AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Page 50

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Page 50
HILMAR PÓR BJÖRNSSON, ARKITEKT Framsækið og velheppnað einbýlishús Ólafs Slgurðarssonar arkitekts, sem tekur mið af byggingum á norðurhjara. Byggingar á norðlægum slóðum gætu verið eitt af sérsviðum íslenskra arkitekta á erlendum mörkuðum. STEFNA í ÍSLENSKRI MANNVIRKJAGERÐ Á kR .Rjvanrækt og vannýtt auðlind Einhver frjálslyndasti og mesti hugsuður í danskri arkitektastétt á þessari öld, Paul Henningsen, sagði eitt sinn: „Það að vera frjálslyndur er ekki réttindi held- ur erfið skylda. Frjálslyndi felst ekki í því að trúa á framfarir, heldur að efast um þær“. Þarna átti hann við að maður ætti að vera móttækilegur fyrir breytingar, en jafnframt að vera gagnrýninn á þær. Þetta sjónarmið hefur senni- lega aldrei verið jafn-þýðingarmikið og einmitt nú þegar atburðarás framfaranna er um það bil að taka völdin frá þeim sem þær eiga að þjóna. Þeg- ar hugsað er til framtíðarstefnu er ávallt hollt að hafa hugleiðingar á borð við þær sem Paul Henn- ingsen tjáir hér í huga. í Arkitektafélagi íslands eru nú um 318 meðlimir og eru þeir allir menntaðir erlendis, ýmist á kostn- að menntastofnana að öllu leyti eða að hluta á móti framlagi nemanna sjálfra. íslenska ríkið hefur ekki borið kostnað af menntun íslenskra arkitekta. Eðli- legt er að áætla að nemi í ár í háskóla kosti um 800 þúsund krónur og að hver arkitekt kosti um 4 milljónir þegar hann hefur lokið fullnaðarprófi sínu í greininni. Af þessu má lesa að íslenska ríkið hef- ur sparað 1.300.000.000.- króna vegna þeirra arki- tekta sem nú eru í Arkitektafélaginu og eru þá ekki taldir með þeir arkitektar sem ekki eru í Arkitekta- félaginu eða eru horfnir yfir í aðra heima. Undan- farin ár hafa útskrifast um 12-13 íslenskir arkitekt- ar árlega. Skuld ríkisins við byggingarlistina og arkitektastéttina er því mikil. Þetta er auðvitað al- varlegt mál, einkum vegna þess að íslensk yfirvöld hafa ekki heldur sinnt eftirmenntun stéttarinnar eða stutt hana markaðslega innanlands eða utan. Athygli er vakin á því að það hallar mjög á hlutdeild arkitekta í áróðri opinberra aðila á mikilvægi há- skólamenntaðra manna. Vegna þessarar van- rækslu er nú svo komið að arkitektum fer fækk- andi. Að hluta til vegna EES-samningsins eiga ís- lenskir stúdentar ekki eins góðan aðgang að há- skólunum á norðurlöndum og áður. Aðeins um helmingur þeirra rúmlega 40 nema sem nú stunda 48

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.