AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Qupperneq 20

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Qupperneq 20
TILFLUTNINGUR VALDS 06 VERK- EFNA Á undanförnum árum hefur pólitísk umræða einkennst mjög af mikilvægi þess að bæði ríki og sveitarfélög leiti samstarfs um þau verkefni sem ekki verða með góðu mótin hamin innan vébanda þessara stjórnsýslueininga. Samhliða hefur verið lögð aukin áhersla á að flytja völd og verkefni sí- fellt nær vettvangi, þ.e. nær því fólki sem á að njóta þjónustunnar. í þessu tvennu felst engin mótsögn. Valdið hefur einfaldlega verið að flytjast f fAð auki hefur komið í IJós að mörg sveitarfélög hafa ekki burði ein og sér til að takast á við þau verkefni sem verið er að flytja til þeirra.éé í tvær áttir, annars vegar frá ríki og yfir á hinn al- þjóðlega vettvang, hins vegar frá ríki til lægri stjórnsýslustiga, s.s. héraða og sveitarfélaga. Þessi tilflutningur valds og verkefna tengist hinni s.k. alþjóðavæðingu. Menn gera sér æ betur Ijóst að fjölmörg fyrirbæri í efnahagsmálum, viðskipt- um, stjórnmálum og umhverfismálum staðnæmast ekki við þau landamæri sem dregin hafa verið utan um lönd og þjóðir á umliðnum árum og öld- um. Þjóðríkið, sem rammi utan um flestar mann- legar athafnir á tilteknu svæði, stenst ekki með sama hætti og áður. Og af því að mannskepnan er sveigjanleg og aðlagar sig umhverfi sínu um leið og hún skapar það, þá eru þjóðir heims sem óðast að koma sér upp nýjum skipulagsformum til að takast á við nýjan veruleika. Þjóðríkin eru sem óðast að skipuleggja sig í skuldbindandi samstarf þar sem þau framselja nokkuð af fullveldi sínu í þeim tilgangi að geta sameiginlega mótað sína eigin framtíð. Þau hafa ákveðið að vera gerendur en ekki þolendur. Evrópusambandið er án efa órækasti vitnisburðurinn um þessa þróun. HÖFUÐBORGARSVÆOIO ÞARF FRANTfOARSÝN En hvernig kemur þessi þróun höfuðborgar- svæðinu við og svæðisskipulagi þess? Því er til að svara að hún tengist því bæði beint og óbeint. Annars vegar hafa verkefni verið að flytjast frá rík- inu til sveitarfélaganna hér á landi eins og annars staðar í samræmi við þá hugrmynd að ákvarðanir eigi að taka eins nærri vettvangi og kostur er. Á hinn bóginn hafa sveitarfélögin verið að átta sig æ betur á því að mörg verkefni verða illa leyst innan marka eins tiltekins sveitarfélags, vandamál og verkefni virða ekki landamæri sveitarfélaganna fremur en ríkisins. Að auki hefur komið í Ijós að mörg sveitarfélög hafa ekki burði ein og sér til að takast á við þau verkefni sem verið er að flytja til þeirra. Þess vegna hafa sveitarfélög bæði verið að auka samstarf sitt, t.d. með byggðasamlögum, og eins hafa þau verið að sameinast til þess að geta veitt betri og hagkvæmari þjónustu. Þessi þróun hefur hins vegar ekki náð til höfuð- borgarsvæðisins. Þar hafa öll sveitarfélögin í sjálfu sér burði til að takast á við þau rekstrarverk- efni sem þeim hafa verið falin af ríkinu. Það breytir þó ekki því að vandamálin virða engin landamæri og mjög mörg verkefni eru betur leyst í skuldbind- andi samstarfi. Nægir þar að nefna brunavarnir, veitumál, sorpeyðingu, endurvinnslu, almennings- samgöngur, þróun hafna, byggingu sérhæfðra mannvirkja í íþrótta- og menningarmálum, stór- framkvæmdir í umferðarmálum o.fl. Þar við bætist svo að höfuðborgarsvæðið mun eiga í vaxandi samkeppni við útlönd um fólk og fyrirtæki. Höfuðborgarsvæðið er brimbrjótur landsins alls gagnvart útlöndum. Það er í samkeppni við bæi og borgir vestan hafs og austan og þarf að geta boðið upp á góða búsetu og umhverfi, spennandi atvin- nulíf og góða og hagkvæma þjónustu sem svarar þörfum nútímafólks. Svæðið þarf að hafa sameiginlega ímynd og framtíðarsýn sem er líkleg til að höfða til ungs atgervisfólks. Þetta unga fólk sér þetta sem eina borg, eitt höfuðborgarsvæði og kærir sig kollótt um það hvort íbúðin og atvinnan er í hverfi sem heitir Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Grafarvogur, Breiðholt, Þingholt o.s.frv. Sveitarfélagamörkin eru mannanna verk og skipta engan máli nema sveitarstjórnarmenn og kannski örfáar innfæddar eftirlegukindur. Sjálfsmynd fólks tengist átthögum og nánasta umhverfi en ekki stjórnsýslumörkum. VEROUVf AÐ NÝTA SAMEIGINLEG SÖKNARFÆRI í svæðisskipulagi gefst góður kostur á því að hugsa um höfuðborgarsvæðið sem heild. En ef við eigum að hugsa sem heild verðum við að sam- einast um eina framtíðarsýn um ímynd höfuðborg- arsvæðisins. Við verðum að vita í hvernig borg við viljum búa. Við verðum að reyna að átta okkur á því hvernig líklegt er að þróunin verði og hvernig við getum haft áhrif á hana. Þegar við vitum það 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.