AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Blaðsíða 34
BJARNI REYNARSSON, ÞRÓUNARSVIÐI í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR
Hverníg höfuðborg vriljum víð?
Hugleriðringar um svaeðrisskripulag fyrrir höfuðborgarsvæðrið
Nnna að tillögum um nýtt svæðis-
skipulag fyrir höfuðborgarsvæðið
er nú í fullum gangi og því lofsvert
að AVS skuli helga þetta hefti þeir-
ri vinnu. Á efa er þessi skipulags-
vinna ein sú mikilvægasta sem
fram hefur farið á íslandi og því brýnt að vel takist
til. Grundvallaratriðið í svæðisskipulagsvinnu fyrir
borgarsvæði sem samanstendur af mörgum
sveitarfélögum er að móta samræmda stefnu um
æskilega þróun byggðar, mannlífs og atvinnulífs
fyrir svæðið í heild, án tillits til marka sveitarfélaga.
Vinna að svæðisskipulagi þarf því að byggja á
þverfaglegri samvinnu ólíkra faghópa, sérfræðing-
a, kjörinna fulltrúa, almennings og atvinnulífs á
svæðinu. Það er því mikilvægt að sjónarmið sem
flestra komi fram áður en endanlegar tillögur
verða mótaðar. Tilgangurinn með þessum skrifum
mínum er einmitt að koma fram með ábendingar
sem að gagni mættiu verða við þessa mikilvægu
vinnu.
ÍSLENSK SÉRSTAOA
Höfuðborgarsvæðið er eina borgarsvæðið á ís-
landi og því lítil reynsla af slíkri skipulagsvinnu hér
á landi. Þótt unnið hafi verið svæðisskipulag fyrir
höfuðborgarsvæðið um miðjan níunda áratuginn
hefur það takmarkað fordæmisgildi, m.a. vegna
breyttra hugmynda um æskileg vinnubrögð í slíkri
vinnu. Aðrar fagstéttir en arkitektar og verkfræð-
ingar hafa lítið komið nálægt skipulagi byggðar
hér á landi og því ekki til staðar þverfagleg reynsla
til að byggja þessa vinnu á. Sama á við um rann-
sóknir á mannlífi og atvinnulífi á höfuðborgar-
svæðinu, þær eru mjög takmarkaðar og þekking-
argrunnur fyrir skipulagsgerðina því ekki traustur.
Mynd I. Á tímabilinu 1980 til 1996 bættust við um 4 þúsund íbúðir í Reykjavík vestan Elliðaáa með þéttingu byggðar.
Aukin þétting íbúabyggðar verður án efa aðallega gerð með því að breyta gömlum athafnahverfum í íbúðahverfi.
Helstu þéttingarsvæði
frá 1980
1) Eiðsgrandi
2) Aflagrandi
3) „Litli Skerjafjörður"
og stúdentaíbúðir
4) Skúlagötusvæði
5) Þverholt - Rauðarárstígur
6) Kringlan - Ofanieiti
7) Suðurhiíðar
8) Umhverfi Borgarspítala
9) „Kirkjutún" - Mánatún
10) Engjateigur
11) Kirkjusandur
12) Dalbraut - Sundlaugarv.
13) Laugarás
14) Þróttarsvæði
15) Fen og Mörk
16) Bryggjuhverfi
17) Ártúnsholt
18) Selás