AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Side 33

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Side 33
„Skartgripir eiga að höfða til skynjunarinnar og hjartans. Þeir eiga að enduróma tilfinningar okk- ar. Ekkert okkar er fullkomið. Þannig eru skartgripir einnig. Fullkominn skartgripur skapar fjar- lægð og tilfinning okkar um feg- urð veikist." Svo mælir Liv Blávarp, norskur skartgripahönnuður sem setti upp glæsilega sýningu í Norræna hús- inu í ágúst-október. Liv sem er menntaður málmsmiður og skartgripahönnuður, kemur úr fjöl- skyldu húsgagnahönnuða og byrjaði snemma að fást við að smíða úr tré. Hún notar fjölbreyti- legustu viðartegundir i skartið og fellir gjarnan horn og bein inn í heildarformið. Litirnir eru stundum skarpir, stundum mjúkir. Hún nær fram litbrigðum og áferð sem er þannig að mann langar til þess að snerta. Persónulegt, Ijóðrænt, tónlistarlegt og myndlistarlegt - náttúrlegt. Hálsfesti eða kragi Gripirnir eru hannaðir til þess að snerta þá, en eru þó einnig sjálf- stæð form, skúlptúrar sem lúta sínum eigin lögmálum, fagrir, hvar sem á þá er litið. Að utan sterk heilsteypt form sem eru búin til úr ótal smáum einingum sem elta hver aðra, sveigjast og bylgjast. Samsetningar og læsingar eru úr málmi sem hulinn er augum áhorfanda. Víða gefur að líta ein- staklega vel heppnaða tækni- lausn, verkfræðilega heillandi. Liv talar um verk sín eins og tónskáld og spyr spurninga. Breytileg form, vatn er alltaf vatn, en hvaða form hefur vatnið? Hvaða form hefur líkaminn? Form taka breytingum með hreyfingum.Hún dregur upp myndrænar minningar úr upp- vextinum: Fyrsta reynsla mín af að vinna með dýrt efni. Já, ég man vel eftir þér fr. Western. Hún stillir upp sögulegum tengingum. Hats- hepsut, egypski kven-faraóinn sem með eigin hendi setti tvær kórónur á höfuð sér. Hatshepsut er hjartfólgin Liv. Verk Liv bera nöfn með skírskot- un í sögu og náttúru: Hálsmen fyrir Jóhönnu af Örk, Cesaria, Venus, Buffaló og fugl. Þau eru öll unnin í tré eins og áður sagði og má þar nefna viðartegundir eins og hlyn, birki, mahogny og brún- spón. Brúnspónn eða puchenholz er eldri íslendingum að góðu kunnur, enda notaður í hrífutinda áður en nýrri efni leystu viðinn af hölmi. Viðurinn, sem er einn harðasti viður í heimi, erí dag einkum notaður í fínustu útskurð- arhluti, og er áberandi í nýjasta verki Liv. Skilin á milli menningarheima, lista, handverks og hönnunar fléttast saman í verkum Liv Blávarp og þau eru einstök. Bylgj- ur, þéttur rythmi, sveigja, mýkt. Skartgripir hennar tjá þetta allt. ■ Verkin í Norræna húsinu eru öll í eigu Bandaríkjamanna, utan eitt sem er í eigu Noregsdrottningar. 31

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.