AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Blaðsíða 19

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Blaðsíða 19
RÆKTUN SAnSTARF en ekki sundurlyndd Svæðisskipulag fyrir höfuðborgar- svæðið sem byggist á sameiginlegri framtíðarsýn sveitarfélaganna og tekur til þátta eins og þróunar byggðar og atvinnu, landnotkunar, samgöngumála og umhverfismála, er forsenda skyn- samlegrar og hagkvæmrar uppbyggingar höfuð- borgarsvæðisins. Slíkt skipulag felur í sér stefnu- mótun til framtíðar af hálfu þeirra sem búa og starfa á svæðinu og segir til um í hvernig sam- félagi þeir vilja lifa. Með skipulaginu vilja sveitar- félögin freista þess að sjá framtíðarþróunina fyrir, bregðast við henni í tíma og stjórna þannig för og aðstæðum en láta ekki stjórnast af stað- og tíma- bundnum sviptivindum. Til þess að þetta megi takast verða sveitarfélög- in að fylgja skipulaginu eftir, gangast undir þær skuldbindingar sem því fylgja og rækta samstarf sitt en ekki sundurlyndi. Þetta er hægara um að tala en í að komast, ekki síst þegar þess er gætt að á svæðinu hefur þróast átakahefð. Það er öðru fremur tvennt sem veldur þessu. Annars vegar sú staðreynd að í gegnum Reykjavík liggur pólitísk víglína og önnur sveitarfélög á svæðinu hafa gjarnan stillt sér upp öðru hvorum megin hennar. Oft hefur staðan verið sú að hinn pólitíski meiri- hluti í Reykjavík hefur verið annar en í stærstu ná- grannasveitarfélögunum, þ.e. Kópavogi og Hafn- arfirði. Pólitísk átök lita því samstarfið og ekki bætir úr skák þegar ríkisstjórnin blandar sér í þau átök, beint eða óbeint. Hins vegar veldur stærðar- munur miklu og þá sameinast sveitarfélögin á svæðinu gegn því sem þeim finnst vera hofmóður Reykjavíkur en Reykjavík fyrir sitt leyti reynir að verjast því sem henni finnst vera kröfuharka og tilætlunarsemi hinna. Samkeppnin hefur m.a. leitt til þess að hvert og eitt sveitarfélag skipuleggur sig sem eyland, þar sem landnotkun og lóðaframboð er skipulagt án tillits til þess sem er að gerast í nágrannasveitar- félögunum og reynt er að tryggja fullt þjónustu- framboð á öllum sviðum. Þetta hefur skapað eyð- ur í skipulagi og komið í veg fyrir hagkvæmustu niðurstöðu fyrir svæðið í heild. Það vantar sam- starf og skipulag þar sem hver og einn leitast við að nýta sínar sterku hliðar, en forðast að glíma við viðfangsefni sem eru betur leyst af öðrum eða í samstarfi. Svona hefur þetta verið en það er ekki þar með sagt að svona þurfi þetta að vera. Allt hefur sinn tíma. 17 INGIBJORG SOLRUN GISLADOTTIR, BORGARSTJORI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.