AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Síða 86
ir sem voru skoðaðir voru nýir göngustígar, inn-
gangar, torgsvæði, bílastæði, byggingar og um-
ferðartengingar. Við nánari skoðun komu einnig
fram nýjar áherslur þar sem fjallað er um svæði
sem verði ekki gerðar neinar breytingar á. Á hinu
fyrirhugaða byggingasvæði í brekkunni austan við
sjúkrahúsið var landslagið greint og gerðar tillögur
að uppbyggingu og legu bygginga á svæðinu.
SKIPULAGSSTILLAGAN
í rammaskipulaginu er lögð áhersla á að byggja
upp grænan kraga utan um allt svæðið. Lystigarð-
urinn fær ný svæði fyrir vaxandi hlutverk sitt. Auk
þess fá Menntaskólinn og Fjórðungssjúkrahúsið
glæsileg útivistarsvæði. Skipulagið gerir ráð fyrir
fjölmörgum göngustígum, auknum fjölda bíla-
stæða og nokkrum nýjum byggingum. Samt verða
til fjölbreytileg opin svæði að ýmsum gerðum sem
og mynda saman heilsteypt útivistarsvæði.
Á vestursvæðinu gerir tillagan ráð fyrir nýju hátíð-
arsvæði þar sem halda má garðveislur og aðrar
hátíðir. Jafnframt er gert ráð fyrir nýju gróðurhúsi
og stækkuðu athafnasvæði Lystigarðsins fyrir
ræktun og uppeldi. Hér er gert ráð fyrir að Lysti-
garðurinn geti lagt svæðið alveg undir sig og bæj-
arfélagið geti jafnframt nýtt svæðið til hátíðahalda.
Suðurhlutanum er skipt upp í tvö opin svæði, efra
og neðra engi. Hér er lögð áhersla á að Lystigarð-
urinn geti tekið þessi svæði undir starfsemi sína
þegar fram líða stundir en þjóni jafnframt þörfum
sjúkrahússins sem útivistarsvæði. í norðurhlutan-
um er frekar gert ráð fyrir því að þarfir skólans séu
í fyrirrúmi. Þó er reynt að mynda nánari tengsl á
milli skólasvæðisins og garðsins en gert er ráð fyr-
ir stóru skólatorgi milli nýbyggingarinnar Hóla og
Lystigarðsins.
PLONTUNOTKUN
Sérstök áhersla á plöntunotkun tekur aðallega á
uppbyggingu gróðursins utan með garðinum sem
skipt er upp í þrjá hópa. í fyrsta lagi er gert ráð fyr-
ir þéttum gróðri þar sem plantað er birki og reyni er
myndi heildina og til uppfyllingar sem undirgróður
komi loðvíðir að utanverðu og fjölæringar að inn-
anverðu. Þetta á við að norðan- og sunnanverðu
þar sem gætir höfuðvindátta í Eyjafirði. í öðru iagi
opin trjáröð úr birki með undirgróðri úr loðvíði, eini
og fjalldrapa og áherslupunktar með fíngerðari ís-
lenskum runnum. Þetta á við að vestanverðu með-
fram Þórunnarstrætinu. Að lokum er mjög opin
uppbygging að austanverðu þar sem einungis
verður plantað lægri gróðri til að halda opnu útsýni
á landslagið við Eyjafjörðinn.
ÖNNUR UPPBYGGING
Formi og legu göngustíganna er skipt upp í tvær
mismunandi útfærslur. Á hörðu svæðunum, þ.e.
tengingum milli bílastæða, gatna og bygginga,
ráða hinar stífu línur gerð göngustíganna. Þegar
göngustígarnir koma út á grænu svæðin ræður hið
lífræna form með mjúkum línum. í samspili við
gróðurinn verða til svæði líkt og í hinum enska
landslagsgarði. Gert er ráð fyrir fjölgun innganga í
gamla garðinn og aðalinngangurinn færist í norð-
Núverandi gróöur.
Sérteikning af inngangi.
84