AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Blaðsíða 56

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Blaðsíða 56
útvötnun stefnumiða í meðferð sveitarstjórna á skipulagstillögum eða hitt að sveitarstjórnir setja sig lítið inn í málið fyrir staðfestingu svæðisskipu- lagsins og fara svo fram á breytingar um leið og á reynir. í svæðisskipulagi er snert á fjölmörgum þáttum sem varða umhverfi og lífskjör íbúanna. Þess vegna er mikilvægt að vinnu við gerð svæðis- skipulags sé stjórnað af kjörnum fulltrúum í sveit- arstjórnum frekar en embættismönnum. Framlag tæknimanna sveitarfélaga og annarra embættis- manna er að sjálfsögðu mikilvægt og nauðsynlegt, en stýringin og öll ákvarðanataka þarf að vera í höndum pólitískt kjörinna fulltrúa. Eðli skipulagsáætlana er að þær leysa ekki nema hugsanlega þau vandamál sem samstaða er um að ætla þeim að leysa. Svæðisskipulag hefur takmarkað gildi ef hlutað- eigandi sveitarfélög eru ekki tilbúin til að fram- kvæma það. Stefnan sem mörkuð er í svæðis- skipulagi höfuðborgarsvæðisins og þær ákvarð- anir sem eru teknar eru afdrifaríkar og varða verulega hagsmuni. Það er því sérlega mikilvægt að ákveðið sé fyrirfram hversu langt eigi að ganga í stefnumörkun og að fylgt sé markaðri stefnu. Þegar lokið er við gerð svæðisskipulags, kynn- ingu þess og auglýsingu og það hefur verið samþykkt sendir Skipulagsstofnun það til stað- festingar umhverfisráðherra. Þegar svæðisskipu- lag hefur öðlast gildi verður ekki frá því vikið í ein- stökum sveitarfélögum. Því þarf öllum sveitar- stjórnum að vera Ijóst hvað í raun felst í staðfest- ingunni, hvaða bindingar hún hefur í för með sér og hvaða svigrúm sé til staðar innan ramma stað- fests svæðisskipulags. Sú stefna sem mörkuð er í svæðisskipulaginu þarf að skila sér í aðalskipulagsáætlanir sveitar- félaganna þar sem nánari úrvinnsla og útfærsla á sér stað. Rammi svæðisskipulagsins þarf að vera það rúmur að sveitarfélögin hafi hæfilegt svigrúm innan hans. Að afloknum sveitarstjórnarkosningum meta sveitarstjórnir hvort þörf sé á endurskoðun svæð- isskipulagsins. Meti sveitarfélögin það svo að end- urskoða þurfi svæðisskipulagið fer um málsmeð- ferð eins að um nýtt svæðisskipulag sé að ræða. Leiði áform eins eða fleiri sveitarfélaga til þess að gera þurfi verulegar breytingar á svæðisskipu- laginu fer einnig um málsmeðferð eins og um nýtt skipulag væri að ræða. Minniháttar breytingar er hins vegar hægt að gera án þess að fylgja öllu ferlinu. Svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið verður ekki gert í eitt skipti fyrir öll frekar en fyrir önnur svæði. Á höfuðborgarsvæðinu er sérlega mikilvægt að um virka áætlun sé að ræða þar sem stöðugt er fylgst með framvindu þess og hugsanlegum breyttum forsendum. Ekki er nægjanlegt að hvert sveitarfélag fylgist með þeim breytingum sem verða innan marka þess. Áður en samvinnunefnd- in samþykkir fyrir sitt leyti svæðisskipulag höfuð- borgarsvæðisins þarf að vera búið að ákveða hverjum verði falin varðveisla gagna og umsjón með sívinnslu svæðisskipulagsins. Ef það er ekki gert er hætta á að fyrir þessu nýja svæðisskipu- lagi, sem miklar vonir eru bundnar við, fari eins og fyrri tilraunum. ■ 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.