AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Side 60
TRAUSTI VALSSON, SKIPULAGSFRÆÐINGUR, BIRGIR JONSSON, JARÐVERKFRÆÐINGUR
Staðfesting svæðisskipulags
MIÐHÁLENDISINS ER ÓTÍMABÆR
Misbrestur var á að farið væri að stefnumótun réttkjörinna stjórnvalda
Þessi grein er svar við grein Stef-
áns Thors skipulagsstjóra hér að
framan og einnig svar við nánast
sömu grein Stefáns í nýlegu
fréttabréfi hans, en reifar málið
auk þess á breiðum grundvelli.
AÐDRAGANDI AÐ SKIPULAGI MIÐHÁLENDIS-
INS
Flestar skipulagsáætlanir eru unnar fyrir lítil svæði
og snerta þar með oftast hagsmuni fárra aðila. Á
þessu er ein stór undantekning: Miðhálendið, sem
nær yfir meira en 40% af flatarmáli íslands og þar
sem fyrirfinnst mikill hluti auðlinda þjóðarinnar.
Þriðja atriðið, sem með réttu ætti að undirstrika að
skipulag Miðhálendisins varðar alla íbúa þessa
lands, er að í skilningi flestra er Miðhálendið sam-
eign allrar þjóðarinnar, jafnvel þó ríkið hafi ekki
gengið formlega frá því atriði. Um 1990 kom upp
mikil umræða um nauðsyn þess að fara að taka á
málefnum þessa svæðis. Umhverfisráðuneytið lét
skilgreina markalínu milli hálendis og heimalanda.
Síðan lagði ráðuneytið fram frumvarp um að gera
þetta svæði að nýju stjórnsýsluumdæmi. Gallinn
við þá tillögu var, að umhverfisráðherra ætlaði sér
afgerandi valdastöðu í stjórn þessa svæðis. Olli
þetta miklum kurr, ekki síst á meðal þeirra byggða
sem liggja að Miðhálendinu og vildu ógjarnan
þurfa að sækja allt sitt, t.d. beitarréttindi, til þessar-
ar stjórnar sem starfa átti á vegum umhverfisráð-
herra. Var nú frumvarpið dregið til baka og annað
lagt fram sem lög nr. 73/1993 um að aðliggjandi
byggðum yrði fenginn réttur að gera tillögu að
svæðisskipulagi Miðhálendisins. Á þessum tíma-
punkti var þó ekki farið í það að skilgreina lögsögu-
réttinn sem oftast er ákveðinn fyrst og leiðir þá
sjálfkrafa til skipulagsréttar viðkomandi lögsögu-
hafa. Þegar Samvinnunefnd um ofangreint svæð-
isskipulag tók til starfa 1994 og var skipuð 13 full-
trúum að mestu úr sveitarfélögum sem liggja að
hálendinu, var greinilegt að hún túlkaði skipulags-
réttinn á þann veg, að löggjafinn ætlaðist til þess í
raun, að Miðhálendinu yrði skipt upp á milli aðliggj-
andi sveitarfélaga. Var reyndar að beiðni nefndar
innar settur á fót starfshópur nokkurra ráðuneyta til
að skýra þessi væntanlegu lögsagnarmörk.
FRAMKOMIN SKIPULAGSTILLAGA SAM-
VINNUNEFNDARINNAR
Árið 1994 buðu Samvinnunefndin og Skipulag rík-
isins út, með almennu útboði, ráðgjafastarf við
gerð svæðisskipulagstillögu fyrir Miðhálendið.
Mörg tilboð bárust og lágu þau á bilinu 20-150
milljónir kr. Lægsta gilda tilboði, Landmótunar ehf.
var tekið, en eigendur þess eru þrír landslagsarki-
tektar.
Venja er að hafa umræður og mótunarfundi í þeim
sveitarfélögum sem viðkomandi svæði tilheyrir.
Þar sem stærstur hluti Miðhálendisins tilheyrir al-
menningi skv. skilningi flestra eins og komið hefur
fram í nýlegum hæstaréttardómum, hefði nefndin
átt að opna mótunarumræðuna um allt land, þ.á m.
í stærstu sveitarfélögunum. Voru á þriggja ára
tímabili skipulagsvinnunnar, haldnir fjölmargir
fundir um gerð skipulagsins úti á landsbyggðinni
en ekki í hinum stóru þéttbýlissveitarfélögum.
Þegar skipulagstillagan var síðan gefin út með 600
bls. greinargerð á 6000 kr. og auglýst eftir athuga-
semdum síðastliðið vor, var það í fyrsta skipti sem
margir höfðu heyrt af þessari vinnu. í Ijósi þessa
kemur það spánskt fyrir sjónir að Stefán Thors
skuli segja í fyrrnefndri grein: „Nefndin kynni til-
lögur sínar fyrir öllum hagsmunaaðilum og allri
þjóðinni er gefinn kostur á að tjá sig um þær".
Þjóðin fékk ekki að koma að málinu á meðan
skipulagsvinnan stóð yfir, en getur kynnt sér skipu-
lagstillögurnar með því að kaupa 600 bls. greinar-
gerð. Miklar óánægjuraddir hafa komið fram með
hve óaðgengileg greinargerðin sé, enda hefði ver-
ið eðlilegt að gefa út stutt, ókeypis kynningarrit
með aðalatriðum málsins.
í grein Hilmars J. Malmquist, líffræðings og Brynju
Valsdóttur, sem bæði eru í stjórn Náttúruverndar-
samtaka íslands, í Mbl. 8/11 “97 segja þau undir
millifyrirsögninni Almennilega kynningu, takk:
„Kynningiri á tillögunum í vor var einnig þannig að
fólk, óvant að rýna í kort og töflur, og hvað þá held-
ur óvanur almenningur, getur vart hafa áttað sig á
því með góðu móti hvað felst í henni".
58