AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Síða 62

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Síða 62
sætisráðuneytið, en jafnframt er gert ráð fyrir því að sveitarfélögin komi einnig inn í myndina og þurfi bráðabirgðaleyfi þeirra til nýtingar lands og lands- réttinda innan þjóðlendanna. Gert er ráð fyrir að þjóðlendurnar verði undir eftirliti byggingar- og skipulagsyfirvalda sem taka til landsins alls. Þegar fyrrgreindar athugasemdir og hugmynd stjórnar- frumvarpsins um þjóðlendur er haft í huga, er aug- Ijóst að hugsa verður upp á nýtt hvernig staðið verður á réttastan og réttlátastan hátt að skipulagi Miðhálendisins. HVE VÍÐTÆK ER HEIMILDIN UM SAMVINNU- NEFND UM SVÆÐISKIPULAG MIÐHÁLENDIS- INS? Bráðabirgðagreinin nr. 73/1993 veitti rétt til að samvinnunefnd skipuð fulltrúum úr þeim byggðum sem liggja að Miðhálendinu stjórni gerð skipulags- tillögu um það. Þar er ekkert minnst á að lögsögu- réttur og uppskipting hálendisins eigi að fylgja í kjölfarið. Samt sem áður hafa skipulagsyfirvöld og umhverfisráðuneytið leyft nefndinni að gera slíka uppskiptingu að nánast forsendu og á þessu sama tímabili hleypt af stokkunum aðal- og svæðisskipu- lögum sem ganga út frá því að land ofan markalín- unnar verði með fullvissum hætti aukið við lög- sagnarumdæmi viðkomandi byggða. Stefán Thors skipulagsstjóri kemur inn á gagnrýni okkar greinar- höfunda í síðasta fréttabréfi sínu. Eftir að hann hef- ur lýst bráðabirgðaákvæðinu frá 1993 segir hann: „Þjóðkjörirt stjórnvöld tóku þessa ákvörðun og skipulagsstjórn ríkisins kom þar hvergi nærri". Það sem við ræddum í bók okkar var ekki að bráða- birgðaákvæðið hefði ekki veitt leyfi til skipulags- starfsins, heldur það, að nefndin og skipulagsyfir- I frumvarpi á Alþingi 1997 var lagt til að mörk nær 50 sveitarfélaga væru framlengd upp að miðju landsins. völd skyldu túlka þetta ákvæði sem ákvörðun Al- þingis um að skipta Miðhálendinu milli aðliggjandi sveitarfélaga. Annað mál þessu tengt er spurningin um það hvaða svæðisskipulagsuppdráttur á að gilda þar sem Miðhálendisskipulagið skarast við ný svæðis- skipulög víða um land. Þetta segjum við í bók okk- ar illleysanlegt lögfræðilegt vandamál. Stefán reifar málið á eftirfarandi hátt í grein sinni: „Ef ákveðið verður að skipta landinu öllu upp í sveitarfélög eins og gengið er út frá, verður fram- gangurinn sá, að t.d. svæðisskipulag á Héraðs- svæði mun ná inn á Miðhálendið sem og aðal- skipulagsáætlanir einstakra sveitarfélaga á því svæði. Fyrir þann hluta svæðisins sem mörkuð hefur verið stefna um í Svæðisskipulagi Miðhá- lendisins gildir sú stefna og er tekin upp óbreytt í Héraðssvæði". í þessu sambandi verður að hafa í huga, að heim- ildin fyrir Samvinnunefndinni var felld út í þeim skipulagslögum, sem taka munu gildi um næstu áramót. Þar sem reglan um endurskoðun skipu- lags á fjögurra ára fresti krefst þess, að skipulags- áætlun sé endurnýjuð þó hún nái til 2015 verður að líta svo á, að enginn möguleiki sé á að laga skipu- lagið að breyttum kröfum. Hugmynd Stefáns um að þetta Miðhálendisskipulag sé látið gilda óbreytt á öllu því tímaskeiði, sem efri hluti annarra svæð- is- og aðalskipulagsáætlana, er því óraunhæf. SÁ UNDANFARI SEM HEFÐI ÁTT AÐ VERA AÐ SVÆÐISSKIPULAGI MIÐHÁLENDISINS Eitt af aðalatriðum í málflutningnum í bók okkar er að sýna á glöggan hátt í ýmsum smáatriðum hver er hinn rétti undanfari að gerð svo víðtæks skipu- lags sem Svæðisskipulag Miðhálendisins sé. Um þetta segir Stefán: „Það er rétt að æskilegt hefði verið að meira hefði verið unnið að stefnu- mörkun í skipulagsmálum á landsvísu.... Hitt er alveg Ijóst að ekki er endalaust hægt að bíða með að ráðast í skipulagsgerð þar til stefnumörkun í öll- um málaflokkum liggur fyrir". Eins og áður var bent á, beindist gagnrýni okkar ekki síst að því að ekki skyldi farið að þeirri stefnumörkun sem þegar liggur fyrir, sbr. tilvitnanirnar í umsagnir Lands- virkjunar og Ferðamálaráðs hér að framan. Á bls. 5 kemur skringileg setning hjá Stefáni: „Tillaga að svæðisskipulagi Miðhálendisins ýtir vonandi undir að flýtt verði vinnu við stefnumörkunina þar sem hana skortir". Þar sem skipulagsstjóri hefur svo greinilega lýst að svo mjög hafi skort á 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.