AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Side 95

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Side 95
hefur sérstöðu vegna tengsla sinna við Borgarleikhúsið. Þar eru flestöll veitinga- húsin, kvikmyndahús og tengsl yfir í bóka- safn og leikhús. ímynd hæðarinnar er ef til vill öðru fremur veitingastaðurinn Stjörnutorg, sem með sinni sérstöku hönnun skapar mikinn fjöl- breytleika, ekki bara fyrir þessa hæð heldur líka 2. hæð. Segja má að að vegna hinna miklu tengsla milli 2. og 3. hæðar skapi veitingahús 3. hæðar að hluta til andrúms- loft 2. hæðar. Hugmynd að útliti Stjörnutorgs sem er samnefni fyrir 6 skyndibitastaði er tekin úr Þingholtunum, þ.e. Bárujárn, skemmtileg húsaform, skemmtilegir litir og einstakir hlutir úr því umhverfi, sem við lifum í, en veitum ekki alltaf athygli. Útlit nýbyggingar einkennist af miklum glergangi, sem tengir Kringluna Borgar- leikhúsi. Þessi glergangur verður einskonar kennimerki þessara tveggja bygginga, þar sem hann á sinn einfalda máta verður sér- lega glæsilegur. Sameiginleg aðkoma gesta bæði fyrir Kringlu og Borgarleikhús gjörbreytist. Þar er búið að reisa um 400 bílastæði. Nýr sameiginlegur inngangur Kringlu, Borgar- leikhúss og Borgarbókasafns verður í ný- byggingu tengdri Borgarleikhúsi, næst nýj- um bílastæðum og í góðum tengslum við almenningssamgöngur og leigubílastæði. Þarna er einnig búið að gera útivistar- garð, einskonar vin fyrir gesti þessara húsa og starfsfólk, ásamt glæsilegu torgi fyrir framan nýjan aðalinngang Kringlunnar. Arkitektar: Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar, Halldór Guð- mundsson arkitekt, Ragnar A. Birgisson arkitekt, Steinunn Kristjánsdóttir arkitekt, Oddur Finnbjarnar- son arkitekt, ívar Eysteinsson arkitekt. Aðrir: Samúel Guðmundsson tæknifræðingur. Samstarfsarkitektar: Bernard Engle architects and planners, Richard Abrams, Neil Morris, Hrafnkell Thorlacius. ■ Ljósm. Stefán Odd 93

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.