AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Síða 43

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Síða 43
rannsóknir. Húsbyggjendur eru einnig margir og smáir og hagsmunir þeirra eru aö nokkru annars eðlis en húseigenda, þeir hafa mestan áhuga á tækni er lýtur aö byggingarhraða og hagkvæmni á meðan húseigandinn metur mest gæöi og varan- leika. Einn er þó sá aðili, sem hefur mestra hags- muna aö gæta, en það er þjóðarbúið - ríkið og sveitarfélög. Eins og Ijóst má vera, þegar m.a. ár- leg fjárfesting í þessum geira er höfð í huga, eru meginhagsmunir tengdir varanleik bygginga og byggingarefna, hlutfalli innlendrar framleiðslu gegn innflutningi o.s.frv. Þetta sést skýrt þegar haft er í huga að algeng viðhaldsaðgerð vegna leka eða grotnunarvanda er klæðning og einangr- un útveggja en slíkt kostar 7-15 þús. kr/m2. í land- inu eru alls 10 milljónir fermetra af steyptum út- veggjum, þannig að ef þeir yrðu allir klæddir, myndi það kosta um 100 milljarða króna. Verulegur hluti þessa er innflutningur og verður að greiðast í gjaldeyri. Vegna hinna rmiklu hagsmuna ríkisins leggur það fram visst fjármagn, að hluta til sem beina fjárveitingu til viðkomandi stofnunar, en einnig og í vaxandi mæli verkefnabundið í gegnum sjóði sína, sem í tilviki Rb eru Tæknisjóður og Hús- næðisstofnun. Einnig hefur ríkið opnað möguleika til erlendrar fjármögnunar rannsóknaverkefna með þátttöku í norrænu og evrópsku samstarfi. Eins og Ijóst má vera af þessu er rekstur Rb og rannsóknastarfsemi háð því að stofnuninni takist að sýna fram á árangur af starfsemi sinni, þannig að hagsmunaaðilar sjái sér hag í því að styrkja rannsóknaverkefni, sem þá varðar. Sem betur fer hefur þetta tekist og eru rannsóknir vaxandi þáttur í starfsemi stofnunarinnar. ÁRANGUR í rannsóknum er oft erfitt að sýna fram á árangur með beinum hætti og langur tími getur liðið þar til áhrifin koma í Ijós. Rb er aftur á móti í þeirri heppilegu stöðu, að auð- velt er að sýna mörg skýr dæmi um mikinn árang- ur, og það sem mikilvæg- ara er, er það að niður- stöðurnar eru notaðar í „praxís", en liggja ekki eingöngu í rannsókna- skýrslum uppi á hillu. Raunar eru ófá dæmi þess að farið er að nota nið- urstöðurnar í byggingariðnaðinum, áður en við- komandi rannsóknum er að fullu lokið. Best þekktar eru væntanlega margvíslegar rann- sóknir á alkalívirkni steinsteypu en þær hafa skilað ómældum arði og leitt til þess að unnt var að leysa þennan vanda á hagkvæmari hátt en aðrar þjóðir hafa getað. Til viðbótar tókst að stórbæta íslenskt sement, nota kísilryk, sem var verðlaust úrgangs- efni, til verðmætrar iðnaðarframleiðslu og finna nýjar ódýrar aðferðir til að hindra grotnun í stein- steypu s.s. með því að nota vatnsfælur. Ekki er svigrúm hér til að lýsa árangri á hinum ýmsu svið- um byggingariðnaðarins sem skyldi en nefna má dæmi til að gefa nokkra mynd af fjölbreytni verk- efna sem Húsnæðisstofnun hefur styrkt ásamt fleiri aðilum undanfarin ár: tvöfalt einangrunargler - ending, innþrýstitækni til þéttingar á sprungum í steyptum veggjum, akryl múr-einagrunarkerfi á út- veggi, íslenskt múr-einangrunarkerfi - þróun, innri gerð steinsteypu - ný tækni við rannsóknir, húsa- lagnir - nýjar lausnir, ástand mannvirkja - viðhalds- þörf, loftræstar útveggjaklæðningar, steinfletir ut- anhúss - ný efnistækni við yfirborðsfrágang, sjálfútleggjandi steinsteypa, hljóðeinangrandi hurðir - vöruþróun, tæring eirlagna og ryðmyndun í zinkhúðuðum neysluvatnslögnum. Flest þessara verkefna hafa skilað miklum árangri og leitt til hag- kvæmra lausna, endurbóta og framþróunar. VANRÆKT SVIÐ Við Rb eru nær eingöngu stundaðar tæknirann- sóknir á helstu sviðum byggingariðnaðarins. Ýmis slík svið hafa þó orðið útundan, þar á meðal svið þar sem árleg tjón og tjónabætur eru mest. Þar er Aldursdreifing húsa. Skipting viðhaldskostnaðar íbúðarhúsnæðis. Þök ■ Útveggir, svalir o.þ.h □ Gluggar og útihurðir □ Málun utanhúss ■l Innréttingar 13% ______ 9% □ Lagnir og búnaður □ Málun innanhúss □ Gólfefni ■ Endurbygging eða miklar breytingar 7% 17% 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.