Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 sem þarf til orkuframleiðslu og flutnings raforkunnar eru undanþegin fasteignaskatti. Orkumannvirkin eru meira og minna mannlausar stöðvar sem er fjarstýrt frá höfuðborginni. Höfuðstöðvar Landsvirkjunar eru í Reykjavík og einnig bróðurpartur allra beinna starfa innan hennar og sérstaklega verðmætustu störfin. Afleiddu störfin af uppbyggingu orkumannvirkja, verkfræðingarnir, lögfræðingarnir og aðrir sérfræðingar sem þjónusta Landsvirkjun, eru einnig að mestu leyti staðsettir á höfuðborgarsvæðinu. Tekjur sveitarfélaganna sem hafa orkumannvirkin og orkuvinnsluna í sínu nærumhverfi í gegnum útsvar og fasteignagjöld eru því sáralitlar í samanburði við aðra atvinnustarfsemi.“ Ekkert fjallað um áhrif Hvammsvirkjunar á íbúana Skeiða- og Gnúpverjahreppur er með til umfjöllunar framkvæmda- leyfisbeiðni til byggingar Hvamms- virkjunar sem er fyrsta stórvirkjunin í byggð á Íslandi. Haraldur segir sérstaklega áhuga- vert að horfa til þess að þrátt fyrir 20 ára undirbúningstíma þá er hvergi fjallað um áhrif framkvæmdarinnar á íbúana sem búa í nærumhverfi virkjunarinnar. „Ég velti fyrir mér hvernig framkvæmd sem hefur jafn gríðarleg áhrif á nærumhverfið, þar sem verið er að breyta dreifbýli í byggð yfir í virkjanasvæði, skuli vera komin svo langt í ferlinu að við séum að skoða að veita framkvæmdaleyfi án þess að neitt hafi verið fjallað um íbúana og hvernig mótvægisaðgerðir séu nauðsynlegar þeim til hagsbóta. Hluti af andstöðu við virkjanaframkvæmdina kristallast í því hvernig umgjörð starfseminnar hefur verið sett fram. Megnið af mannvirkjunum er undanþegið fasteignaskatti og framkvæmdirnar fjölga verðmætum störfum á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið á landsbyggðinni sem býr með orkumannvirki í sínu samfélagi finnur vel á eigin skinni að lítill ábati mu skila sér til sveitarfélagsins. Spurningin er því: Til hvers á það þá að samþykkja frekari uppbyggingu orkumannvirkja?“ 33% hærra verð fyrir dreifingu í dreifbýli Hann heldur áfram. „Þegar horft er til þess hvers vegna ekki er meiri uppbygging í atvinnustarfsemi í nágrenni uppsprettu orkunnar er það nánast bundið í lög að atvinnustarfsemi sem þarf mikla orku mun aldrei raungerast í dreifbýli á Íslandi. Í raforkulögum er heimild um að rukka megi 33% hærra verð fyrir dreifingu á rafmagni í dreifbýli en í þéttbýli. Það er ótrúleg staðreynd að orka verður til á landsbyggðinni en það er ódýrara að kaupa hana í þéttbýliskjörnum hundruðum kílómetra í burtu frá uppruna hennar og að við sem búum við hliðina á orkumannvirkjunum þurfum svo að greiða hærra verð fyrir raforku.“ Haraldur segir að þessu verði að breyta. „Það er enginn sveitar- stjórnarfulltrúi á landsbyggðinni sem er reiðubúinn til að skrifa upp á framkvæmd sem á að knýja samgöngur landsins í framtíðinni á sama tíma og fólkið í dreifbýli þarf að borga meira fyrir orkuna.“ LANDVÉLAR | SMIÐJUVEGI 66 | 580 5800 | LANDVELAR.IS Pressur Skrúfu- og stimpil loftpressur, loftkútar, slöngur, tengi og aðrir fylgihlutir. Engin orkuskipti án landsbyggðarinnar Frá því að ný sveitarstjórn tók til starfa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þann 1. júní 2022 hefur mikil vinna farið í virkjanamál og málefni Landsvirkjunar. Hvammsvirkjun hefur verið fyrirferðarmikil í sveitar- félaginu síðustu 20 ár og er yfir- ferð framkvæmdaleyfis nú í gangi hjá sveitarstjórn. Undanfarna mánuði hefur greiningarvinna átt sér stað í sveitar- stjórn um áhrif orkuframleiðslunnar á nærumhverfið og nærsamfélags orkuframleiðslu almennt. Tölulegar staðreyndir sýna fram á að nær- samfélagið nýtur mjög takmarkaðs ávinnings af orkuframleiðslunni á meðan efnahagslegur ávinningur kemur fram þar sem orkan er nýtt. Sú staðreynd gerir það að verkum að orkuvinnsla í sveitarfélaginu þjónar ekki hagsmunum þess til framtíðar í óbreyttri mynd. Vegna þessa leggur sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps fram eftirfarandi bókun 23. febrúar 2023: „Ríkisstjórn Íslands setti í stjórnar- sáttmála sinn aðgerðir um orkuskipti og útfösun jarðefnaeldsneytis, þar sem grunnur er lagður að fullum orkuskiptum, að þeim verði náð eigi síðar en árið 2040 og að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst þjóða. Hvammsvirkjun er einungis fyrsta skrefið af mörgum í gríðarlegum áformuðum virkjanaframkvæmdum Landsvirkjunar í nærumhverfi Skeiða- og Gnúpverjahrepps á næstu 17 árum. Ekkert samtal hefur átt sér stað á milli ríkis og sveitarfélaga sem þurfa að skipuleggja og heimila allar þessar framkvæmdir. Það er staðreynd að nærumhverfið þar sem orkan er framleidd nýtur mjög takmarkaðs ávinnings af henni. Tryggja þarf með lögum að nærumhverfið þar sem orkan á uppsprettu sína, njóti efnahagslegs ávinnings sem mun styrkja byggð þar sem orkan verður til um allt land. Einnig þarf að breyta raforkulögum til að tryggja að dreifikostnaður raforku sé sá sami í dreifbýli og þéttbýli. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverja- hrepps hvetur öll sveitarfélög á landsbyggðinni sem hafa orkumann- virki í nærumhverfi sínu, eða eru með hugsanleg virkjanaáform í farvatninu, til þess að staldra við í skipulagsmálum virkjana á meðan sanngjörn skipting auðlindarinnar verður fest í lög Með öðrum kosti verða engin orkuskipti á Íslandi í náinni framtíð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.