AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Blaðsíða 80

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Blaðsíða 80
IHNRA SKIPULAG Aðalinngangur er á austurhlið hússins og ein- kennist af stálskyggni sem hangir yfir inngang- inum með innfelldri lýsingu. Þar er komið inn í móttöku og sýningarrými þar sem viðskiptavinur- inn getur sest niður og fengið sér kaffi, skoðað HUGMYNDAFRÆÐI Að sjálfsögðu mótast öll verkefni af þeim for- sendum sem lagðar eru til grundvallar af verk- kaupa. Stundum geta þær fjötrað mann, en oftast eru þeir fjötrar heimatilbúnir vegna ólíkra hug- mynda hönnuðar og verkkaupa. En ef hægt er að leysa þessa fjötra og nota for- sendurnar sem ramma þá rúmast þar oftast heilmikið frelsi til að gera ýmislegt spennandi. Það sem var sérstaklega skemmtilegt við þetta verkefni var að fá að vera með puttana í verkinu frá upphafi og fá þannig dýpri tilfinningu fyrir því. Fljótlega eða á frumhönnunarstigi varð heildar- myndin mér skýr, sem auðveldaði framhaldið; ég þurfti einfaldlega að fylla út í þá mynd sem ég sá fyrir mér. Ögun og einfaldleiki sem einkennir japanska hönnun hefur alla tíð heillað mig og án efa haft mikil áhrif á mig sem hönnuð. Þar mynda gjarnan einföld form, áferð og efnisval sterka heild. Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti skrauti, en er þeirrar skoðunar að falleg form og gott samspil milli efna og áferða séu nægilegt skraut í sjálfum sér. Ég hef alltaf haft tilhneigingu til að einfalda formin, ein- falda plönin, etja saman andstæðum efnum og lit- um, þó þannig að bygging og innra umhverfi sé í jafnvægi. Þannig finnst mér ég ná fram sterkari upplifun. Sem dæmi nota ég mikið rennihurðir í þessu verkefni, þannig verður dyraopið hreint; bara gat á steinsteyptum vegg, þ.e.a.s. engir karmar, hurð- in verður óháð veggnum og þannig skapast sterk- ari andstæður en ella. Að hanna rými, sem á að þjóna bæði starfsfólki og viðskiptavinum, en jafnframt vera rammi um hönnunarbækur og tímarit sem fjalla um garða og byggingar eða virt fyrir sér framleiðsluvörur fyrir- tækisins á veggjum eða með hjálp tölvu og / eða sjónvarps. Stór gluggi á suðurgafli veit út að trjá- lundinum og gefur náttúrunni hlutdeild í innra skipulagi hússins. Hægt er að ganga um tvennar dyr, hvorar sínu megin við gluggann, út á verönd, en á góðviðris- dögum er hægt að sitja þar og virða fyrir sér lund- inn. Á þessum gafli er stórt skyggni til að minnka sólarálag og veita skjól fyrir regni. Aðstaða er fyrir 5 -6 sölumenn á opnu svæði, auk tveggja lokaðra skrifstofa, fundaherbergis, prentara- og Ijósritunar- herbergis, salernis, starfsmannainngangs, ræst- ingar og kaffistofu. Beint aðgengi er úr skrifstofum að fundaherberginu sem staðsett er á milli þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.