AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Qupperneq 25
og sölu efnis og hvers konar þjónustu. Opinber
stefna á sviöi útboöa er mjög mikilvæg. Á undan-
förnum árum og áratugum hefur ríkisreksturinn sí-
fellt orðið umfangsmeiri. Vaxandi umsvif ríkisins
hafa knúiö stjórnmálamenn til að endurskoða hlut-
verk ríkisins og finna leiðir til að draga úr kostnaði
og bæta reksturinn. Útboðsstefna ríkisins er þátt-
ur í því umbótastarfi sem stjórnvöld verða að vinna
að. Krafa skattgreiðenda er, að vörur og þjónusta
til nota hjá ríkinu séu keypt með hagkvæmum
hætti og að jafnræðis sé gætt milli þeirra sem
bjóða ríkinu viðskipti. Útboð eru talin tryggja best
að svo sé. Með öðrum orðum: Útboð er ávinning-
ur.
OPINBERAR FRAMKVÆMDIR
Innan allra ráðuneyta er staðið fyrir framkvæmdum
eða mannvirkjagerð með einum eða öðrum hætti.
Lögin um opinberar framkvæmdir hafa staðist tím-
ans tönn býsna vel. Þau voru sett í tíð Viðreisnar-
stjórnarinnar undir forystu Magnúsar Jónssonar
þáverandi fjármálaráðherra. Samkvæmt þeim er
gert ráð fyrir skýru skipulagi um undirbúning, fram-
kvæmd, eftirlit og uppgjör verka.
Telja verður engu að síður eðlilegt að lögin verði
tekin til endurskoðunar og var samþykkt um það
þingsályktunartillaga sem ég flutti í lok síðasta
kjörtímabils. Þær breytingar sem gera þarf á lög-
gjöfinni tengjast einkum breyttri verkaskiptingu
milli ríkis og sveitarfélaga og auknum kröfum um
undirbúning og gerð bygginga. Einnig aðild okkar
að Evrópska efnahagssvæðinu og þeirri staðreynd
að viðhald mannvirkja í eigu hins opinbera er að
verða umfangsmeira verkefni en nýbyggingar. Op-
inberar framkvæmdir þarf að skipuleggja til langs
tíma. Langtímaáætlanir á sviði mannvirkjagerðar
eiga að hljóta umfjöllun Alþingis og vera endur-
skoðaðar árlega við afgreiðslu fjárlaga.
Sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins hef ég lagt
ríka áherslu á það að undanförnu að samgöngu-
mannvirki njóti forgangs í fjárfestingu hins opin-
bera. Eðlilegt er að hið opinbera skapi aðstæður til
atvinnu- og þjóðfélagsþróunar með því að byggja
vegi, hafnir og flugvelli. Það er hins vegar óheppi-
legt að ríkisrekin fyrirtæki annist hönnun, bygg-
ingu, þjónustu, sölu og viðhald mannvirkja og
tækja. Ég tel að standa eigi vörð um hlutverk
einkaframtaksins við hönnun, nýframkvæmdir,
þjónustu og viðhald mannvirkja eftir því sem við
verður komið.
Ástæða er til að hvetja til þess að nýjar leiðir verði
farnar við fjármögnun framkvæmda, til dæmis með
því að einkaaðilar taki að sér stærri framkvæmdir,
fjármögnun og rekstur þeirra og leigi afnot mann-
virkjanna til opinberra aðila eða afli tekna með
gjaldtöku. Þetta á jafnt að geta gilt um jarðgöng
sem sjúkrastofnanir, svo sem heilsugæslu.
VIÐHALD
Það er mat margra að viðhaldi mannvirkja hins op-
inbera sé ábótavant. Leggja verður aukna áherslu
á viðhald og endurgerð mannvirkja. Þar þarf nýja
hugsun. Með nýjum reglum um framlög af fjárlög-
um til stofnana verði tryggt að metin sé þörf fyrir
viðhald svo raunkostnaður við rekstur liggi jafnan
fyrir að meðtöldum kostnaði vegna viðhalds.
Mynda verður sjóði til viðhalds mannvirkja sem fái
reiknaðar leigutekjur, mannvirkja sem rekin eru
með framlögum úr ríkissjóði eða með þjónustu-
gjöldum. Það er mjög óeðlilegt að halda áfram að
byggja ný mannvirki á meðan ekki er talið fært að
fjármagna viðhald. Að mínu mati ætti að veita við-
haldi forgang um sinn og gera langtímaáætlun um
viðhald mannvirkja og fjármögnun þess. Viðhaldi
íbúðarhúsnæðis er víða ábótavant. Með því að
veita skattaafslátt vegna viðhalds er líklega unnt
að auka viðhaldsverk á vegum einstaklinga.
Ágreiningur er um hvort eðlilegt sé að veita skatta-
afslátt og er það talið stílbrot á hinu undanþágu-
lausa staðgreiðslukerfi skatta. Ég tel mikilvægt að
Sjálfstæðisflokkurinn beiti sér fyrir víðtækri úttekt
og áætlun um viðhald opinberra bygginga og móti
reglur um fjármögnun þess.
MANNVIRKJAGERÐ OG SVEIFLUR í EFNA-
HAGSLÍFINU
íslenskur byggingariðnaður býr við miklar sveiflur
sem einkum tengjast stöðu í sjávarútvegi og áhrif-
„Pað er hins vegar óheppilegt að ríkisrekin
fyrirtœki annist hönnun, byggingu, þjónustu,
sölu og viðhald mannvirkja og tœkja. Eg tel
að standa eigi vörð um hlutverk einkafram-
taksins við hönnun, nýframkvœmdir, þjón-
ustu og viðhald mannvirkja eftir því sem við
verður komið.
um þess á þjóðarbúskapinn. Kenningar eru jafnan
uppi um nauðsyn þess að ríkisvaldið standi fyrir
sveiflujöfnun með fjárveitingum til opinberra fram-
kvæmda.
23