis - húss, götu, hverfis og
borgar. Þetta var „mállýsku-kenningarfræði innan
arkitektúrs sem grundvallaðist á einkennum og
staðbundnum háttum, í andstæðu við hugmyndir
CIAM sem lagði áherslu á hið alþjóðlega. Hún var
dæmigerð innan menningargeira Lundúnaborgar
á fimmta áratugnum fyrir þær hreyfingar sem urðu
fyrir áhrifum frá félagsvísindum, s.s. félagssál-
fræði, mannfræði og félagsfræði, og gagnrýndi
arkitektúr Nútímahreyfingarinnar fyrir skort á heild-
armynd af samofinni heild mannlegra tengsla.
Upp frá þessu og til okkar tíma hefur ferli arkitekt-
úrs hægt og bítandi farið í gegnum nokkurs konar
milliveg í samskiptum við viðskiptavininn. Sú þró-
un sem átt hefur sér stað frá „hinum óspillta manni"
- sem er óhlutbundinn - til umræðunnar um við-
skiptavini - sem sérstakt dæmi - bendir til viðhorfs-
breytinga sem stuðla að stöðulækkun arkitektsins.
Hann gerir ekki lengur ráð fyrir að vera stjórnandi
verkefnisins heldur verður hann að samstarfs-
manni. Margvíslegar túlkanir viðskiptavinarins eru
þýðingarmiklar fyrir starfandi arkitekta. Eftirfarandi
bréf er til húsameistarans sem sér um byggingu
íbúðar Jose M. Sánchez Merina. Bréfinu fylgja
teikningar okkar af endurhönnun blokkaríbúðar-
innar, í dæmigerðri blokk þar sem allar íbúðirnar,
eru nákvæmlega eins og sniðnar að staðlaðri
ímynd fjölskyldunnar:
höldum, sem leiddu til lausna, og var óundirbúinn
fyrir síðari velmegun. Hann beitti Athens Charter
formúlunni þegar hann gat. Við getum nú farið yfir
niðurstöðurnar í New Towns, City of London og á
stórum svæðum á meginlandinu. Þegar árið I95I
hafði komið í Ijós að veigamikið atriði hafði farist á
mis. Við vorum að bjóða fólki húsnæði, en það líf
sem því var gert að lifa var ekki aðeins tilbreyting-
arlaust heldur þá þegar félagslega úrelt. Það var
komið í tísku að fordæma New Towns, en yfirvöld-
in vildu ekki íhuga aðrar húsnæðislausnir vegna
þess að (þessar borgir) báru hagfræðilegan
ávöxt.6)“
Smithsons-hjónin lögðu að því rök að aðalatriði
London, 1. október, 1996
Kæri Antonio,
Bróðir minn, Jose, er mjög spenntur fyrir íbúðinni
sem þú ert að byggja, og hann hefur ákveðið að
lifa/vinna til þess að sjá henni lokið. Hann bað mig
um að koma fram með hugmynd fyrir nýju íbúðina
sína. Þetta er það sem ég myndi gera ef ég ætti
hana sjálfur. Ég er á þeirri skoðun að bústaður er
ekki bara vél til þess að afla efniskenndrar þjón-
ustu, eins og skjóls, Ijóss, frárennslis og geymslu..
Eins og félagsráðgjafinn Rattray Taylor skýrði frá,
þá ræðst bústaðurinn einnig af þeim tengslum sem
fjölskyldan hefur innra með sér og við umheiminn.
70