AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Side 63
stefnumörkun, sem er hinn nauðsynlegi undanfari
skipulagsvinnu, er hann með því að lýsa því að
vinnan sé ekki komin það langt að hægt sé að
samþykkja hana sem skipulag.
Stefán Thors vitnar í lok greinar sinnar í stefnumót-
un ríkisstjórnarinnar frá í febrúar 1997. Þar segir
m.a. um vinnu á sviði svæðisskipulags: „Unnið
verði í samræmi við vinnu sem Alþingi og ríkis-
stjórn marka um landsskipulag". Hér kemur glöggt
fram að stjórnvöld ætlast til að vinna á svæðis-
skipulagsstigi fari að stefnumörkun réttkjörinna
stjórnvalda. Á ráðstefnunni í september um um-
rætt svæðisskipulag spurði Jakob Björnsson f.v.
orkumálastjóri hvort Samvinnunefndinni hefði ekki
dottið í hug að leita til réttkjörinna stjórnvalda og
stofnana þeirra um stefnumótun íslenskra stjórn-
valda, t.d. í orkumálum, verndunarmálum og
ferðamálum. Fulltrúi nefndarinnar á ráðstefnunni,
Stefán Skaptason, úrSuður-Þingeyjarsýslu, las þá
úr starfsreglum sem umhverfisráðherra setti
nefndinni að fara eftir. Þar segir með skýrum orð-
um að nefndin skuli sjálf ákveða forsendur skipu-
lagsvinnunnar og er ekkert tekið fram að hún skuli
taka upp og fara eftir stefnumótun íslenskra stjórn-
valda, t.d. í orku- og ferðamálum.
ERU LANDSLAGSHEILDIR MIKILVÆGARI EN
ORKUVINNSLUSVÆÐI?
Hin umrædda skipulagstillaga var unnin af þremur
landslagsarkitektum eins og fyrr var sagt. Þeirra
aðferðafræði er að flokka land niður eftir landslagi
eða landslagsheildum. Þetta segir Stefán Thors,
að hafi gefið „mjög góða raun og auðveldaði
nefndinni að átta sig á samanburði milli svæða
....". Þegar litið er til annarra þátta en landslags-
heilda á þessi skipting á landi alls ekki við, saman-
ber eftirfarandi athugasemd dr. Valgarðs Stefáns-
sonar, deildarstjóra á Orkustofnun: „Gallinn við
þessa skiptingu í deilisvæði er sá helstur að mis-
munandi málaflokkum er gert mishátt undir höfði
við skiptinguna. Sú skipting sem notuð er gengur
fyrst og fremst út frá verndarsjónarmiðum en lítið
sem ekki tekið tillit til nýtingarmöguleika auðlinda.
Árangur þessa vinnulags er í mörgum tilvikum sá
að skerpa á hagsmunaárekstrum milli nýtingar
auðlinda og verndarsjónarmiða. Auðlindanýting
tekur aðeins til mjög lítils hluta hvers deilisvæðis,
og með því að taka mið af auðlindanýtingu við
skiptingu í deilisvæði mætti í mörgum tilvikum
losna við þá hagsmunaárekstra sem liggja fyrir í
núverandi skipulagstillögu. Þetta er svo veiga-
mikill galli á núverandi skipulagstillögu að
hann er talinn nægilegur til þess að hafna
skipulagstillögunni í heild og láta gera aðra
skipulagstillögu þar sem tillit er tekið til auð-
lindanýtingar við skiptingu lands í deilisvæði".
í þessu samhengi verður að hafa í huga að það að
láta verndunarsjónarmið vera ráðandi er afgerandi
landnýtingarstefna. Þessa gætir mjög í hálendis-
skipulaginu, t.d. með tveimur flokkum verndunar-
svæða sem ná yfir 90% hálendisins. Og það að
staðfesta svæðisskipulag þar sem 90% lands er
skilgreint sem verndarsvæði er afdrifarík ákvörðun
um landnýtingu sem trauðla verður breytt síðar
meir, og útilokar því nýtingu auðlinda á viðkomandi
svæðum um nánast alla framtíð. Þetta sýnir að
verðmætamat náttúruverndarmanna réð mestu í
grunnnálgun skipulagsvinnunnar, en ekki sjónar-
mið þeirra sem nýta vilja orkuauðlindirnar. Þetta
staðfestist einnig sem viðhorf skipulagsstjóra þar
sem hann segir með vandlætingartóni í grein sinni:
„í fyrsta lagi er þess að gæta að tillögur og hug-
myndirTrausta miðast allar við það að byrjað verði
á því að tryggja orkunýtingu nægjanlega rúm
svæði .... Með því hafa hápólitískar ákvarðanir
verið teknar af tæknilegum ráðgjöfum". Um þetta
er það að segja að það er hlutverk sérfræðinganna
að benda á og skilgreina möguleika. Með þessu
er ekki sagt að það eigi alfarið að fara eftir þessum
skilgreiningum. Þær geta vikið fyrir öðrum sjónar-
miðum þegar stjórnvöld telja að það sé rétt. Að
halda því fram að tæknilegir ráðgjafar taki þessar
ákvarðanir er rangt.
FRAMSETNING VALKOSTA í FRAMTÍÐAR-
SKIPULAGI
Almenna reglan í gerð skipulagsáætlana er að
framtíðin er sýnd sem einn möguleiki næstu 20 ár,
en þá landnýtingu, sem kemur eftir 20 ára tímabil-
ið, á að sýna með köflóttri merkingu og vegi með
brotnum línum. í umfjöllun sinni um þetta mál tek-
ur Stefán Thors upp atriði sem nefnt var sem sögu-
leg þróun skipulagsmála, þ.e. að áður fyrr hafi
„skipulagselíta" ráðið mjög miklu í gerð skipulags á
íslandi. í umfjöllun Stefáns gætir þess misskilnings
að hér sé átt við núverandi ástand. Þess vegna
hljómar útlegging hans á þessu allankannalega
þegar hann segir: „Að halda því fram að einhver
óskilgreind „skipulagselíta, leggi fram skipulagstil-
lögu sem einu mögulegu tillöguna fyrir hlutaðeig-
andi sveitarfélag eða svæði án samráðs við
nokkurn, lýsir aðeins mikilli vanþekkingu á skipu-
61