AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Page 80

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Page 80
IHNRA SKIPULAG Aðalinngangur er á austurhlið hússins og ein- kennist af stálskyggni sem hangir yfir inngang- inum með innfelldri lýsingu. Þar er komið inn í móttöku og sýningarrými þar sem viðskiptavinur- inn getur sest niður og fengið sér kaffi, skoðað HUGMYNDAFRÆÐI Að sjálfsögðu mótast öll verkefni af þeim for- sendum sem lagðar eru til grundvallar af verk- kaupa. Stundum geta þær fjötrað mann, en oftast eru þeir fjötrar heimatilbúnir vegna ólíkra hug- mynda hönnuðar og verkkaupa. En ef hægt er að leysa þessa fjötra og nota for- sendurnar sem ramma þá rúmast þar oftast heilmikið frelsi til að gera ýmislegt spennandi. Það sem var sérstaklega skemmtilegt við þetta verkefni var að fá að vera með puttana í verkinu frá upphafi og fá þannig dýpri tilfinningu fyrir því. Fljótlega eða á frumhönnunarstigi varð heildar- myndin mér skýr, sem auðveldaði framhaldið; ég þurfti einfaldlega að fylla út í þá mynd sem ég sá fyrir mér. Ögun og einfaldleiki sem einkennir japanska hönnun hefur alla tíð heillað mig og án efa haft mikil áhrif á mig sem hönnuð. Þar mynda gjarnan einföld form, áferð og efnisval sterka heild. Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti skrauti, en er þeirrar skoðunar að falleg form og gott samspil milli efna og áferða séu nægilegt skraut í sjálfum sér. Ég hef alltaf haft tilhneigingu til að einfalda formin, ein- falda plönin, etja saman andstæðum efnum og lit- um, þó þannig að bygging og innra umhverfi sé í jafnvægi. Þannig finnst mér ég ná fram sterkari upplifun. Sem dæmi nota ég mikið rennihurðir í þessu verkefni, þannig verður dyraopið hreint; bara gat á steinsteyptum vegg, þ.e.a.s. engir karmar, hurð- in verður óháð veggnum og þannig skapast sterk- ari andstæður en ella. Að hanna rými, sem á að þjóna bæði starfsfólki og viðskiptavinum, en jafnframt vera rammi um hönnunarbækur og tímarit sem fjalla um garða og byggingar eða virt fyrir sér framleiðsluvörur fyrir- tækisins á veggjum eða með hjálp tölvu og / eða sjónvarps. Stór gluggi á suðurgafli veit út að trjá- lundinum og gefur náttúrunni hlutdeild í innra skipulagi hússins. Hægt er að ganga um tvennar dyr, hvorar sínu megin við gluggann, út á verönd, en á góðviðris- dögum er hægt að sitja þar og virða fyrir sér lund- inn. Á þessum gafli er stórt skyggni til að minnka sólarálag og veita skjól fyrir regni. Aðstaða er fyrir 5 -6 sölumenn á opnu svæði, auk tveggja lokaðra skrifstofa, fundaherbergis, prentara- og Ijósritunar- herbergis, salernis, starfsmannainngangs, ræst- ingar og kaffistofu. Beint aðgengi er úr skrifstofum að fundaherberginu sem staðsett er á milli þeirra.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.