Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 Freyvangsleikhúsið í Eyjafirðinum frumsýnir verkið Fólkið í Blokkinni þann 24. febrúar í Freyvangi. Miðasala er hjá tix.is og í síma 857-5598. Sýnt verður í átta skipti, klukkan 20.00, föstudaga og laugardaga frá frumsýningu þar til 18. mars næstkomandi og miðaverð er kr. 3500. Á döfinni ... Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021 MENNING Hörgdælir: Leikfélag Hörgdælinga frumsýnir nú 2. mars verkið Stelpuhelgi eftir Karen Schaeffer – í höndum leikstjórans Gunnars Björns Guðmundssonar. Um er að ræða stórskemmtilegan farsa í þýðingu Harðar Sigurðar­ sonar, framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra leikfélaga – og í fyrsta skipti sem verkið er sett upp hérlendis Áhorfendur kynnast vinkonunum Meg, Carol, Dot ásamt Ellie, dóttur Megs, sem hittast í bústaðnum hjá Dot yfir helgi (stelpuhelgi semsé) með það fyrir augum að skemmta sér til hins ýtrasta lausar við alla karlmenn. Þær vinkonur áætla að fá sér í tána, skiptast á sögum, drekka áfengi auk þess að fara mögulega yfir næstu bók í bókaklúbbnum. Vel gengur með áfengisneysluna – svo vel að þegar lækka fer í flöskunum hafa þær stöllur allar boðið til sín karlmanni, hver fyrir sig, þvert á hugmyndir gestgjafans. Sýnt verður í félagsheimilinu Melum í Hörgárdal, frumsýningin 2. mars nk. og næstu sýningar eftir það verða föstu­ og laugardagana 3.­4. mars og svo 10.­11. mars. Vegna vinsælda var nýverið bætt við sýningum dagana 17.­18. mars. Miða er hægt að nálgast hjá miðasölu tix.is. og eru allar sýningar kl. 20.00. /SP Þessa dagana er nóg um að vera hjá leikdeildinni enda hafa æfingar á leikriti vetrarins verið í fullum gangi. Um ræðir leikritið ,,Vitleysingana“ eftir Ólaf Hauk Símonarson, fjörugt, fyndið og krassandi stykki í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar. Ólafur Haukur er þjóðinni að góðu kunnur fyrir sínar fjölmörgu skáldsögur, ljóðabækur og smásögur en einnig mörg vinsæl leikrit fyrir svið, útvarp og sjónvarp. Þótt leikritið Vitleysingarnir hafi verið skrifað fyrir rúmum tveimur áratugum á það vel við enn þann dag í dag og varpar skoplegri sýn á samfélagið með persónum sem auðvelt er að tengja við, jafnvel þótt árið sé nú 2023. Verkið sýnir á gamansaman hátt hvernig hið daglega amstur og hraðinn á gervihnattaöld gefa í skyn að allt sé í sóma. Undir yfirborðinu kraumar þó einmanaleiki og erfiðari tilfinningar þótt verðlaun lífsgæðakapphlaupsins séu aukin velsæld og metorð. Svört kómedía er kannski réttnefni – hraði og firring þar sem samskipti fyrr og nú, skemmtilegar uppákomur og ástríður eiga eftir að kitla áhorfendur. Sýnt verður í Árnesi, en frumsýningin verður föstudaginn 3. mars, önnur sýning 5. mars, þriðja sýning 9. mars, fjórða sýning 11. mars og sú fimmta sunnudag 12. mars. Allar sýningar eru kl. 20.00. Miðapantanir í síma 8691118 og á gylfi1sig@gmail.com. /SP Leikdeild Ungmennafélags Gnúpverja: Vitleysingarnir ... Leikfélag Húsavíkur æfir verkið Ávaxtakörfuna um þessar mundir. Verkið er eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur og tónlistin er samin af Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni. Margir þekkja Ávaxtakörfuna þar sem aðeins ávextir mega búa en þó leyfist einu litlu jarðarberi að dvelja þar, með því skilyrði að sjá um að allt sé hreint og fínt í körfunni. En þegar gulrót birtist allt í einu í körfunni fer allt á annan endann. Í raun fjallar Ávaxtakarfan um viðkvæmt efni, einelti og fordóma – en smám saman opnast augu ávaxtanna fyrir því að það er ekki útlitið sem skiptir máli heldur innrætið. Þetta er leikrit sem eldist vel og á erindi við alla, jafnt nú sem fyrir rúmum 20 árum er verkið var fyrst kynnt áhorfendum. Þarna eru á ferðinni bæði þaulreyndir leikarar og tónlistarmenn og aðrir sem eru að stíga sín fyrstu spor á sviðinu í gamla Samkomuhúsinu. Leikstjórinn, Valgeir Skagfjörð, er að vinna með Leikfélagi Húsavíkur í fyrsta sinn. Frumsýning verður laugardaginn 4. mars, svo þriðjudaginn 7. mars kl. 20, fimmtudag 9. mars kl. 20 og laugardaginn 11. mars kl. 17. Miðapantanir eru á netfanginu midi@leikfelagid.is eða s.464­1129, tveimur tímum fyrir sýningu. /SP Leikfélag Húsavíkur: Ávaxtakarfan Leikfélag Hörgdælinga: Stelpuhelgi Á sviðinu standa leikararnir Oddrún, Gylfi, Magnea Guðmunds, Jón Marteinn, Helga og Magnea Gunnars, ásamt Ingvari sem liggur makindalega í stólnum – en þau hafa verið á kafi á æfingum sl. vikur. Frá æfingum – leikhópurinn á sviði og svo hún Maja jarðarber í rólunni sinni. Mikil eftirvænting er í loftinu enda er boðskapur Ávaxtakörfunnar réttmætur og fallegur. Hér má sjá alla leikara, leikstjórann og hvíslara. Efri röð frá vinstri: Juliane Liv Sörensen (hvíslari), Fanney Valsdóttir (Dot), Lúðvík Áskelsson (Tom), Eyrún Arna Ingólfsdóttir (Ellie), Gunnar Björn Guðmundsson (leikstjóri). Neðri röð frá vinstri: Jenný Dögg Heiðarsdóttir (Meg), Brynjar Helgason (Stephen), Þorkell Björn Ingvason (Bubba), Freysteinn Sverrisson (Rick) og Særún Elma Jakobsdóttir (Carol). Líf og fjör er á sviðinu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.