AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Side 85
Tillaga aö heildarskipulagi svæöisins.
Lystigarðsins,Menntaskólans og Fjórðungssjúkra-
hússins hafa upp á að bjóða í samnýtingu og setja
fram heildarskipulag fyrir svæðið.
SKIPULAGSSVÆÐIÐ
í dag liggur garðurinn ofan við Eyrarlandsveginn á
milli Menntaskólans og Fjórðungssjúkrahússins.
Að vestanverðu liggur hann svo að gamla fótbolta-
velli Menntaskólans. Fyrir lá að skipuleggja allt
það svæði sem afmarkast af Þórunnarstræti,
Hrafnagilsstræti, Eyrarlandsvegi og lóðarmörkum
sjúkrahússins í suðri. Það var því Ijóst í upphafi að
einungis yrði unnið rammaskipulag fyrir allt svæð-
ið. Hugmyndin var að skoða kröfur Menntaskólans
og Sjúkrahússins til svæðisins og skapa Lystigarð-
inum ný svæði fyrir starfsemi sína. Með því móti
væri hægt að skapa heilsteypt útivistarsvæði.
Lögð var áhersla á nýtt göngustígakerfi, tengingar
við svæðið, breytta aðkomu og bílastæði. Gamli
garðurinn eins og kalla mætti þann hluta garðsins
sem er í notkun í dag, hefur ákveðna sérstöðu sem
menningarlegur arfur og þess vegna fellur sá hluti
að mestu leyti utan þess verkefnis sem hér liggur
fyrir. í byrjun var ákveðið að leggja sérstaka áher-
slu á notkun á íslenskum gróðri. Tilgangurinn er að
vekja meiri áhuga á honum við uppbyggingu garða
á íslandi.
VINNUTILHÖGUN
Notuð var þrískipt vinnutilhögun til að nálgast verk-
efnið. í fyrsta lagi að skoða núverandi ástand og
notkun (þ. Bestand). í öðru lagi að greina þá mögu-
leika sem svæðið hefur upp á að bjóða (þ. Bewer-
tung). Að lokum að setja fram tillögu að heildar-
skipulagi svæðisins (þ. Entwicklungskonzept).
Fyrir alla þrjá þættina var unninn sérstakur upp-
dráttur. Til framsetningar á áherslum um notkun
gróðurs voru unnar sérstakar plöntuteikningar.
Við nánari skoðun á núverandi ástandi kom í Ijós
að skipta mætti nýju svæðunum upp í þrjá hluta. í
fyrsta lagi er það vestursvæðið sem er gamli fót-
boltavöllur Menntaskólans, í öðru lagi norðurhlut-
inn sem er lóð Menntaskólans og í síðasta lagi öll
lóð Fjórðungssjúkrahússins að meðtöldu
deiliskipulögðu íbúðasvæði í brekkunni austan við
sjúkrahúsið sem mætti kalla suðursvæðið. Kort-
lagður var núverandi gróður, göngustígar, inn-
gangar og tengingar við gamla garðinn, götur,
byggingar og bílastæði.
Við greininguna var lögð sérstök áhersla á þann
gróður sem fyrir er og hvað af honum er nauðsyn-
legt að halda í. Jafnframt er lögð áhersla á að skil-
greina svæði sem þarfa að planta í til að mynda
gróðurbelti til að ramma inn allt svæðið. Aðrir þætt
83