AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Blaðsíða 65

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Blaðsíða 65
NÝJAR REGLUGERÐIR I.JANÚAR 1998 Nýskipulags- og byggingarlög taka gildi 1. janúar 1998. Um leiö tekur gildi ný skipulagsreglugerö og ný byggingarreglugerð. Til aö undir- búa gildistöku nýju laganna ákvaö umhverfisráöuneytiö að skipa þriggja manna undirbúningsnefnd sem hefur haft umsjón meö vinnu viö drög að nýjum reglugerðum og ööru sem tengist gildistökunni. í nefndinni eru Stefán Thors, Skipulagi ríkisins, Ingimar Sigurös- son, umhverfisráðuneyti og Þóröur Skúlason, Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Samningu skipulagsreglugeröar stjórnaöi Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, Skipulagi ríkisins, en henni til aöstoöar voru starfsmenn Skipulags ríkisins. í þeim hópi sem vann aö samningu byggingar- reglugeröar voru fulltrúar frá Skipulagi ríkisins, umhverfisráöuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfé- laga, Brunamálastofnun, Félagi byggingarfulltrúa og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. Fulltrúar voru Stefán Thors, formaður, Elín Smáradóttir, Geirharöur Þorsteinsson, Hrafn Hallgrímsson, Ágúst Jónsson, Þórir Hilmarsson og Jón Sigurjónsson. Starfsmaöur hópsins var Ingvi Már Pálsson. SKIPULAGSREGLUGERÐ í nýrri skipulagsreglugerð eru nánar útfæröar þær áherslubreytingar í skipulagsmálum sem fram koma í nýjum lögum. í reglugerðinni er m.a. skilgreint hlutverk skipulagsfulltrúa sveitar- félaga og hvaöa kröfur eru gerðar til menntunar og reynslu þeirra sem gegna störfum skipulagsfull- trúa og annarra þeirra sem falin er gerö skipulags- áætlana. Samkvæmt drögum aö nýrri skipulagsreglugerð geta þeir einir starfað sem skipulagsfulltrúar, sem til þess hafa menntun og reynslu á sviöi skipu- lagsmála sem umhverfisráðherra metur gilda, aö fengnu áliti Skipulagsstofnunar. Sækja þarf um réttindi til umhverfisráðherra. Rétt til aö sinna starfi skipulagsfulltrúa geta öðlast: Skipulagsfræöingar sem hlotiö hafa heimild iönaö- arráöherra til starfsheitisins samkvæmt lögum um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræöinga í tækni- og hönnunargreinum. Arkitektar, landslagshönnuöir og verkfræðingar sem hlotiö hafa heimild til þeirra starfsheita sam- kvæmt lögum um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræöinga í tækni- og hönnunargreinum og hafa sérhæft sig á sviöi skipulagsmála í námi og/eða meö starfsreynslu. Réttindi til skipulagsgeröar hafa þeir sömu og hafa rétt til aö sinna starfi skipulagsfulltrúa. í drögum að skipulagsreglugerð er almenn grein um þær kröfur sem gerðar eru til skipulagsáætl- ana. Samkvæmt þeirri grein skal í skipulagsáætl- un gera grein fyrir markmiöum viökomandi stjórnvalda og ákvörðunum um landnotkun og fyrirkomulag byggöar og lýsa forsendum þeirra ákvaröana. Skipulagsáætlanir skal setja fram í greinargerð og á uppdrætti. Skipulagsá- ætlanir skiptast í svæöisskipulag, aöalskipulag og deiliskipulag. Viö mótun skipulagstillögu skal m.a. taka tillit til efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra þarfa landsmanna, heilbrigðis þeirra og öryggis. Einnig skal byggt á fyrirliggjandi áætlunum um þró- un og þarfir á skipulagssvæðinu á því tímabili sem skipulagsáætluninni er ætlað aö taka til. Þá skal einnig stefnt aö því aö ná samræmi við aðrar áætlanir, s.s. skipulagsáætlanir aöliggjandi svæöa og áætlanir um einstaka málaflokka sem varöa landið allt. Svæöis-, aöal- og deiliskipulagsáætl- anir skulu vera í innbyrðis samræmi. í skipulagstillögu skal greina frá og lýsa aödrag- anda skipulagsgerðar og yfirmarkmiöum skipu- lagstillögunnar, uppruna þeirra og inntaki. Greina skal frá markmiöum skipulagstillögunnar í einstökum málaflokkum, forsendum þeirra mark- miöa og hvernig þau samrýmast yfirmarkmiöum skipulagstillögunnar og fyrirliggjandi áætlunum. Einnig skal eftir því sem tilefni er til greina frá hvernig stefnt er aö framkvæmd markmiða eöa hvort markmiö sett fram í aðalskipulagi þarfnist frekari útfærslu í deiliskipulagi og/eöa kalli á mat á umhverfisáhrifum allra framkvæmda á tilteknum svæöum, eöa tiltekinna tegunda framkvæmda. í skipulagstillögu skal lýsa og greina aðstæður á skipulagssvæöinu viö upphaf skipulagsgerðar, eftir því sem skipulagning svæðisins gefur tilefni til, s.s. stærö og staðsetningu skipulagssvæöis, aöliggjandi svæöum, mannfjölda, þróun hans og samsetningu, byggö og atvinnulífi, landnotkun á svæöinu og nærliggjandi svæðum. Gera skal grein fyrir þeim svæöum innan skipulagssvæöisins 63 STEFÁN THORS, SKIPULAGSSTJÓRI RÍKISINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.