AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Síða 49

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Síða 49
þróunaraðstoð og byggja upp öfluga starfsemi á sviði jarðhita í einhverju tilteknu þróunarríki. Nið- urstaða þessara athugana minna var sú, að auð- velt yrði að margfalda framlag til þróunaraðstoðar, eins og sýnt er á myndinni hér til hliðar. Dæmið sem tekið er felur í sér 100 milljón króna framlag ríkisins til þróunaraðstoðar á sviði jarðvarma á ári í fimm ár. Að baki þessari mynd liggja allítarlegar áætlanir, en ég ætla ekki að rekja þetta dæmi nán- ar hér, en með þessu framlagi ríkisins getum við veitt þróunarríki heildaraðstoð, sem numið gæti milljörðum króna. Þar sem grundvöllur hugmyndarinnar byggist á því að hið opinbera geri samning um þróunaraðstoð við eitthvert þróunarríki og einnig vegna þess, að ég taldi að þessar athuganir mínar myndu vekja nokkurn áhuga ráðamanna kynnti ég þessa hug- mynd bæði í utanríkis- og iðnaðarráðuneyti. Til þess að þurfa ekki að ræða þessi mál nánar, var málið einfaldlega afgreitt með þeirri yfirlýsingu, að engir peningar væru til. Sömu sögu var að segja um Þróunarsamvinnustofnunina. Enn sem komið er hefur enginn getað sýnt mér fram á annað en að þessar hugmyndir gangi vel upp. Þessu væri þörf að breyta með öflugri atvinnustefnu. SKATTAMÁL í skattalegu tilliti eigum við erfitt uppdráttar í sam- keppni við nágrannaþjóðirnar. Til þess að efla út- flutning fá starfsmenn samkeppnisaðilanna, eins og í Danmörku, skattfrjáls laun, starfi þeir erlendis í fjarlægu landi. Meðan við njótum ekki sömu sam- keppnisaðstöðu þýðir þetta einfaldlega, að það er hagstæðara fyrir fyrirtæki hér að framselja verkefni til samkeppnisaðila í nágrannalandi en að bjóða fram starfsmenn okkar til að vinna þar. Um þetta eru til dæmi. Það væri þarft verk fyrir stjórnvöld að tryggja íslendingum jafnræði við nágranna okkar. Það hefur a.m.k. ekki reynst neitt tiltökumál fyrir stjórnvöld að tryggja sjómönnum sérstök skattfríð- indi. NIÐURLAG Almennt séð eiga stjórnvöld að koma sér upp ákveðinni og markvissri atvinnustefnu þar sem stuðlað er að því að fleiri mismunandi atvinnu- greinar festi rætur. Skapa þarf ákveðinn grundvöll fyrir greinarnar að starfa á, setja sér ákveðin mark- mið og gera nauðsynlegar áætlanir til þess að ná þeim. Möguleikarnir eru nánast óþrjótandi og því ætti í raun og veru að vera mjög bjart framundan í 600 500 400 íslensku atvinnulífi. Það er von mín að mörkuð verði stefna þannig að tækniþekking og mann- virkjagerð fái að dafna í landinu og að stefnt verði hiklaust á útflutning þessarar þekkingar. Slík stefna á að styrkja hugvit og tækniþekkingu í þeim tilgangi að stuðla að framförum í tæknivæddu þjóðfélagi nútímans. Hvað okkur verkfræðiráð- gjafa snertir, þarf stefnan að vera skýr. Atvinnu- starfsemin þarf að sitja við sama borð og félagar okkar í nágrannalöndunum gera. Annars getur greinin aldrei orðið samkeppnisfær og nær ekki þeim styrk, sem nauðsynlegur er til þess að ná markmiðum stefnunnar. Að lokum vil ég benda á þá staðreynd, sem atvinnustefna stjórnvalda á undanförnum áratugum hefur kallað yfir okkur. Fram til aldamóta hefur nýverið verið ákveðið að verja 12 milljörðum króna til þess eins að reyna að leggja niður atvinnustarfsemi í aðeins einni at- vinnugrein. Það væri betur komið, að þjóðin gæti nýtt slíka fjármuni til uppbyggingar atvinnustarf- semi. Það er löngu tímabært að hugsa langt inn í fram- tíðina um atvinnumál þjóðarinnar og starfa í sam- ræmi við það. Það væri göfugt verkefni fyrir stjórn- málaflokka. ■ (Byggt áerindi, semflutt vará Mannvirkjaþingi 1995, leturbreyt. AVS). 1997 300 200 100 0 1993 1994 1995 1996 O http://www.bygging.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.