Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 ríflegs meðalbús hér á landi. Þau hafa fjölgað fé síðustu ár og hafa áhuga á að fjölga enn frekar. Hluti af markmiðunum sem þau hafa sett sér innan Loftslagsvæns landbúnaðar er að auka ekki olíunotkun þrátt fyrir fjölgun fjár og aukin umsvif t.d. með meiri jarðrækt og aukinni landgræðslu.Einnig er markmið að bæta nýtingu áburðar, en það gera þau með nákvæmri GPS dreifingu tilbúins áburðar og bættri nýtingu búfjáráburðar. Einnig er smárablöndu sáð við endurræktun túna því notkun á niturbindandi plöntum getur minnkað áburðar- þörf túna. „Þessar aðgerðir hafa haft í för með sér minni notkun tilbúins áburðar sem skilar sér í minni útgjöldum,“ segir Eyþór. Málefni sem varðar alla bændur Þau telja nokkuð áleitið hve landbúnaður á undir högg að sækja í allri loftslagsumræðu. „Bændur virðast vera svo auðvelt skotmark, bæði hér heima og erlendis líka. Með verkefninu erum við bæði að skrá aðferðir og sanna árangurinn með tölum. Við erum ekki stóra vandamálið þegar kemur að kolefnislosun. Eins og við sýnum fram á erum við tæknilega séð í bindingu. Við erum líka í verkefninu til að sýna öðrum bændum hvað þeir geta gert til að takmarka losun og binda á móti þeirri losun þannig að framleiðslan geti í það minnsta orðið kolefnishlutlaus,“ segir Eyþór. Samspil landbúnaðar og lofts- lagsmála er brýnt hvernig sem á það er litið. „Þetta snýst líka um að lesa samfélagsandann, vera ekki alltaf að malda í móinn heldur sýna í verki að hlutirnir geta verið öðruvísi. Bændur gera sér grein fyrir að þetta er málefni sem varðar okkur öll. Við erum að selja vöruna okkar til almennings og við viljum að neytendur sjái að við látum okkur umhverfismál varða,“ segir Þórdís. Framtíð sauðfjárræktar ber á góma. „Ég held að þróunin verði í takt við allt annað, að búin verði færri og stærri. Við stefnum til dæmis á fjölgun enda erum við með landrými og getum fjölgað túnum. Við erum tilbúin til að láta sauðfjárbúskapinn verða stærri að umfangi og vinna þar af leiðandi minna utan bús. En við höldum að okkur höndum með fjárfestingar til stækkunar meðan afurðaverðið er ekki hærra. Grundvöllur fyrir stækkun er hækkun afurðaverðs,“ segir Eyþór. Þórdís bendir á að vetrarfóðruðum kindum hafi farið fækkandi á Íslandi síðustu ár. Hugsanlega stefni í skort á lambakjöti í búðum og meiri eftirspurn en framboð sé á íslenskri ull frá sauðfjárbændum og Ístex. Eftirspurnin sé til staðar og því hljóti að vera grundvöllur fyrir hærra verði. „Fólk kaupir lambafille í kjötborði fyrir 7.600 kr/kg. Það er meira en tíu sinnum hærra kílóverð en bóndinn fær greitt fyrir kjötið. Af hverju fær bóndinn ekki stærri hlut?“ Áhuginn smitar út frá sér Hugur er í bændunum ungu og vilja þau leggja sitt af mörkum til að bæta hér skilyrði og ásýnd landbúnaðar svo framtíðin verði björt og byggð í sveitum landsins. „Allir bændur mega hugsa um hvernig þeir geta gert hlutina betur, alveg sama hvort fólk sé að gera hlutina mjög vel eða ekki,“ segir Þórdís og bendir á mikilvægi kynbótastarfs. „Það snýst meðal annars um betri búskaparhætti en einnig að rækta hjarðirnar sínar og nýta sér kynbótastarfið sem verið er að stunda í sameiginlegum tilgangi og gagnast okkur öllum í erfðaframförum og meiri afurðum í framtíðinni.“ Eyþór brýnir mikilvægi snyrti- mennsku í sveitum og fagmennsku í hvívetna. „Ég væri alveg til í að það sé tekið með inn í gæðastýringuna að það sé snyrtilegt á bæjum. Það er ljótt að sjá rusl og plast á girðingum og fátt fer meira í taugarnar á bændum en búskussar, því þeir sverta orðspor greinarinnar. Einn getur skemmt fyrir svo mörgum.“ Þau telja verkefni eins og Loftslagsvænn landbúnaður gott leiðarstef inn í framtíðina. „Svona verkefni getur fengið aðra til að hugsa. Því fleiri sem taka þátt í því leiðir til þess að fleiri nágrannar sjá hvað hægt sé að gera. Oft getur áhuginn kviknað og smitað út frá sér og orðið kveikjan að jákvæðum breytingum,“ segir Eyþór. Jafningjafræðslan er nefnilega ákveðinn lykill. „Þó fræðsla hjá ráðgjöfum sé góðra gjalda verð, þá á maður stundum til að leiða hjá sér það sem spekingarnir segja, en svo hlustar maður af miklum áhuga á nágranna eða kunningja sem eru í kaffi hjá manni. Stundum eru hlutirnir gerðir á ákveðinn hátt í langan tíma og manni finnst það bara eðlilegt. En með svona samstarfsverkefnum þá sér maður hvað aðrir eru að gera og það opnar augu manns fyrir því að hægt er að gera hlutina öðruvísi. Það má alltaf læra af næsta manni,“ segir Þórdís. Bustarfellsbændur leggja mikið upp úr vali á lífgimbrum á haustin. Við valið þarf að skoða lambadóma, kynbótamat, ætterni og frammistöðu foreldra og systkina. Ekki má svo gleyma fegurð á velli. Víðtæk landgræðsla og skógrækt er meðal viðfangsefna Bustarfellsbænda. Hér er Eyþór Bragi að planta trjám í dalnum fyrir innan bæinn. Mynd / Aðsend Þrátt fyrir ungan aldur er Erna Diljá strax orðin liðtæk í búskapnum. „Ég held það myndi vanta stóran hluta af sjálfum mér ef veruleikinn snerist ekki um þessi árstíðabundnu verkefni sem fylgir sauðfjárbúskap,“ segir Eyþór Bragi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.