AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Page 63

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Page 63
Valin verk - Dominique Perrault París er á óvenjulegum stað, í ný- legri byggingu sem hann sjálfur teiknaði, L'Hötel Industriel Berlier. Hún stendur á einskis manns landi, eyju inn á milli tveggja akreina hraðbrautarinnar sem um- lykur miðhluta borgarinnar. Hús- næðið nýtur útsýnis yfir suðaust- urhluta borgarinnar, þar þjóta bílar hjá á öllum tímum sólarhrings og umhverfis eru gamlar verksmiðju- lóðir sem óðum er verið að breyta í nýbyggingarsvæði. Þetta hráa umhverfi í jaðri hinnar sögufrægu borgar býr yfir mögnuðum sköp- unarkrafti og eftir heimsókn þang- að sannfærist maður um að heppilegri staðsetning fyrir fram- sækna teiknistofu sé vandfundin. Skammt þar frá, við bakka Signu, blasir við Þjóðarbókhlaða Perraults, nýjasta viðbótin í hóp hinna stóru minnisvarða Parísar. ■ Dominique Perrautt. Neðanjarðarhús, Bretagne, 1993. Ljósm. Georges Fessy./ Dominique Perrault. Sub-terrean house, Bretagne, 1993. Photo. Georges Fessy. 61

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.