AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Qupperneq 51

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Qupperneq 51
þýðir í raun, að það sveitarfélag myndi hafa meira en 60% íbúa á íslandi. Og í því sveitarfélagi myndu búa miðað við mannfjölda á íslandi 1. des- ember 1998 um 168 þúsund manns, en aðeins um 107 þúsund í öllum öðrum sveitarfélögum á íslan- di. Væri nær lagi að kalla ísland borgríki í kjölfar slíkra breytinga. Á hinn bóginn er sjálfsagt að skoða ýmsa aðra valkosti í þessum efnum. Væri t.d. fjarri lagi að sveitarfélögin fjögur sunnan Reykjavíkur skoðuðu sameiningu? Úr því yrði sveitarfélag sem hefði um 50 þúsund íbúa og væri þannig öflugt mótvægi við hina stóru og öflugu höfuðborg. Fleiri hugmyndir mætti skoða, eins og Hafnarfjörð, Garðabæ og Bessastaðahrepp, sem hefði 28 þúsund íbúa, og Kópavog og Mosfellsbæ saman með ámóta fjölda. Fleiri hugmyndir mætti skoða. Það er þó mikilvægt að skoða sameining- arhugmyndir sem þátt í hagræðingu og eflingu viðkomandi svæðis, en ekki bara sameina til að sameina. SAMCONGUMAL f BRENNIDEPLI Þótt svæðisskipulag taki til velflestra þátta daglegs lífs, þá eru samgöngumálin sennilega hvað veigamest, þegar allt kemur til alls. Mikilvægi þess að fólk komist greiðlega og örugglega frá einum stað til annars verður æ mikilvægara í nú- tíma lífsháttum. Málefni flugvallarins í Reykjavík er til dæmis viðfangsefni sem nauðsynlegt er að ræða og skoða frá öllum hliðum, ekki aðeins fyrir íbúa höfuðborgarinnar, heldur allt suðvestur- hornið, allt landið. Er í því samhengi fráleitt að skoða ofan í kjölinn leiðir sem aðrar þjóðir hafa farið vegna samgangna í þéttbýli; þá er átt við lestarsamgöngur, ofanjarðar sem neðan? Er ein- teinungur milli Leifsstöðvar og miðborgar Reykja- víkur út úr korti? Nei, auðvitað ekki. Allar þessar hugmyndir og aðrar á að reifa og ræða í botn. Of oft hafa menn horft of skammt fram í tímann, þegar samgöngumannvirki eru annars vegar. Ég minnist þess, að ýmsir höfðu á orði fyrir minna en tíu árum, þegar Reykjanesbrautin var gerð frá Mjóddinni í Hafnarfjörð, að um hana myndu fáir fara. Reynslan er auðvitað allt önnur og nú eru menn að mæta stóraukinni umferð um þá sam- gönguæð með fjölgun akreina og öðrum endurbótum. í því Ijósi hef ég verið mikill tals- maður þess, að menn legðu í vandaða gerð svo- kallaðs Ofanbyggðarvegar, sem að sunnan, við Straumsvík, sveigði upp fyrir byggð í Hafnarfirði, tengdist niður í Garðabæ við Vífilsstaði, en héldi þó áfram í nánd við núverandi „Flóttamannaveg" framhjá Vífilsstaðavatni, upp á Rjúpnahæð, þar með tengingu niður í Breiðholtið, en héldi áfram um Vatnsenda og allt út á Suðurlandsveg. Og hugsanlega áfram um Hafravatnsleið í Mosfells- bæ - á Vesturlandsveginn. Ég er sannfærður um að með því að beina þungaumferð og hraðari gegnumstreymisumferð um þessa leið myndi létta á samgönguæðum um byggðirnar sunnan Reykjavíkur og innan borgarinnar. UHRÆÐAN MIKILVÆC Umfram allt er þó mikilvægast að umræðan um svæðisskipulagið verði mikil og almenn; ekki eingöngu bundin við sérfræðinga og kjörna fulltrúa og að þar verði hleypt á sprett öllum hugmyndum, góðum og slæmum. Þess vegna er þetta framtak þessa tímarits, - AVS - arkitektúr verktækni skipu- lag - að kalla á almenna umræðu á frumstigi skipulagsvinnunnar til mikillar fyrirmyndar. Um- ræðunni um skipulagsmálin þarf að koma til almennings á frumstigi, því alltof oft vaknar fólk við vondan draum, eða öllu heldur við þann veruleika, að framkvæmdir við skipulag eru að bresta á, þegar fólk áttar sig á veruleika lífsins og vill taka afstöðu. Þá er það stundum of seint. ■ Allhabo Kelley-RT/C 0 0 hliðaropnandi iðnaðarhurð hraðopnandi plasthurð RAYNOR KELLEY • ALLHABO opna þér nyjar leiðir VERKVER Smiðjuvegi 4B • Kópavogi S* 567 6620 • Fax 567 6627 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.