AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Blaðsíða 17

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Blaðsíða 17
lagsstjórnar ríkisins og viðkomandi sveitarfélaga.“ Önnur sveitarfélög fóru að dæmi Reykjavíkur og ekkert þeirra taldi hægt að samþykkja tillöguna óbreytta. Þrátt fyrir að áðurnefnt álit skipulagsnefndar Reykjavíkur um að Samvinnunefnd um skipulags- mál á höfuðborgarsvæðinu væri ekki lengur til staðar, þá virðist samt sem áður hafa verið með nefndinni nokkurt lífsmark. Alltént gaf nefndin út á árinu 1979 skýrslu: Höfuðborgarsvæðið, athugun á þróunarmöguleikum byggðar. Segja má að þessum kafla sögu svæðisskipulagsins á höfuð- borgarsvæðinu Ijúki með þessari skýrslu og nýr kafli taki við. SKIPULAGSSTOFA HÓFUÐBORGAR- SVÆÐISINS Þrátt fyrir endalok tillögu samvinnunefndarinnar á árunum 1965 til 1973 voru sveitarstjórnarmenn þess meðvitandi að sveitarfélögin væru að vaxa saman og að miklu meiri samvinnu væri þörf en áður hafði verið. Því var það að stofnuð voru Sam- tök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, þann 4. apríl árið 1976 og voru átta sveitarfélög stofnaðilar, Kjalarneshreppur, Mosfellssveit, Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Bessastaðahreppur og Hafnarfjörður. Kjósar- hreppur bættist síðan í hópinn árið 1985 en Kjalar- neshreppur sameinaðist Reykjavík fyrir nokkrum árum. Samtökin voru fyrst í stað vettvangur sveit- arstjórnarmanna til viðræðu um sameiginleg mál svæðisins og varð þeim brátt Ijóst að skipulagsmál í víðum skilningi væru þar einna efst á blaði. Var því á árinu 1980 ráðist í það að stofna skipulags- stofu höfuðborgarsvæðisins, er hefði það megin- verkefni að vinna að svæðisskipulagi höfuð- borgarsvæðisins. Forstöðumaður var ráðinn og í framhaldi annað starfslið. Skipulagsstofan átti að vinna að gerð svæðis- skipulags fyrir höfuðborgarsvæðið og leggja fram tillögu til stjórnar SSH, sem síðan leitaði eftir sam- þykki einstakra sveitarstjórna og eftir atvikum staðfestingu. Auk þess að sinna hefðbundnum verkefnum er lutu að gagnaöflun og undirbúningi að stefnumótun og tillögugerð svæðisskipulagsins sinnti skipulagsstofan margháttuðu fræðslu- og kynningarstarfi. Gefið var út tímaritið Skipulags- mál, fjöldi sérrita gefinn út og staðið fyrir ráðstefn- um og fundum er tengdust starfi skipulagsstofunn- ar. Sumum hefur e.t.v. þótt farið langt út fyrir verk- efnasvið skipulagsstofu er ætti að sinna skipu- lagsmálum tiltekins landshluta. Um svipað leyti og svæðisskipulagið var í undirbúningi af hálfu skipu- lagsstofunnar vann Borgarskipulag að endurskoð- un á aðalskipulagi Reykjavíkur og var allnáin sam- vinna með þessum tveimur stofnunum á þessu tímabili. Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur var að vonum nokkuð seint á ferðinni þar sem ekki hafði verið lagt fram heildarskipulag fyrir Reykjavík síðan aðalskipulagið 1962-1983 var birt á sjöunda áratugnum. Vera má að mönnum hafi hrosið hugur við að leggja út í slíkt stórvirki sem gamla skipulagið var. Þó hafði Borgarskipulagið gefið út og fengið staðfest skipulag fyrir austursvæði árið 1981 og var miðað við árabilið 1981-1998. En að endingu leit aðalskipulag Reykjavíkur dagsins Ijós árið 1985 og gilti það fyrir árin 1984-2004. Ári síðar, í október 1986, kom svo loksins út svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 1985- 2005. Undanfari útgáfunnar var mikil kynning meðal sveitarstjórnarmanna og embættismanna sveitarfélaga á svæðinu. M.a. kynntu starfsmenn skipulagsstofunnar tillögurnar öllum sveitarstjórn- um svæðisins, að undanskilinni borgarstjórn Reykjavíkur, þar var kynning ekki þegin. Flestar sveitarstjórnir á svæðinu voru á þessum tíma langt komnar með aðalskipulagsáætlanir sínar eða höfðu fengið þær samþykktar og staðfestar. Frá þeirra bæjardyrum var e.t.v. ekki þörf á að bindast svæðisskipulagi, sem gæti kannski seinna bundið hendur þeirra ef breytinga væri þörf. Þó var meðal sveitarstjórnarmanna vinsamlega tekið við heildarhugsuninni, sem fram kom um að æski- legt væri að hafa sameiginlega stefnu í mörgum málaflokkum. Má og segja að tillögugerðin hafi vatnast nokkuð út í meðförum og lokatexti greinar- gerðarinnar reyndist uppfullur af orðatiltækjum eins og æskilegt er, stefna ber að o.s.frv. en ekki beinar ákveðnar tillögur. Eitt helsta deilumál þessara tíma, hvað varðaði sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu, var Foss- vogsbrautarmálið. Reykjavíkurborg og Kópavogur deildu um það hvort leggja ætti svo nefnda Foss- vogsbraut, en sú braut hafði verið inni í skipulags- tillögunum frá sjöunda og áttunda áratugnum. Bæjarstjórn Kópavogs hélt því fram að aðstæður hefðu breyst og ekki væri lengur þörf á brautinni og jafnvel að lagning brautarinnar hefði skaða í för með sér. Reykvíkingar héldu því aftur á móti fram að Fossvogsbraut væri nauðsynleg vegna þess vanda sem uppi væri vegna þungrar umferðar á Miklubraut og fyrirsjáanlegrar aukningar. Þá 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.