AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Blaðsíða 57
lagi miðhálendisins.Umhverfisráðherra skipaði for-
mannnefndarinnar. Þjóðkjörin stjórnvöld tóku
þessa ákvörðun og skipulagsstjórn ríkisins kom
þar hvergi nærri. Héraðsnefndirnar tilnefndu full-
trúa í samvinnunefndina og héraðsnefndirnar 12
hafa fylgst með framgangi mála. í því sambandi
má geta þess að íbúar á þeim héraðssvæðum sem
aðild eiga að samvinnunefndinni eru um 30%
þjóðarinnar en ekki 4% auk þess sem formaður
nefndarinnar er Reykvíkingur.
Höfundar hneykslast á því að samvinnunefndin
hafi sniðgengið sjónarmið vega- og orkugeirans.
Fulltrúar vega- og orkumála hafi að vísu verið kall-
aðir á fund en að sjálfsögðu hafi það verið svo að
þótt þeir gætu lýst grunnhugmyndum sínum og
þörfum, þá hafi þeir ekki á þeim tíma getað kom-
ið fram með „endanlegar" hugmyndir um skipulag
á sínu verkefnasviði.
í greinargerð svæðisskipulagstillögunnar er m.a.
lýst samráði við Landsvirkjun sem tók þátt í þrem-
ur fundum samvinnunefndar. Þar að auki voru
haldnir nokkrir fundir með starfsmönnum Lands-
virkjunar og farið í tvær skoðunarferðir. Orkumála-
stjóri sat tvo fundi samvinnunefndar og auk þess
voru nokkrir fundir með starfsmönnum Orku-
stofnunar. Fulltrúi Vegagerðarinnar sat fund og
flutti erindi á einum fundi samvinnunefndar. Fund-
ir voru haldnir með nokkrum starfsmönnum Vega-
gerðarinnar sem auk þess afhenti samvinnunefnd
mikið af gögnum. Fulltrúar vega- og orkugeirans
komu hugmyndum sínum skilmerkilega á framfæri
við nefndina sem vann úr þeim gögnum sem henni
voru afhent.
Höfundar gera athugasemd við að samvinnu-
nefndin hafi ráðið sér 3 landslagsarkitekta sem
ráðgjafa og benda á að einn þeirra sé fyrrverandi
framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs og hinir
tveir vel þekktir náttúruverndarmenn. Öllvinnuað-
ferð þeirra eigi fyrst og fremst við þegar unnið sé
að skipulagi fólkvanga og þjóðgarða en ekki svo
viðamikið skipulag sem hér er á ferðinni.
Ef frá er talin samantekt Trausta Valssonar á hug-
myndum ýmissa aðila um framkvæmdir á hálend-
inu hefur ekki áður verið unnið að heildarskipulagi
fyrir miðhálendið. Sú leið sem valin var til að lýsa
og skilgreina betur eiginleika þessa stóra svæðis
með því að skipta því upp í landslagsheildir eftir
náttúrufarsforsendum, nýtingarmöguleikum og
mati á verndargildi gaf mjög góða raun og auðveld-
aði nefndinni að átta sig á samanburði milli svæða,
sérstöðu einstakra svæða og hugsanlegum hags-
munaárekstrum. Samanburður þessi sem er settur
fram á skilmerkilegan hátt mun nýtast í áframhald-
andi skipulagsvinnu á svæðinu.
Höfundar eru þeirrar skoðunar að það sé óleysan-
legt lögfræðilegt vandamál að annars vegar sé
verið að vinna að gerð svæðisskipulags innan skil-
greindra marka miðhálendisins en hinsvegarsé
verið að vinna að gerð svæðisskipulags fyrir að-
liggjandi svæði eins og t.d. Skagafjörð, Eyjafjörð
og Héraðssvæði sem samkvæmt tillögu að skipt-
ingu landsins í sveitarfélög nái inn á miðhálendið.
Ef ákveðið verður að skipta öllu landinu í sveitarfé-
lög, eins og gengið er út frá, verður framgangurinn
sá að t.d. svæðisskipulag á Héraðssvæði mun ná
inn á miðhálendið. Fyrir þann hluta þess sem
mörkuð hefur verið stefna um í svæðisskipulagi
miðhálendisins gildir sú stefna og er tekin upp
óbreytt í svæðisskipulagið á Héraðssvæði. Ef sú
nefnd sem vinnur að svæðisskipulagi á Héraði
kemst að þeirri niðurstöðu að breyta þurfi að ein-
hverju leyti þeirri stefnumörkun getur hún gert til-
lögu um það sem yrði auglýst og öllum hagsmuna-
*
„I bókinni „ísland hið nýja“ er hins vegar
með órökstuddum fullyrðingum gefin svo
röng mynd af eðli og framkvœmd skipulags á
Islandi að ekki er hœgt að láta hjá líða að
benda fólki á að lesa hana með fyrirvara. “
aðilum gefinn kostur á því að tjá sig um þá breyt-
ingartillögu áður en málið kemur til umfjöllunar hjá
Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra. Eðli
skipulagsáætlana er, hvort sem þær gilda fyrir
miðhálendið eða önnur svæði, að þær þarf að
endurskoða miðað við breyttar forsendur. Skipu-
lagsáætlun þarf að vera í stöðugri endurskoðun.
Það er skoðun höfunda að áður en ákveðið var
að ráðast í gerð svæðisskipulags fyrir miðhá-
lendið hefði þurft að liggja fyrir meiri mótunar-
vinna á landsskipulagsstigi.
Það er rétt að æskilegt hefði verið að meira
hefði verið unnið að stefnumörkun í skipulagsmál-
um á landsvísu. Ýmislegt liggur þó fyrir og ann-
að er í vinnslu. Hitteralveg Ijóstaðekki erenda-
laust hægt að bíða með það að ráðast í skipu-
lagsgerð þartil stefnumörkun í öllum málaflokkum
liggur fyrir. Tillaga að svæðisskipulagi miðhálend-
isins ýtir vonandi undir að flýtt verði vinnu við
stefnumörkun þar sem hana skortir. í þessu sam-
bandi er rétt að benda á framkvæmdaáætlun
55