AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Blaðsíða 29
Svæðin eru:
I Nesið: Reykjavík vestan Elliðaáa og Seltjarn-
arnes
II Norður: Norðausturhluti Reykjavíkur ásamt
Mosfellsbæ og Kjósarhreppi
III Austur: Austurhlutar Reykjavíkur og Kópavogs
IV Suður: Vesturhluti Kópavogs ásamt Garðabæ,
Bessastaðahreppi og Hafnarfirði
Skipting í undirsvæði hefur það að markmiði að
skapa yfirlit yfir framtíðarþróun á höfuðborgar-
svæðinu án þess að binda sig um of við núverandi
mörk sveitarfélaga. Undirsvæðin afmarka því
svæði þar sem byggðarþróunin tengist sameigin-
legri þjónustu, stærri vegamannvirkjum og val-
kostum í almenningssamgöngum. Skiptingin hent-
ar vel þegar bera skal saman mismunandi
uppbyggingu til norðurs, austurs og suðurs. Eitt af
áðurnefndum markmiðum er að ná fram jafnvægi
á milli fjölda íbúa og starfa innan hvers undirsvæð-
is fyrir sig.
Breyting á fólksfjölda og íbúðaþróun 1997 -
2020
Á grundvelli fyrirliggjandi fólksfjöldaspár er gert
ráð fyrir heildarfjölgun sem nemur 56.000 íbúum
og að íbúafjöldinn verði alls 220.000 árið 2020.
Þetta svarar til árlegrar fjölgunar um 2.800 íbúa
sem að verulegu leyti er til komin vegna aðflutn-
inga frá landsbyggðinni. Þessi þróun er hluti af
stærra samhengi sem einnig þarf að fjalla um á
öðrum vettvangi. Samkvæmt fólksfjöldaspánni
stefnir í að íbúar á höfuðborgarsvæðinu verði
tæplega 70% af fólksfjölda á öllu landinu árið
2020.
Meðalstærð heimilis hefur minnkað á síðari
árum og gert er ráð fyrir að þessi breyting haldi
áfram. Helsta ástæðan er breytt aldurssamsetn-
ing með fleiri öldruðum, færri börnum og að fleiri
flytja ungir úr foreldrahúsum. Á grundvelli þróu-
narinnar hingað til er gert ráð fyrir að heimilis-
stærðin minnki úr um 2,63 íbúum á íbúð árið 1997
í um 2,3 árið 2020 að rmeðaltali sem gerir að
verkum að byggja þarf íbúðir fyrir 16.000 manns til
viðbótar við áætlaða fólksfjölgun.
ÁTTA TILLOCUR
Eins og áður segir voru í júní lögð fram drög að
nokkrum svæðisskipulagstillögum. Um var að
ræða tillögur byggðar á þematillögunum sem
lagðar voru fram í febrúar og sem unnið hafði
verið að m.a. með hliðsjón af umfjöllum sveitar-
félaganna. Tillögurnar voru átta talsins og fjölluðu
um valkosti byggðarþróunar á svæðinu. Út frá
forsendum sem raktar eru í greinargerð með tillö-
gunum er landþörf til ársins 2020 reiknuð út og
áhrif mismunandi þróunarkosta skoðuð og þeir
bornir saman.
Einnig er reynt að varpa Ijósi á miðbæjarstarf-
semi á svæðinu og hvernig henni yrði sem best
fyrir komið.
Eftirtaldar tillögur voru til umfjöllunar:
A1 Einn miðbæjarkjarni með þróun byggðar til
suðurs
A2 Einn miðbæjarkjarni með þróun byggðar til
norðurs
B1 Tveir miðbæjarkjarnar með þróun byggðar til
suðurs
B2 Tveir miðbæjarkjarnar með þróun byggðar til
norðurs
C1 Fjölkjarna svæði með þróun byggðar til
suðurs
C2 Fjölkjarna svæði með þróun byggðar til
norðurs
D Þétting núverandi byggðar
E Dreifð þróun byggðar til norðurs, suðurs og
austurs
Reynt var að meta tillögurnar eftir matsatriðum
sem byggja á þeim rekstrarlegu markmiðum sem
áður var getið um.
Ekki verður fjallað frekar um tillögurnar hér en
vísað á heimasíðu svæðisskipulagsins á eftir-
farandi netfangi: www.svaedisskipulag.ssh.is þar
sem ítarlega er gerð grein fyrir tillögunum.
NÁLÞING
Málþing um framtíðarsýn fyrir höfuðborgar-
svæðið var haldið 2. júní þar sem fjallað var um
málefnið: „Af hverju á höfuðborgarsvæðið að lifa á
næstu öld.“ Unnið var í hópum að ýmsum málefn-
um og leiddi málþingið til þess að haldin var opin
ráðstefna í byrjun nóvember undir heitinu: Lífsskil-
yrði og atvinnuhættir á höfuðborgarsvæðinu á
næstu öld - hvert stefnir.
í júníbyrjun var einnig lögð fram skýrsla um
hafnir á höfuðborgarsvæðinu. Þar var lagt til að
meiri samvinna yrði viðhöfð milli hafna og hafnar-
svæða á höfuðborgarsvæðinu og einnig var kom-
ist að þeirri niðurstöðu að ekki væri þörf á jafn
miklu svæði fyrir hafnaraðstöðu í Geldinganesi og
gert væri ráð fyrir í núverandi aðalskipulagi
Reykjavíkurborgar. Skýrslan hefur verið til umfjöll-
27