AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Blaðsíða 62
sætisráðuneytið, en jafnframt er gert ráð fyrir því
að sveitarfélögin komi einnig inn í myndina og þurfi
bráðabirgðaleyfi þeirra til nýtingar lands og lands-
réttinda innan þjóðlendanna. Gert er ráð fyrir að
þjóðlendurnar verði undir eftirliti byggingar- og
skipulagsyfirvalda sem taka til landsins alls. Þegar
fyrrgreindar athugasemdir og hugmynd stjórnar-
frumvarpsins um þjóðlendur er haft í huga, er aug-
Ijóst að hugsa verður upp á nýtt hvernig staðið
verður á réttastan og réttlátastan hátt að skipulagi
Miðhálendisins.
HVE VÍÐTÆK ER HEIMILDIN UM SAMVINNU-
NEFND UM SVÆÐISKIPULAG MIÐHÁLENDIS-
INS?
Bráðabirgðagreinin nr. 73/1993 veitti rétt til að
samvinnunefnd skipuð fulltrúum úr þeim byggðum
sem liggja að Miðhálendinu stjórni gerð skipulags-
tillögu um það. Þar er ekkert minnst á að lögsögu-
réttur og uppskipting hálendisins eigi að fylgja í
kjölfarið. Samt sem áður hafa skipulagsyfirvöld og
umhverfisráðuneytið leyft nefndinni að gera slíka
uppskiptingu að nánast forsendu og á þessu sama
tímabili hleypt af stokkunum aðal- og svæðisskipu-
lögum sem ganga út frá því að land ofan markalín-
unnar verði með fullvissum hætti aukið við lög-
sagnarumdæmi viðkomandi byggða. Stefán Thors
skipulagsstjóri kemur inn á gagnrýni okkar greinar-
höfunda í síðasta fréttabréfi sínu. Eftir að hann hef-
ur lýst bráðabirgðaákvæðinu frá 1993 segir hann:
„Þjóðkjörirt stjórnvöld tóku þessa ákvörðun og
skipulagsstjórn ríkisins kom þar hvergi nærri". Það
sem við ræddum í bók okkar var ekki að bráða-
birgðaákvæðið hefði ekki veitt leyfi til skipulags-
starfsins, heldur það, að nefndin og skipulagsyfir-
I frumvarpi á Alþingi 1997 var lagt til að mörk nær 50
sveitarfélaga væru framlengd upp að miðju landsins.
völd skyldu túlka þetta ákvæði sem ákvörðun Al-
þingis um að skipta Miðhálendinu milli aðliggjandi
sveitarfélaga.
Annað mál þessu tengt er spurningin um það
hvaða svæðisskipulagsuppdráttur á að gilda þar
sem Miðhálendisskipulagið skarast við ný svæðis-
skipulög víða um land. Þetta segjum við í bók okk-
ar illleysanlegt lögfræðilegt vandamál.
Stefán reifar málið á eftirfarandi hátt í grein sinni:
„Ef ákveðið verður að skipta landinu öllu upp í
sveitarfélög eins og gengið er út frá, verður fram-
gangurinn sá, að t.d. svæðisskipulag á Héraðs-
svæði mun ná inn á Miðhálendið sem og aðal-
skipulagsáætlanir einstakra sveitarfélaga á því
svæði. Fyrir þann hluta svæðisins sem mörkuð
hefur verið stefna um í Svæðisskipulagi Miðhá-
lendisins gildir sú stefna og er tekin upp óbreytt í
Héraðssvæði".
í þessu sambandi verður að hafa í huga, að heim-
ildin fyrir Samvinnunefndinni var felld út í þeim
skipulagslögum, sem taka munu gildi um næstu
áramót. Þar sem reglan um endurskoðun skipu-
lags á fjögurra ára fresti krefst þess, að skipulags-
áætlun sé endurnýjuð þó hún nái til 2015 verður að
líta svo á, að enginn möguleiki sé á að laga skipu-
lagið að breyttum kröfum. Hugmynd Stefáns um
að þetta Miðhálendisskipulag sé látið gilda óbreytt
á öllu því tímaskeiði, sem efri hluti annarra svæð-
is- og aðalskipulagsáætlana, er því óraunhæf.
SÁ UNDANFARI SEM HEFÐI ÁTT AÐ VERA AÐ
SVÆÐISSKIPULAGI MIÐHÁLENDISINS
Eitt af aðalatriðum í málflutningnum í bók okkar er
að sýna á glöggan hátt í ýmsum smáatriðum hver
er hinn rétti undanfari að gerð svo víðtæks skipu-
lags sem Svæðisskipulag Miðhálendisins sé. Um
þetta segir Stefán: „Það er rétt að æskilegt hefði
verið að meira hefði verið unnið að stefnu-
mörkun í skipulagsmálum á landsvísu.... Hitt er
alveg Ijóst að ekki er endalaust hægt að bíða með
að ráðast í skipulagsgerð þar til stefnumörkun í öll-
um málaflokkum liggur fyrir". Eins og áður var bent
á, beindist gagnrýni okkar ekki síst að því að ekki
skyldi farið að þeirri stefnumörkun sem þegar
liggur fyrir, sbr. tilvitnanirnar í umsagnir Lands-
virkjunar og Ferðamálaráðs hér að framan. Á bls.
5 kemur skringileg setning hjá Stefáni: „Tillaga að
svæðisskipulagi Miðhálendisins ýtir vonandi
undir að flýtt verði vinnu við stefnumörkunina
þar sem hana skortir". Þar sem skipulagsstjóri
hefur svo greinilega lýst að svo mjög hafi skort á
60