AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Page 28

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Page 28
Jón Kristinsson, arkitekt Öldrunarheimili í Hollandi Lág bygging fyrir 90 íbúa á öldrunardeid fyrir geðheimilin Brinkgreven í Deventer og St. Joseph í Apeldoorn. Það andrúmsloft sem ríkir á öldrunarheimili er oft óþægilegt fyrir gesti og mjjög sennilega einnig fyrir þá sem þar búa. Á árunum 1983 og 1987 þegar umrædd tvö öldrunarheimili voru hönnuð og byggð eftir sömu teikn- ingu var það venja í Hollandi að hafa lokaðar sjúkradeildir fyrir 15 íbúa. Þá var ekki óalgengt að sjá vistmenn vera að rjátla við útidyrahurðina til þess að reyna að komast út. Sá gólfflötur sem Heilþrigðisráðuneytið heimilaði fyrir svona deild var of lítill til þess að fólk gæti hreyft sig nokkuð að ráði og starfsfólkið hafði varla samskipti við kollega sína utan eigin deildar. Á næturvakt var einn geðhjúkrunarstarfsmaður fyrir 15 vistmenn. Þrátt fyrir að þessi vistheimili hafi sama fyrirkomulag er lífsferill vistmanna mjög ólíkur. Á Brinkgreven búa aldr- aðir, geðveikir, með lítið samband við fjölskyldur sínar. Á St. Joseph búa bilaðir, aldraðir, sem fá heimsóknir barna og barnabarna. Eftir 20 ára notkun er nú verið að endurbyggja bæði þessi öldrunarheimili samkvæmt nýrri hollenskri reglugerð. Hver íbúi á nú rétt á eigin herbergi með eigin hreinlætisherbergi með vaski, sturtu og salerni. Sú teikning sem fylgir þessari grein byggist á tveimur L-laga dvalardeildum, spegluðum, fyrir tvisvar sinnum 15 íbúa. Deildirnar hafa sameiginlega sjúkravakt og matseld. Þannig eru sex deildir með sameiginlegan miðgarð (patio) og þrjár sjúkravaktir. Hver sjúkravakt hefur í senn eftirlit með fjórum göngum. íbúunum er frjálst að ganga innan dyra og um aflokaða garða. Aðrir hafa meira frjálsræði. Flestir ganga hringinn íkringum miðgarð- inn og bæði eyða orku og upplifa eitthvað skemmtilegt á þessu „ferðalagi". Allir deiidargangar hafa setukrók sem endastöð og eru útidyr inndregnar og lítið áberandí. Einn ferhyrningurinn í þessum þrefalda krossi hýsir sameiginlega gestamóttöku, deildarstarfsemi: lækni, hár- greiðslustofu, tónlistarherbergi, sjónvarp, skrifstofu og aðstöðu til tómstundavinnu o.þ.h. Fæstir þessara 90 íbúa eru á ferli frá því snemma að morgni fram á kvöld. Þegar þeir eru komnir á ról hafna þeir oftast í morgun- kaffi á tómstundaaðstöðunni. Þetta opna gangakerfi hefur einn ósýnilegan kost sem er sá að svefnlyf þarf varla að gefa nokkrum vistmanni. Starfsfólk þekkir hvort annað og einnig flesta vistmenn sem í síðustu reglu- gerð eru ekki kallaðir vistmenn heldur viðskiptavinir (kaupendur). Fyrir matmálstíma eru vistmenn leiddir, hver til sinnar deildar. 26 j

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.