AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Qupperneq 37
fjárfestingin skilaði sér í engu - nema til þeirra að-
ila sem hafnaraðstöðuna byggðu. Þetta var ekki
arðbær aðgerð - hvorki í efnahagslegum né fé-
lagslegum skilningi. Þarna var einfaldlega um
óarðbæra fjárfestingu að ræða í öllum skilningi.
Forgangsröðun er tískuorð nútímans og ætla
mætti að þar færi ný uppgötvun. Það er auðvitað
fjarri öllu lagi. Allar götur hafa stjórnmálamenn
fengist við það verkefni að forgangsraða - setja
umgjörð um tiltekna hluti, ákveða að tiltekin verk-
efni séu brýnni í tíma en önnur. Um það snýst póli-
tík ekki síst.
Ekki síst með það í huga nefndi ég hér áðan til
sögunnar, sem áhrifavald á stefnu stjórnvalda við-
víkjandi mannvirkjagerð, kjördæmaskipan og
kosningalög. Landinu er skipt í 8 kjördæmi. Tvö
þessara kjördæma, R- kjördæmin svokölluðu, hafa
„innanborðs" mikinn meirihluta íbúa þjóðarinnar.
Það endurspeglast þó engan veginn í fjölda þing-
manna. Það er óumdeilt, að í nafni byggðastefnu
hefur verið ráðist í fjölmargar óarðbærar fjárfest-
ingar í dreifðari byggðum landsins. Þær hafa til
orðið vegna þrýstings heimamanna, þá ekki síst
þingmanna viðkomandi kjördæmis, sem hafa talið
það hlutverk sitt að fá atvinnu í byggðarlagið og
jafnvel þótt viðkomandi mannvirki skili engu í at-
vinnulegu tilliti, þegar byggingu þess er lokið. Til að
segia hlutina eins og þeir eru, þá hefur kjördæma-
potið reynst okkur dýrt og milljarðar hafa runnið í
mannvirkjagerð, sem við hefðum komist af án, en
getað varið í skynsamlegri uppbyggingu og mann-
virkjagerð annars staðar á öðrum vettvangi.
Þess vegna segi ég það skýrt: Alþýðuflokkurinn er
þeirrar skoðunar, að landið eigi að vera eitt kjör-
dæmi og þingmenn verði hér eftir þingmenn þjóð-
arinnar allrar, en ekki fulltrúar tiltekinna héraða.
Bara sú breyting ein myndi miklu breyta að mínu
áliti.
Nálgun viðfangsefna yrði með gjörbreyttum hætti
og skynsemin og yfirsýnin, þær systur fengju þann
stall sem þeim ber. Alþýðuflokkurinn einn flokka
hefur skýra flokksafstöðu í þessu máli og hefur haft
lengi, en sem betur fer hafa stuðningsmenn þess-
ara viðhorfa í öðrum flokkum sótt í sig veðrið á síð-
ari tímum.
Við stjórnmálamenn eigum ekki að segja fólki fyrir
verkum og getum ekki búið til þarfir fyrír fólk. Fólk
tekur sjálft sínar ákvarðanir. Við eigum að skapa
umhverfi, en hið endanlega val um búsetu hér eða
þar eða starfsvettvang hlýtur ævinlega og á auðvit-
að að vera á hendi einstaklinganna. Óneitanlega
hefur nokkuð borið á ofstýringu í þessum efnum af
hálfu opinberra aðila og þeir reynt að stýra með
beinum hætti búsetuþróun í landinu, þá er ekki síst
gripið til „mannvirkjastjórnmála“ í þeim efnum.
Það er byggður stór og glæsilegur skóli í byggðar-
lagi þar sem íbúum fer fækkandi. Mikil vinna í hér-
aði meðan á framkvæmdum stendur. Skólinn tek-
inn í notkun, en fólksflutningar í burtu halda samt
áfram. Skólinn er hálfsetinn. Mannvirkið glæsilega
sem öllu átti að breyta er að stórum hluta ónýtt.
Nú er því stundum haldið fram að vegna þess að
margar félagslegar íbúðir standi auðar víða úti um
land og seljist ekki, þá sé rétt að draga mjög
ákveðið úr fjárframlögum til byggingarsjóðs verka-
manna. Þetta er kolröng ályktun. Ástæðan fyrir
því, að félagslegar íbúðir, jafnvel glænýjar, standa
auðar víða úti um land, er einfaldlega sú, að opin-
berir aðilar veittu fjármagn til þeirrar mannvirkja-
gerðar, enda þótt fyrir lægi að eftirspurn væri ekki
til staðar, þarfir fólksins ekki fyrir hendi. En eftir
sem áðurereftirspurnin eftir félagslegu íbúðarhús-
næði í kringum okkur. En bara allt annars staðar.
Nefnilega hér á suðvesturhorni landsins. Mann-
virkin voru byggð á röngum stað.
ALVÖRU BYGGÐASTEFNA
Ég er enginn andstæðingur svokallaðrar byggða-
stefnu. Það er langur vegur frá því. Þvert á móti tel
ég það metnaðarmál að við höldum landinu í
byggð og að við treystum stöðu svokallaðra
byggðakjarna hér og þar á landinu, þannig að þeir
geti orðið eðlilegar þjónustumiðstöðvar fyrir við-
komandi svæði. En það er nákvæmlega engin
byggðastefna, engin stefna, heldur bókstaflega
„Við stjórnmálamenn eigum ekki að segja
fólki fyrir verkum og getum ekki búið til þarf-
ir fyrir fólk. Fólk tekur sjálft sínar ákvarðan-
ir. Við eigum að skapa umhverfi, en hið end-
anlega val um búsetu hér eða þar eða starfs-
vettvang hlýtur œvinlega og á auðvitað að
vera á hendi einstaklinganna. “
rennandi rugl og vitleysa, ef nokkrum dettur það í
hug, að hægt sé að halda byggð í landinu, fólki
kyrru á stöðum úti á landi með því einu að byggja
nægilega margar íbúðir á viðkomandi stað. Það er
hundalógík.
Og aðeins áfram á þessum nótum. Enginn deilir
35