AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Blaðsíða 36
meðal bandarískra skipulagsfræðinga um þessar
mundir er „Transit oriented development, TOD“.
Þessi hugmyndafræði er ríkjandi í stefnumótun í
svæðisskipulagi borgarsvæða beggja vegna
Atlantshafsins. í Danmörku hefur þessi skipulags-
hugsun verið lengi við lýði í hinu fræga „Fingra-
plani“ fyrir Kaupmannahafnarsvæðið og eins voru
úthverfi Stokkhólms byggð sem þéttir kjarnar við
sporvagnalínur.
í Bandaríkjunum, þar sem stórborgarsvæði taka
yfir marga tugi sveitarfélaga og fleiri en eina sýslu,
er löng reynsla af svæðisskipulagi sem stýrt er
af svæðisstjórn, “Regional Council". Þekktustu og
framsæknustu svæðisskipulagsáætlanirnar hafa
verið unnar fyrir Portland í Oregon og Seattle-
svæðið í Washingtonfylki. í báðum áætlununum er
megináherslan á að takmarka útþenslu byggðar
og að byggja aðallega umhverfis núverandi
þjónustukjarna í tengslum við almenningsvagna-
kerfið. í Seattle er verið að gera spennandi tilraun
með að virkja hverfasamtök við endurskipulagn-
ingu þessara þjónustukjarna og geta þau sjálf ráð-
ið sér skipulagsráðgjafa, samkvæmt sérstökum
samningum við borgaryfirvöld, til að koma fram
með tillögur sem lagðar eru fyrir skipulagsyfirvöld
borgarinnar „Neighbourhood planning".
(Sjá skýrslu Þróunarsviðs í Ráðhúsi, Hverfa-
skiptingar í Reykjavík, okt. 1999).
Á Norðurlöndum hefur dreifbýlisviðhorfa lengi
gætt í almennri stjórnsýslu og skipulagsmálum
enda löndin stór, harðbýl og byggðin dreifð eins og
hér á landi. Á allra síðustu árum hefur þó orðið
vakning á Norðurlöndum þar sem athygli ráða-
manna hefur í síauknum mæli beinst að stórborg-
Mynd 3.
Frítími
Menntun Vinna
100%
80
60
40
20
Notkun tímans
1880
30 40 ára
Frítími
Menntun
I
10
2000
Símenntun
Vinna I I I L Efri ár I
20 30
40
70
80 ára
arsvæðunum og sérstökum aðstæðum og vanda-
málum sem þar er að finna. Án efa gætir þarna
áhrifa frá stefnumótunarvinnu skipulagsfræðinga
Evrópubandalagsins, „European Spatial Develop-
ment Rerspective, ESDP“. Öll Norðurlöndin nema
íslandi hafa myndað vinnuhópa og komið á form-
legu samstarfi milli ráðuneyta til að vinna að
stefnumótun fyrir æskilega þróun borgarsvæða.
Danir eru komnir einna lengst í þessu og má lesa
um helstu stefnumál danskra yfirvalda um æski-
lega þróun danskra borga í ritinu „Fremtidens By“,
sem gefið var út af Bæja- og húsnæðisráðuneyt-
inu fyrr á þessu ári.
Hér á landi er lítil hreyfing á þessum málum þótt
yfir 90% landsmanna búi í þéttbýli og um 60% á
höfuðborgarsvæðinu. Öll umræðan er um flótta
landsbyggðarmanna til höfuðborgarsvæðisins en
lítil um þau vandamál sem þessir flutningar skapa
á hinu örtvaxandi höfuðborgarsvæði og um þau
sérstöku vandamál og verkefni sem sveitarfélögin
á höfuðborgarsvæðinu þurfa að glíma við. Það er
því brýnt að fulltrúar höfuðborgarsvæðisins taki
upp viðræður við fulltrúa ríkisvaldsins um sam-
eiginlega byggðastefnu, því þessir hröðu flutning-
ar til höfuðborgarsvæðisins geta ekki talist þjóð-
hagslega hagkvæmir.
Þjóðfélagsbreytingar hafa verið gífurlega örar
síðustu áratugi, m.a. vegna svo kallaðrar upplýs-
ingabyltingar sem hefur haft víðtæk áhrif á allt
daglegt líf manna. Því hafa verið settar á laggirnar
rannsóknastofnanir í framtíðarfræðum, svo kallað-
ar framtíðarstofnanir, víða um lönd, m.a. í flestum
höfuðborgum Norðurlanda. Þessar stofnanir veita
opinberum aðilum og einkafyrirtækjum ráðgjöf um
ýmis mál er varða undirbyggingu framtíðaráætl-
ana. Engin slík stofnun er til hér á landi og því
brýnt að leita í smiðju til þessara aðila varðandi
langtímastefnumótun. (Sjá grein höfundar í Les-
bók Morgunblaðsins 11. sept. sl. Um tímann og
draumasamfélagið). í ársbyrjun var sett á laggirn-
ar svo kallað Þróunarsvið í Ráðhúsi Reykjavíkur
með það meginhlutverk að undirbúa langtímas-
tefnumótun fyrir Reykjavíkurborg og stuðla að
rannsóknum á borgarsamfélaginu. Þá hafa
Reykjavíkurborg og Háskóli íslands ákveðið að
standa sarmeiginlega að rekstri Borgarfræðaseturs
sem hefur það hlutverk að auka samskipti þeirra
hvað varðar rannsóknir og fræðslu um málefni
borgar og byggðar í landinu. Stefnt er að því að
Borgarfræðasetrið hefji starfsemi í byrjun næsta
árs.
34