AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Side 43
rannsóknir. Húsbyggjendur eru einnig margir og
smáir og hagsmunir þeirra eru aö nokkru annars
eðlis en húseigenda, þeir hafa mestan áhuga á
tækni er lýtur aö byggingarhraða og hagkvæmni á
meðan húseigandinn metur mest gæöi og varan-
leika. Einn er þó sá aðili, sem hefur mestra hags-
muna aö gæta, en það er þjóðarbúið - ríkið og
sveitarfélög. Eins og Ijóst má vera, þegar m.a. ár-
leg fjárfesting í þessum geira er höfð í huga, eru
meginhagsmunir tengdir varanleik bygginga og
byggingarefna, hlutfalli innlendrar framleiðslu
gegn innflutningi o.s.frv. Þetta sést skýrt þegar
haft er í huga að algeng viðhaldsaðgerð vegna
leka eða grotnunarvanda er klæðning og einangr-
un útveggja en slíkt kostar 7-15 þús. kr/m2. í land-
inu eru alls 10 milljónir fermetra af steyptum út-
veggjum, þannig að ef þeir yrðu allir klæddir,
myndi það kosta um 100 milljarða króna.
Verulegur hluti þessa er innflutningur og verður að
greiðast í gjaldeyri. Vegna hinna rmiklu hagsmuna
ríkisins leggur það fram visst fjármagn, að hluta til
sem beina fjárveitingu til viðkomandi stofnunar, en
einnig og í vaxandi mæli verkefnabundið í gegnum
sjóði sína, sem í tilviki Rb eru Tæknisjóður og Hús-
næðisstofnun. Einnig hefur ríkið opnað möguleika
til erlendrar fjármögnunar rannsóknaverkefna með
þátttöku í norrænu og evrópsku samstarfi.
Eins og Ijóst má vera af þessu er rekstur Rb og
rannsóknastarfsemi háð því að stofnuninni takist
að sýna fram á árangur af starfsemi sinni, þannig
að hagsmunaaðilar sjái sér hag í því að styrkja
rannsóknaverkefni, sem þá varðar. Sem betur fer
hefur þetta tekist og eru rannsóknir vaxandi þáttur
í starfsemi stofnunarinnar.
ÁRANGUR
í rannsóknum er oft erfitt
að sýna fram á árangur
með beinum hætti og
langur tími getur liðið þar
til áhrifin koma í Ijós. Rb
er aftur á móti í þeirri
heppilegu stöðu, að auð-
velt er að sýna mörg skýr
dæmi um mikinn árang-
ur, og það sem mikilvæg-
ara er, er það að niður-
stöðurnar eru notaðar í
„praxís", en liggja ekki
eingöngu í rannsókna-
skýrslum uppi á hillu.
Raunar eru ófá dæmi þess að farið er að nota nið-
urstöðurnar í byggingariðnaðinum, áður en við-
komandi rannsóknum er að fullu lokið.
Best þekktar eru væntanlega margvíslegar rann-
sóknir á alkalívirkni steinsteypu en þær hafa skilað
ómældum arði og leitt til þess að unnt var að leysa
þennan vanda á hagkvæmari hátt en aðrar þjóðir
hafa getað. Til viðbótar tókst að stórbæta íslenskt
sement, nota kísilryk, sem var verðlaust úrgangs-
efni, til verðmætrar iðnaðarframleiðslu og finna
nýjar ódýrar aðferðir til að hindra grotnun í stein-
steypu s.s. með því að nota vatnsfælur. Ekki er
svigrúm hér til að lýsa árangri á hinum ýmsu svið-
um byggingariðnaðarins sem skyldi en nefna má
dæmi til að gefa nokkra mynd af fjölbreytni verk-
efna sem Húsnæðisstofnun hefur styrkt ásamt
fleiri aðilum undanfarin ár: tvöfalt einangrunargler
- ending, innþrýstitækni til þéttingar á sprungum í
steyptum veggjum, akryl múr-einagrunarkerfi á út-
veggi, íslenskt múr-einangrunarkerfi - þróun, innri
gerð steinsteypu - ný tækni við rannsóknir, húsa-
lagnir - nýjar lausnir, ástand mannvirkja - viðhalds-
þörf, loftræstar útveggjaklæðningar, steinfletir ut-
anhúss - ný efnistækni við yfirborðsfrágang,
sjálfútleggjandi steinsteypa, hljóðeinangrandi
hurðir - vöruþróun, tæring eirlagna og ryðmyndun
í zinkhúðuðum neysluvatnslögnum. Flest þessara
verkefna hafa skilað miklum árangri og leitt til hag-
kvæmra lausna, endurbóta og framþróunar.
VANRÆKT SVIÐ
Við Rb eru nær eingöngu stundaðar tæknirann-
sóknir á helstu sviðum byggingariðnaðarins. Ýmis
slík svið hafa þó orðið útundan, þar á meðal svið
þar sem árleg tjón og tjónabætur eru mest. Þar er
Aldursdreifing húsa.
Skipting viðhaldskostnaðar
íbúðarhúsnæðis.
Þök
■ Útveggir, svalir o.þ.h
□ Gluggar og útihurðir
□ Málun utanhúss
■l Innréttingar
13% ______
9%
□ Lagnir og búnaður
□ Málun innanhúss
□ Gólfefni
■ Endurbygging eða
miklar breytingar
7%
17%
41