AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Síða 50

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Síða 50
HILMAR PÓR BJÖRNSSON, ARKITEKT Framsækið og velheppnað einbýlishús Ólafs Slgurðarssonar arkitekts, sem tekur mið af byggingum á norðurhjara. Byggingar á norðlægum slóðum gætu verið eitt af sérsviðum íslenskra arkitekta á erlendum mörkuðum. STEFNA í ÍSLENSKRI MANNVIRKJAGERÐ Á kR .Rjvanrækt og vannýtt auðlind Einhver frjálslyndasti og mesti hugsuður í danskri arkitektastétt á þessari öld, Paul Henningsen, sagði eitt sinn: „Það að vera frjálslyndur er ekki réttindi held- ur erfið skylda. Frjálslyndi felst ekki í því að trúa á framfarir, heldur að efast um þær“. Þarna átti hann við að maður ætti að vera móttækilegur fyrir breytingar, en jafnframt að vera gagnrýninn á þær. Þetta sjónarmið hefur senni- lega aldrei verið jafn-þýðingarmikið og einmitt nú þegar atburðarás framfaranna er um það bil að taka völdin frá þeim sem þær eiga að þjóna. Þeg- ar hugsað er til framtíðarstefnu er ávallt hollt að hafa hugleiðingar á borð við þær sem Paul Henn- ingsen tjáir hér í huga. í Arkitektafélagi íslands eru nú um 318 meðlimir og eru þeir allir menntaðir erlendis, ýmist á kostn- að menntastofnana að öllu leyti eða að hluta á móti framlagi nemanna sjálfra. íslenska ríkið hefur ekki borið kostnað af menntun íslenskra arkitekta. Eðli- legt er að áætla að nemi í ár í háskóla kosti um 800 þúsund krónur og að hver arkitekt kosti um 4 milljónir þegar hann hefur lokið fullnaðarprófi sínu í greininni. Af þessu má lesa að íslenska ríkið hef- ur sparað 1.300.000.000.- króna vegna þeirra arki- tekta sem nú eru í Arkitektafélaginu og eru þá ekki taldir með þeir arkitektar sem ekki eru í Arkitekta- félaginu eða eru horfnir yfir í aðra heima. Undan- farin ár hafa útskrifast um 12-13 íslenskir arkitekt- ar árlega. Skuld ríkisins við byggingarlistina og arkitektastéttina er því mikil. Þetta er auðvitað al- varlegt mál, einkum vegna þess að íslensk yfirvöld hafa ekki heldur sinnt eftirmenntun stéttarinnar eða stutt hana markaðslega innanlands eða utan. Athygli er vakin á því að það hallar mjög á hlutdeild arkitekta í áróðri opinberra aðila á mikilvægi há- skólamenntaðra manna. Vegna þessarar van- rækslu er nú svo komið að arkitektum fer fækk- andi. Að hluta til vegna EES-samningsins eiga ís- lenskir stúdentar ekki eins góðan aðgang að há- skólunum á norðurlöndum og áður. Aðeins um helmingur þeirra rúmlega 40 nema sem nú stunda 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.