AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Side 87

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Side 87
vesturhorn Lystigarðsins. Þar tengist hann nýju bílastæði sem þjóna á bæði Lystigarðinum og Menntaskólanum. Núverandi girðing helst óbreytt og jafnframt er gert ráð fyrir girðingu utan um nýja uppeldissvæði Lystigarðsins á vestursvæðinu. Sú meginbreyting er gerð á aðkomu að svæðinu að hún verður að mestu leyti frá Þórunnarstræti. Þar ber þó sérstaklega að nefna aðkomu að Fjórð- ungssjúkrahúsinu og er gert ráð fyrir að aðkom- unni frá Eyrarlands- og Spítalavegi verði lokað fyr- ir bílaumferð. Bílastæðum við sjúkrahúsið verður fjölgað umtalsvert sem einnig munu þjóna Lysti- garðinum. Aðalbílastæði Lystigarðsins og Mennta- skólans kemur á norðanvert vestursvæðið með tengingu við Þórunnarstrætið. Aðeins er gert ráð fyrir tveimur nýjum byggingum á svæðinu. Það er annars vegar nýtt gróðurhús Lystigarðsins og ný heimavistarálma Menntaskól- ans. Þar er einnig gert ráð fyrir nýjum íþróttasal er kemur í staðinn fyrir núverandi íþróttaaðstöðu í Fjósinu, en sú bygging verður fjarlægð. Á deili- skipulagða byggingasvæðinu á brekkunni austan við sjúkrahúsið eru settar fram nýjar áherslur. Til að auka útivistargildi sjúkrahúslóðarinnar er fallið frá byggingu íbúðarhúsa á brekkubrúninni sem þar eru fyrirhuguð og jafnframt eru íbúðarhúsin færð neðar í brekkuna. Við það skyggja þau ekki á út- sýnið frá opna svæðinu og það myndast sólríkt dvalarsvæði á lóðunum. SAMANTEKT Tilgangur lokaverkefnisins var að skoða lóðir Lysti- garðsins, Menntaskólans og Fjórðungssjúkra- hússins og vinna rammaskipulag fyrir svæðið. Að setja fram tillögu um samhangandi útivistarsvæði og jafnframt að skapa Lystigarðinum aukið rými. Tillagan að stækkun Lystigarðsins gerir ráð fyrir því að skapa fjölbreytileg svæði með mismunandi notagildi í huga er þjónað geti stofnununum þrem- ur á sem bestan hátt. Með samstilltu átaki í fram- tíðinni gæti svæðið orðið að stórum Lystigarði er þjónað gæti áfram mikilvægu hlutverki sínu sem almennings- og grasagarður. ■ ............. nuBB®r.......... LINDAB útveggjakerfið er: Traustur og einfald- ur byggingarmáti • Allt að 65-75% styttri byggingar- tími • Allt efni fyrirfram sniðið og tilbúið á bygg- ingarstað • Lítið umfang efnis og létt í meðförum • Byggingarmáti óháður veðurfarslegum skilyrðum • r a is • e:\fai.t ■VARAM.1 (T LINDAB útveggjakerfið: Dregur ekki í sig raka • Hefur minni kuldaleiðni en timbur • Er ekki unnið úr heilsuspillandi efnum • Heldur ávallt upprunalegri lögun • Er eldtraust • Hafið óhikað samband við sérfróða tœknimenn okkar ogfáið npplýsingar TÆKNIPEILD iKtSfk 0lNG 1« UilfGGpl Öfi Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík Sími 587 5699 • Fax 567 4699 85

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.