AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Page 38

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Page 38
VÉLVÍK Tópas skammtari. Kynning Fyrirtækið Vélvík hefur verið starf- rækt frá 1988 sem málmrenni- verkstæði, upphaflega með einum starfsmanni. í dag eru starfs- mennirnir 14 og fyrirtækið býður upp á fjölþátta hátækniþjónustu með hönnun og allt að fjögurra ása teikni- og mótavinnslu. Það sem er áhugavert fyrir iðn- hönnuði og þróunarfyrirtæki er, að Vélvík getur tekið form úr hand- mótuðu efni og snúið því yfir í tölvutækt form og síðan fræst mótið í málmi eða MDF til frekari skoðunar og prófana áður en haf- in er framleiðsla. Sprautusteipumót. Tvær leiðir eru notaðar í þeim til- gangi. Annarsvegar er mótívinu stillt upp í þriggja ása mælivél sem les punkta eftir fyrirfram ákveðnum ferli. Stærð mótívsins getur verið 510x960x560mm. Hinsvegar hafa þeir handstýrðan arm sem les punkta úr mótívinu. Upplýsingarnar sem safnað er eru síðan sendar í CAD þrívíddarforrit og þar má gera breytingar og/eða viðbætur ef vill. Að lokum er teikningin send í CAM þrívíddar- forrit og þaðan í fræsibúnað, allt að fjögurra ása, sem sker endan- legt form út með fullri nákvæmni. Spurningar Hvernig kom til að Vélvík hóf að innleiða slíka hátækni í málmiðn- aði? Daniel Guðmundsson: „Við leggj- um mikla áherslu á fínsmíði og nákvæmnisvinnu og leitumst þarafleiðandi við að vera eins vel útbúnir fyrir hverskonar verkefni sem okkur berast og unnt er. Við höfum metnað til að leysa flókin verkefni á sem bestan hátt og lá þá beint við að fara þessa leið. 36

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.