Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 FRÉTTIR OG VINNUM ÚR ÞEIM LAUSNIR TÖKUM AÐ OKKUR VERKEFNI VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is Drög að þingsályktunartillögu um matvælastefnu til ársins 2040 voru sett í samráðsgátt stjórnvalda 10. febrúar til umsagnar. Þar er stefnunni lýst þannig að henni sé ætlað að vera leiðandi í ákvarðanatöku til að stuðla að aukinni verðmætasköpun í matvælaframleiðslu hér á landi, tryggja fæðu- og matvælaöryggi og auka velferð fólks í sátt við umhverfi og náttúru. Drög stefnunnar voru kynnt á Matvælaþingi í Hörpu 22. nóvember. Þar voru fengnir aðilar úr margvíslegum áttum til að ræða og gagnrýna stefnuna í heild sinni, auk þess sem opið var fyrir spurningar almennings. Umræður á Matvælaþingi voru svo hafðar að leiðarljósi við yfirferð stefnunnar auk athugasemda sem komu fram eftir Matvælaþing. Hægt er að veita umsagnir um stefnuna til föstudagsins 24. febrúar. /smh Matvælastefna til umsagnar í samráðsgátt Svandís Svavarsdóttir matvæla- ráðherra. Mynd / Gunnar Vigfússon Matís: Greining á næringargildi og nýtingarhlutfalli lambakjöts – Margir aðilar munu hafa hag af nýjum og nákvæmum gögnum Hjá Matís er nú unnið að því að greina nákvæmlega næringargildi og nýtingarhlutfall lambakjöts og aukaafurða lambaskrokka. Með þeim upplýsingum sem fást úr verkefninu verður öllum þeim aðilum sem starfa við framleiðslu og sölu sauðfjárafurða færð nákvæm gögn sem eiga að geta bætt kostnaðar- og framlegðarútreikninga við úrvinnslu og mat á afurðaverði. Starfsmenn Matís, þeir Óli Þór Hilmarsson og Ólafur Reykdal, vinna meðal annarra að verkefninu sem er unnið fyrir Icelandic lamb með stuðningi Matvælasjóðs. „Innihaldið í algengustu kjötmatsflokkum lambakjöts er kannað með nákvæmnisúrbeiningu en með henni fáum við hlutfall kjöts, fitu, beina og sina í hverjum parti fyrir sig. Eftir nákvæmnisúrbeiningu er ætum hluta, kjöti og fitu, blandað saman og það efnagreint. Með þeirri mælingu fáum við nákvæmt næringargildi hvers parts fyrir sig. Þetta eru ómetanlegar upplýsingar fyrir alla þá sem eru að sýsla með kjöt, hvort heldur á innanlandsmarkaði eða til útflutnings,“ segir Óli Þór. Umfangsmikið verkefni Óli Þór segir að umfang verkefnisins sé mikið. „Síðastliðið haust var farið þrisvar í sláturhús; fagsviðsstjóri kjötmats hjá Matvælastofnun valdi níu skrokka í hverjum matsflokki, sem alls eru sjö og ná yfir um 90 prósent framleiðslunnar. Helmingur allra skrokka, sem eru alls 63, fóru í þessa nákvæmnisúrbeiningu. Valdar afurðir, við getum kallað það bestu nýtingu, úr pörtum úr hinum helmingi skrokksins eru síðan myndaðir og þeir úrbeinaðir og mældir með sama hætti. Sem sagt annars vegar fáum við upplýsingar um samsetningu nánast allra framleiðsluflokka og hins vegar sömu upplýsingar um tilteknar afurðir sem tímabært var að uppfæra. Í þessu verkefni var innyflum líka safnað saman í sláturhúsunum og verða þau efnagreind með sama hætti. Þar á meðal eru afurðir sem litlar sem engar upplýsingar voru til um,“ segir Óli Þór. Gögnin gagnast mörgum Ólafur Reykdal segir að verka- skipting þeirra sé með þeim hætti að Óli Þór sé sérfræðingurinn í kjötinu og nýtingarhluta þess – án hans væri ekki hægt að vinna þetta verkefni. Hans þáttur felist í skriftum og uppgjörsvinnu við gögnin. „Verkefninu lýkur formlega í haust en Óli Þór er þegar búinn með umtalsverðan hluta af nákvæmisúrbeiningu. Það má því ætla að öll gögn verði aðgengileg í sumar. Með því að leggja fram gögn sem verða til í verkefninu er öllum afurðastöðvum í sauðfjárslátrun, úrvinnslufyrirtækjum, nýsköpunar- fyrirtækjum, smásölum og annarra hagsmunaaðila – eins og bænda sem stunda heimavinnslu og annarra smáframleiðenda – færð nákvæm gögn. Með þeim verður svo hægt að auka hagræði, bæta áætlanagerð, kostnaðar- og framlegðarútreikninga við úrvinnslu og mat á afurðaverði,“ segir Ólafur. Staðfestar upplýsingar um næringu og hollustu Að sögn Ólafs eru upplýsingarnar sem fást úr verkefninu um aukaafurðir einkum verðmætar fyrir smáframleiðendur í nýsköpun sem nýta sér vannýtt hráefni í sína framleiðslu. „Til dæmis mætti nefna framleiðendur sem nota innmat lamba til framleiðslu á fæðubótarefnum. Þeir hafa ríka þörf fyrir uppfærð og nákvæm gögn um efnainnihald hráefna, til staðfestingar á næringarinnihaldi og hollustu afurða sinna. Smásöluverslanir, sérverslanir, veitingahús, stofnanir og mötuneyti munu einnig geta nýtt gögnin til hagsbóta í rekstri og endurmats á merkingum um næringarinnihald. Þá munu niðurstöðurnar einnig nýtast til kennslu og rannsókna í landbúnaði, kjötiðnaði og matreiðslu,“ segir Ólafur. Þá fá opnir gagnagrunnar eins og ÍSGEM (íslenskur gagnagrunnur um efnainnihald matvæla) og Kjötbókin, sem finna má á vef Matís, uppfærslu með nýjum upplýsingum sem verkefnið leiðir af sér. /smh Óli Þór Hilmarsson við nákvæmnisúrbeiningu. Mynd / Matís Hvolsvöllur: Stefnt að byggingu björgunarmiðstöðvar Stjórn Brunavarna Rangár- vallasýslu hefur lýst því yfir að áhugi sé fyrir hendi að ráðast í byggingu björgunarmiðstöðvar á Hvolsvelli. Verkefnið yrði í samvinnu við björgunarsveitina Dagrenningu og mögulega fleiri aðila. Fundað var með fulltrúum björgunarsveitarinnar nú í janúar þar sem málin voru rædd, meðal annars stærð og skipulag slíkrar byggingar ásamt álitlegum staðsetningum. „Þetta er spennandi verkefni, sem á eftir að taka á sig mynd á næstu mánuðum,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Um síðustu áramót varð sú breyting á að slökkvistjóri Brunavarna Rangárvallasýslu, Leifur Bjarki Björnsson, er kominn í 100% starf, sem var áður skilgreint 30% starf. „Með því gefst okkur tækifæri til að byggja upp starfið og starfsemina til framtíðar, auka menntun og þjálfun starfsmanna, sinna eldvarnareftirliti og fleira,“ segir Anton Kári. /mhh Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Mynd / Aðsend Langskorinn hryggur. Sjö landshlutasamtök fengu styrk til sóknar Sjö landshlutasamtök sveitar- félaga fengu úthlutað frá innviða- ráðherra 130 milljónum króna til tólf verkefna sem ætlað er að efla byggðir landsins. Markmiðið með framlögunum er að tengja sóknaráætlanir landshluta við byggðaráætlun og færa heimafólki aukna ábyrgð á ráðstöfun fjármuna, að því er fram kemur í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu. Áhersla er lögð á að styrkja svæði þar sem er langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hlutu stærsta styrkinn, að upphæð 21,6 milljón króna fyrir verkefni um verðmætasköpun á sauðfjárræktarsvæðum. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hlutu 15 milljónir króna til að styrka innviði á Laugarbakka í Miðfirði og efla þar atvinnustarfsemi, með lagningu kaldavatnslagna frá Hvammstanga til Laugarbakka. Fjórðungssamband Vestfirðinga hlaut 15 milljónir króna til að byggja upp Baskasetur Íslands sem verði miðstöð skapandi sjálfbærni, tengt lífríki hafsins. Það hlaut einnig 7 milljón króna styrk sem nota á í verkefni sem snýr að þorskseiðaeldi á Drangsnesi. Samband sveitar- félaga á Austurlandi hlutu 15.650.000 kr. fyrir framkvæmd hönnunar- og vörusmiðju nýrrar hringrásar ferðamanna um Austur og Norðurland í tengslum við beint millilandaflug á Egilsstaði og Akureyri. Verkefnið er samstarf SSA, SSNV, SSNE, áfangastofa Norður- og Austurlands, Austurbrúar og Markaðsstofu Norðurlands Samband sveitarfélaga á Austurlandi hlaut einnig 13 milljónir króna fyrir verkefnið Vatnaskil sem fjallar um nýsköpun og fjölbreyttara atvinnulíf í dreifbýli á Austurlandi með sérstaka áherslu á ungt fólk. Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi hlutu styrk upp á 11,2 milljónir króna til að útbúa vörumerki og verkfærakistu fyrir Dalabyggð, sem nýtast á til að móta stefnu í markaðssetningu fyrir nýja íbúa, fjárfesta og í ferðaþjónustu á svæðinu. Samtökin hlutu einnig 5 milljónir króna fyrir þarfagreiningu og frumhönnun á atvinnuhúsnæði fyrir iðngarða í Búðardal. Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum hlutu styrk upp á 10 milljón krónur fyrir rekstur á starfrænni smiðju (FabLab) í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Samtök sveitarfélaga og atvinnu- þróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) hlutu 4,3 milljónir króna fyrir verkefni sem snýr að hitaveitu- væðingu Grímseyjar. Þau hlutu einnig 2.250.000 kr. til uppbyggingar á aðstöðu fyrir nýsköpun, menntun og rannsóknir í Þingeyjarsveit. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga fengu 10 milljónir króna til verkefnis er snýr að uppbyggingu sérfræðistarfa við þróun þekkingartengdrar ferðaþjónustu á miðsvæði Suðurlands Byggðastofnun annast umsýslu verkefnastyrkjanna. /ghp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.