AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Blaðsíða 72
Menntamálaráðuneytið hefur lagt safninu til gott
geymsluhúsnæði í Garðabæ þannig að hefjast má
handa um söfnun muna og skrásetningu.
NÝ SÓKNARFÆRI FYRIR ÍSLENSKA
HÖNNUN
Það má líklega segja sem svo að mis-byrlega hafi
blásið fyrir íslenskri hönnun undanfarna áratugi.
Ekki verður sveiflum efnahagslífsins alltaf kennt
um þann óstöðugleika sem einkennt hefur fram-
vindu þessara mála. Ákveðið andvaraleysi hefur
einnig ríkt og mega trúlega allir sem málið varðar
taka sinn hluta ábyrgðar, hönnuðir og samtök
þeirra, framleiðendur en tregða þeirra til að horfast
í augu við kjarna þeirrar hugmyndafræði sem góð
hönnun byggist á hefur alltof oft gert annars góð-
an ásetning þeirra að tímabundnum átökum og
síðan ákveðið andvaraleysi stjórnvalda í áraraðir
að styðja við bakið á framsækinni hönnunar-
stefnu.
Margt bendir til þess að nú sé færi að þoka mál-
um eitthvað á leið. Má þá fyrst nefna Stofnun
Listaháskóla íslands, þar sem fram er settur af
fullri einurð sá ásetningur að hefja kennslu á iðn-
hönnunarsviði og skerpa línur hvað varðar þá list-
hönnunarkennslu sem þegar er fyrir og hönn-
unarsafn er nátengt og nauðsynlegt tæki slíkri
fræðslu. Forsætisráðuneytið hefur á síðustu árum
stutt dyggilega við handverksverkefni á þess veg-
um og með því haft veruleg áhrif til að bæta hönn-
un sem einkum er ætluð fyrir ferðamannaiðnað-
inn. Slík viðleitni mætti að skaðlausu rata inn á
fleiri svið hönnunar.
Ekki skal gleyma þeirri velgengni sem íslenskir
hönnuðir hafa átt að fagna erlendis. Kringum-
stæður hafa í raun neytt suma þeirra til að leita
fyrir sér hjá erlendum framleiðendum og hefur það
í mörgum tilfellum leitt til góðrar samvinnu og
eftirtektarverðs árangurs. íslensk hönnun, þegar
hún er hvað best, stendur fyrir sínu. Allt þetta er
hvatning í umræðu dagsins.
BJARTSYNI VW ALDAHVÖRF
Það er vonandi tímanna tákn að nú um aldamót
eignast ísland stofnun er, ásamt mörgum öðrum,
geti lagt lóð á vogarskálar til að efla framsækna
hönnun er stuðlað geti að framförum í iðnaði og
mótun umhverfis í stóru sem smáu auk þess að
hvetja til framleiðslu vandaðra nytjahluta hvers-
dagsins, góðrar listhönnunar og iðnhönnunar.
Hönnunarsafn er fyrst og fremst kennslutæki,
sögubók form-menntar. ■
FORMFEGUKÐ
fra BERKER
Vatnagörðum 10 - Sími 568 5854 - Fax 568 9974