AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Page 24

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Page 24
Guðmundur Gunnarsson, formaður SAMTÖK ALDRAÐRA Aflagrandi. Arkitektar / Architects: Árni Friðriksson, Páll Gunnlaugsson, Valdimar Harðarson. Samtök aldraðra voru stofnuð árið 1973 og hafa starfað í 30 ár en helsta markmið þeirra hefur verið og er að byggja hentugt og hagkvæmt húsnæði fyrir aldraða. Fyrst eftir að Samtökin voru stofn- uð fór mesti kraftur félagsmanna í að móta starfið og vinna þeirri hugmynd fylgi að aldraðir gætu og ættu sjálfir að hafa frumkvæð- ið að því að skipuleggja og láta byggja húsnæði er hentaði þeim á efri árum ævinnar. Félagar verða að vera orðnir 50 ára til að gerast félagar en 60 ára til að fá íbúðir en fólk sem hefur náð 67 ára aldri gengurfyrir. Árið 1981 varstofn- að byggingarsamvinnufélagið Samtök aldraðra. Var þegar hafist handa við að leita fyrir sér að lóð- um og tryggja fjármagn til að byggja íbúðir fyrir aldraða. Árið 1982 fengu Samtökin sína fyrstu lóð, síðan hafa verið byggðar 300 íbúðir í tíu fjölbýlishúsum í Reykja- vík: 60 íbúðir við Aflagranda 40, í Bólstaðarhlíð 41 eru 33 íbúðir en í Bólstaðarhlíð 45 eru íbúðirnar 32. Við Dalbraut eru fjögur fjölbýlishús sem byggð hafa verið af Samtök- unum. Nýjasta byggingin er núm- er 14 og verður afhent eigendum sínum upp úr miðjum september 2003 en íbúðir í því húsi eru 27, þar af ein húsvarðaríbúð. Næstyngsta húsið er númer 16, það var afhent eigndum sínum árið 1999. í því húsi eru 22 íbúðir. Dalbraut 18 og 20 eru sambyggð hús þar sem númer 18 er með 20 íbúðum en í Dalbraut 20 eru 27 íbúðir. Sléttuvegur 11 og 13 eru sambyggð hús þar sem samtals er 51 íbúð. Reykjavíkurborg hefur reist þjónustumiðstöðvar við hús félagsins sem eru til hagræðis fyrir íbúa sem geta fyrirhafnarlítið sótt þangað þjónustu. Boðið er uppá heitan mat í hádegi alla virka daga og síðdegiskaffi. Boðið er uppá tómstundastarf undir leiðsögn leiðbeinenda, m.a. málun, sauma, dans o.fl. Spilaklúbbar eru í nærri hverju húsi og venjulega spilað bingó einu sinni í viku. Yfirleitt er það eindreginn vilji aldr- aðra að búa eins lengi og kostur er (eigin húsnæði. En eitt af meg- inmarkmiðum Samtakanna er að gera eldra fólki kleift að fá hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði. All- ar íbúðirnar eru þannig hannaðar að uppfylla öll ákvæði reglugerðar um íbúðarbyggingar fyrir aldraða t.d. þannig að eldra fólk kemst um þær í hjólastól og/eða ef það er með göngugrindur og öll að- koma að húsunum og íbúðunum er mjög greið. Brunavarnir eru góðar og húsin viðhaldslítil. Með byggingu þessara íbúða hef- ur létt verulega á þeirri þjónustu sem ríki og borg er ætlað að veita öldruðu fólki, en meðalaldur þeirra sem búa í þessum húsum er næstum sá sami og þeirra sem búa á dvalarheimilum aldraðra eða í kringum 83,5 ár en elstu íbúar eru 100 ára. Byggingar þessar eru ekki byggðar í hagn- aðarskyni. íbúðarverð er hagstætt hjá félaginu þegar miðað er við markaðsverð. Meginstarf Sam- taka aldraðra er sjálboðastarf, fé- lagsgjöldum er stillt í hóf og allur kostnaður við skrifstofuna er í lág- 22

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.