AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Side 64

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Side 64
lagslögum og framkvæmd skipulagsmála á ís- landi". Hér virðist sem Stefáni hafi verið mikið í mun að snúa út úr og það er útilokað að hann viti í raun ekki fullvel að Trausti er meðal þeirra sem hafa hvað mesta þekkingu hér á landi á því hvern- ig skipulag er framkvæmt vegna þess að hann hefur verið prófdómari í námskeiðum Trausta Valssonar í skipulagsfræðum við Háskóla íslands í sjö ár. LOKAORÐ Stefán Thors skipulagsstjóri á hrós skilið fyrir að hafa komið skipulagsmálum Miðhálendisins á dag- skrá. Hins vegar er Ijóst að lagalegur og stjórn- sýslulegur rammi málefna Miðhálendisins er svo óljós, að ekki var hægt að ætlast til að eftir að skipulagsvinnunni væri lokið lægju öll mál Ijós fyr- ir. Við erum þeirrar skoðunar að skipulagstil- lagan hafi þegar gert mikið gagn, en miðað við stöðu mála og t.d. óafgreitt frumvarp um þjóð- lendur á Alþingi, sé það óráð að taka ákvörðun um uppskiptingu Miðhálendisins á þessu þingi. Einnig væri það skynsamleg ákvörðun um- hverfisráðherra að fresta um nokkur ár staðfest- ingu á Svæðisskipulagi Miðhálendisins til að gefa öðrum fagráðuneytum og þjóðinni allri tækifæri til að taka þátt í mótun hugmynda um þetta landssvæði. Við skulum ekki ætla okkur of stóra bita í einu og auðvelt er að taka út úr ákveð- in svið eins og t.d. byggingar- og heilbrigðismál sem tengjast skálabyggingum á hálendinu og semja um það reglur. Eins væri etv. rétt að taka fyrir þau svæði á hálend- inu sem mest liggur á að séu skipulögð og mest liggur fyrir af upplýsingum um. Ber þar fyrst að nefna vatnasvið Þjórsár og Tungnaár og hálendis- svæðið norðan og austan Vatnajökuls. Þessi að- ferð, að taka málið fyrir í viðráðanlegum einingum, er líklegust til að skila vönduðum tillögum og um- ræðan í þjóðfélaginu yrði viðráðanlegri og ekki eins líkleg til að snúast upp í upphrópanir og illdeil- ur. Skipulagsstjóri hefur gagnrýnt okkur greinarhöf- unda fyrir umfjöllun okkar um Svæðisskipulag Mið- hálendisins í bókinni „ísland hið nýja“ Mátt hefði halda að skipulagsstjóri fagnaði umræðu um þessi mál jafnvel þó hann kunni að hafa aðrar skoðanir á ýmsum atriðum málsins. Það verður þó að viðukennast að við erum í raun ekki síst að gagnrýna mótun verkefnisins og yfir- stjórn þess af hálfu skipulagsstjóra og umhverfis- ráðuneytisins. í þessari erfiðu stöðu alvarlegrar gagnrýni, kemur Stefán þó lítið inn á aðalatriði málsins, heldur fjallar aðallega um tæknilega út- færslu og aukaatriði, sem sýnir að hann telur sér ekki fært að mæta þeirri hörðu gagnrýni á aðalat- riði málsins sem við og fleiri höfum sett fram. ■ Bókin „ísland hiö nýja" fæst í bókaverslunum og kostar 2.960 krónur. Útgefandi er Fjölvi og er einnig hægt aö kaupa bókina þar í gegnum síma nr. 568-8433). SÍMI FAX 553 4236 588 8336 GLÓFAXl HF. ARMULA 42 108 REYKJAVIK, ICELAND ELDVARNARHURÐIR, BÍLSKÚRS, IÐNAÐAR- OG ÖRYGGISHURÐIR • MJÖG HAGSTÆTT VERÐ • HRINGDU OG FÁÐU UPPLÝSINGAR ELDVARNARHURÐIR SVEIFLUHURÐIR 62

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.