AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Qupperneq 76
„afgreiðslugjalcf sem er fyrir notkun á vél- og
hugbúnaði hjá Borgarverkfræðingi og umsýslu þar
og rennur gjaldið til hans. Þetta gjald er nú kr.
1500 fyrir hverja úttekt, en allt sem tekið er út inn-
an einnar klukkustundar telst aðeins ein úttekt,
þótt úttektarsvæðin séu mörg. Fyrir notkun sjálf-
ra gagnanna á stafrænu formi er að auki greitt s.k.
„gagnagjald", sem rennur til aðila LUKR í sömu
hlutföllum og þeir greiða kostnað við uppbyggingu
og viðhald LUKR. Hægt er að fá gögn afgreidd
„handvirkt" í Skúlatúni 2, án þess að Netið komi
þar við sögu. Handvirk aðferð er nú orðið einkum
notuð ef menn eru að taka út mjög mikið magn,
t.d. heil gagnaþemu, eða þurfa gögnin í formi sér-
unninna korta. Þá er lágmarksafgreiðslugjald
3500 kr/tíma, en algengast er að það sé um 5000
kr, að CD-diski eða pappírs- og prentkostnaði
meðtöldum. Fyrir gögn á pappírsformi, svo og s.k.
„prentskrár" (tiff, eps o.s.frv.) þarf aðeins að greiða
afgreiðslugjald. Gagnagjaldið við handvirka af-
greiðslu er hið sama og á Netinu. Það er 10 kr/ha
hvers fullgilds gagnaþema, en fyrir fast- og
hæðarmerkjaþemað greiðast þó aðeins 5 kr/ha
og 2,50 kr/ha fyrir þemað strandlínur-ár-vötn.
Hvert þema reiknast vera 5000 ha að stærð,
þannig að stofnverð flestra þema er 50.000 kr.
Vaxandi afsláttur er af gagnagjöldum, ef menn
taka fleiri en eitt fullgilt þema, allt upp í 45% fyrir
þemu umfram 10, en 15 þemu standa til boða.
Ef heil þemu eru tekin, teljast menn þar með
vera orðnir áskrifendur að þeim og geta eftir það
fengið heildaruppfærslur árlega með því að
greiða 15% áskriftargjald, reiknað af stofnverði
hvers gagnaþema án afsláttar, eða 7500 kr/ári.
Greiðsla gagnagjalds veitir rétt til að fram-
leiða hverskyns afurðir úr gögnunum, en þó ekki
til dreifingar stafrænna gagna til þriðja aðila, t.d.
sem hluta af hugbúnaði. Um það er samið sér-
staklega og hafa þegar verið gerðir nokkrir slíkir
samningar við hugbúnaðarfyrirtæki.
SDE, BORGARSJA OG BORGARVEF-
SJÁ:
SDE er skammstöfun á hugbúnaði frá ESRI,
sem á ensku nefnist Spatial Database Engine
(„staðgagna-safnsvél"). Hlutverk þessa hugbún-
aðar er í stuttu máli sagt að auðvelda samteng-
ingu LUK og almennra gagnagrunna. Nýlega
hafa öll gagnasöfn LUKR verið „sett undir SDE“
og komið fyrir á Oracle-gagnagrunnsmiðlara
Borgarverkfræðings, þar sem fyrir var Erindreki,
sem er upplýsingakerfi Byggingarfulltrúa og
Borgarskipulags, með tengingum við Fasteigna-
skrá og Þjóðskrá. Við það að þessi söfn eru nú
öll undir Oracle og SDE á sama gagnagrunn-
miðlaranum og geymd þar á sama hátt, næst full-
komin samþætting gagnanna og tryggt er að
allir séu ávallt að vinna með sömu gögn og jafn-
framt nýjustu útgáfu þeirra. Nú er hægt að gera
samskonar fyrirspurnir í grafísk gögn og „texta-
gögn“, þar er ekki lengur nein gjá á milli. Allar
landfræðilegar fyrirspurnir geta því farið í gegnum
SDE, sem sækir alltaf nýjustu upplýsingar í söfnin.
Með þessu hafa opnast leiðir til að þróa öflug
Borgarsjá, stöðluð aldursdreifing á völdu svæði.
Landupplýsingakerfi Reykjavíkur
- Úttekt gagna úr LUKR-
Landupplýsmgakerfi Reykjavflcur geymir viðamiklar landfraiðilegar upplýsingar um götur, byggingar, lóðir, hæðalínur, lagnakerfi o.fl. í Reykjavflc. Þessi gögn eru á stafrænu
formi sem notendum gefst kostur á að sækja hér.
Úttekt á DXF gögnum Úttekt á SHAPE gögnum
Úttekt á ArclNFO gögnum Náð í úttekin gögn
Upplýsingar um skráningu I Upplýsingar um gögn LUKR
Tilmæli til hflnnuða!
Hönnuðir sem skila teiknmgum fil Borgarverkfræðings á tölvutæku formi eru vinsamlegast beðnir um að flokka lagheitin samkvæmt flokkunarreglum LUKR/LMÍ. Þessar flokkunarreglur má finna á á vefsíðu
LUKR.
74