AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Síða 41

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Síða 41
Með því að arkitektúr okkar er trúr þessari upprunalegu hugmynd er í raun um að ræða frumsköpun rýma og rýmisstemmninga sem rekja má til sögu byggingarlistar- innar. Skandinavískur arkitektúr er mikilvægur áhrifavaldur í starfi okkar. Við dáðumst að því hvern- ig Lewerentz, Anshelm og Celsing gengu frá fúgum. Nútímalegar byggingar sem virðast vera sjálf- sagður hluti af hinu manngerða umhverfi, þetta er markmið arki- tektúrs okkar. Á tímum þegar gervirými hafa í vaxandi mæli áhrif á upplifun mannsins á arkitektúr viljum við að byggingar okkar séu skýrt tákn um hinn upprunalega kraft sem felst í nærveru hins raunverulega rýmis, snertingunni, stemmningu Ijóss og lita og áþreifanleikanum. Við reynum að mæta staðlausri rýmd ímyndaðra gerviheima með því að móta raunverulega staði. Byggingar okkar glatast ekki í staðlaðri nafnleysu og það er ekki hægt að hafa skipti á þeim eða koma þeim fyrir eftir geðþótta. Byggingar okkar skapa staði. Og þessir staðir eru ekki einhverjir óhlutbundnir „sites" heldur eru þeir ætíð felldir inn í tiltekið sam- hengi. Hvort sem um er að ræða miðborg eða opið landslag þá leitast arkitektúr okkar við að takast á við auðkenni samhengis- ins og kemur aldrei fram sjálf- hverfur eða óháður. ■ 39 Ljósmyndir / photos: Roland Halbe

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.