Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 59

Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 59
59Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 Fjarðabyggð hefur auglýst til sölu ljósleiðarakerfi (væntanlega ljósleiðaranet) í Breiðdal með samtals 40 notendum. Það væru alvarleg mistök að selja ljósleiðaranetið. Forvitnilegt væri að vita hvers vegna Fjarða- byggð telur það þjóna hags- munum íbúanna og sveitarfélags- ins að selja ljós- leiðaranetið. Því miður hefur það áður gerst að sveitarfélög hafa selt ljósleiðaranet sem byggð voru með fjárframlögum frá íbúum, viðkomandi sveitarfélagi og Fjarskiptasjóði á brot af byggingar- kostnaði. Hvers vegna? Rök sem hafa heyrst til stuðnings sölu eru þau að flókið sé að reka ljósleiðaranet og ekki á færi nema fjarskiptafélaga þar sem sérþekking er til staðar. Einnig hefur heyrst að rekstur ljósleiðaranets sé fjárhagslega óhagkvæmur og að rekstur ljósleiðaranets sé ekki eitt af lögbundnum hlutverkum sveitarfélaga. Hér á eftir verður undið ofan af áðurgreindum rökum. Einfalt að reka ljósleiðaranet Varðandi rekstur ljósleiðaraneta er mikilvægt að greina á milli ljós- leiðaraþráðanna annars vegar (ljós- leiðaranet) og endabúnaðar hins vegar (ljósleiðarakerfi). Sveitarfélögin eiga að eiga ljósleiðaraþræðina en ekki koma nálægt rekstri endabúnaðar (ljósleiðarakerfi). Rekstur endabúnaðar ljósleiðara krefst sérþekkingar og á að vera á forræði fjarskiptafélaga. Ljósleiðara- þræðirnir sjálfir eru hins vegar einfaldir í rekstri. Það þarf enga sérþekkingu til að reka þá. Líkja má rekstri þeirra við rekstur vatnsveitu. Mörg sveitarfélög reka vatnsveitur með sóma. Í báðum tilvikum þarf að vita hvar lagnirnar liggja, halda þarf utan um gögn varðandi legu og ef rof verður á lögn eru kallaðir til starfsmenn sveitarfélags og/eða verktakar sem sjá um að gera við bilunina. Öll gögn um lagnir og fasteignir, vegi o.s.frv. eru vistuð hjá byggingarfulltrúum viðkomandi sveitarfélags. Eðlilegt er að gögn um legu ljósleiðara ásamt upplýsingum um tengingar og fjölda þráða liggi því hjá byggingarfulltrúanum. Hætt við sölu í Hvalfjarðarsveit Árið 2014 var byggt ljósleiðaranet í Hvalfjarðarsveit. Kostnaður var 340 milljónir króna. Sveitarstjórnin tók síðar ákvörðun um selja kerfið. Í útboði bárust tvö tilboð og var hærra tilboðið 82 milljónir. Sveitarstjórn hugðist selja kerfið árið 2019 á hrakvirði, en þá risu íbúar upp og mótmæltu og svo fór að sölunni var aflýst vegna þrýstings frá íbúum. Helstu rök fyrir sölu voru að rekstur ljósleiðara væri ekki eitt af lögbundnum hlutverkum sveitarfélaga og einnig að tap væri á kerfinu þrátt fyrir að 240 notendur greiddu mánaðargjöld. Hvernig mátti það vera? Með bókhaldsbrellum var sýnt fram á tap því kerfið var afskrifað á aðeins 7 árum! Ljósleiðara ætti hins vegar að afskrifa eins og um fasteign væri að ræða, á 40-60 árum. Varðandi lögbundnar skyldur sveitarfélaga þá er það vissulega rétt að sveitarfélög eru ekki lögbundin til að reka ljósleiðarakerfi, en það er hins vegar siðferðileg skylda sveitarfélags að gera búsetuskilyrði sem best fyrir íbúa sína. Aðgangur að ljósleiðara er tví- mælalaust eitt mikilvægasta búsetu- skilyrði í dreifbýli (og þéttbýli) í dag. Ljósleiðaranet byggð fyrir almannafé hafa verið seld fjarskiptafélaginu Mílu á hrakvirði undanfarin ár. Slík meðferð á jafnmikilvægum innviðum er afleit og eins meðferðin á almannafé og framlagi íbúa. Þegar búið er að selja ljósleiðaranet hafa sveitarstjórn og íbúar ekkert um t.d. gjaldskrá að segja. Kaupanda er í lófa lagið að hækka verð að vild. Hér skal einnig minnt á að fjarskiptafyrirtækið Míla er nú í erlendri eigu. Að lokum vill undirritaður hvetja íbúa í Breiðdal til að mótmæla harðlega sölu á ljósleiðaranetinu sem þeir hafa greitt fyrir ásamt sveitarfélaginu og skattborgurum í gegnum Fjarskiptasjóð. Ingólfur Bruun, framkvæmdastjóri Betri Fjarskipta ehf. Ingólfur Bruun. Breiðdalsvík við mynni Breiðdals. Mynd / Wikipedia Nú er komið að endurskoðun búvörusamninga og þarf að huga að tilvist bænda í þeim samningum, en málið snertir fæðuöryggi og byggðastefnu þjóðarinnar. Nær sjaldan í seinni tíð hefur fæðuöryggi þjóðarinnar skipt okkur Íslendinga meira máli eins og nú, ófriður í Evrópu vegur þar þungt í umræðunni, víða eru menn farnir að finna fyrir vöruskorti og hækkandi verði á allri hrávöru. En hvað þýðir þetta orð, fæðuöryggi? Þegar talað er um fæðuöryggi samkvæmt skilgreiningu matvælaráðneytisins þá er átt við að allt fólk, á öllum tímum, hefur raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, heilnæmum og næringarríkum mat sem fullnægir þörfum þess til að lifa virku og heilsusamlegu lífi. Núverandi búvörusamningar tóku gildi 1. janúar 2017. Þeir eru gerðir milli ríkisins og Bændasamtaka Íslands en þar er fjallað um stjórn á framleiðslu búvara og framlaga til landbúnaðarins af hálfu ríkisins, framlög á fjárlögum vegna búvörusamninganna í ár hljóða upp á 17,2 milljarða króna, nautgriparækt fær um 8,4 milljarða, sauðfjárrækt 6,2 milljarða, garðyrkja um rúman milljarð og svo erum við með rammasamninginn sem hljóðar upp á 1,5 milljarða króna. Rammasamningur á að taka utan um jarðræktarstyrki, og nýliðun svo fátt eitt sé nefnt. Búvörusamningarnir gilda í 10 ár með tveimur endurskoðunarákvæðum, fyrst árið 2019 og nú stendur þessi síðari endurskoðun fyrir dyrum 2023. Staðreyndin er sú að krefjandi tímar eru fram undan í landbúnaði með hækkun á öllum aðföngum til bænda. Einnig verðum við að horfast í augu við þá staðreynd að meðalaldur bænda er um 60 ár og nýliðun lítil í bændastéttinni. Leggja þarf aukið fé til búvörusamninga að mínu mati til að stuðla að tilvist bænda í íslenskum landbúnaði. Einnig þarf að setja aukið fé í rammasamninginn og vinna markvisst að því að hvetja ungt og kraftmikið fólk til starfa í landbúnaði. Við vitum það, Íslendingar, að kjötið sjálft er engu líkt og einstakt á heimsmælikvarða. Þar spila saman aldalöng ræktunaraðferð íslenskra bænda og óspillt íslensk náttúra. Einnig hef ég áhyggjur af stöðu kjúklingabænda, því nú berast okkur fregnir af því að innflutningur á kjúklingakjöti frá Úkranínu hafi verið í kringum 80 tonn á síðasta ári. Í júní sl. lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á tollalögum sem fólu í sér tímabundna einhliða niðurfellingu tolla á vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Þar er um að ræða hreina tollaniðurfellingu án fyrirvara, formaður deildar kjúklingabænda hjá Bændasamtökunum kveðst uggandi yfir þeim áhrifum sem innflutningur frosins, úrbeinaðs kjúklingakjöts frá Úkraínu getur haft á framtíð alifuglabænda. Ég skora því á samflokksmenn mína, þingmenn og ráðherra Framsóknarflokksins að setja þessi mál á dagskrá og standa vörð um sérstöðu íslenskra bænda. Einnig að beita sér fyrir því að þessi endurskoðun búvörusamninga tryggi styrkari stoð undir dreifða búsetu og fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar. Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Anton Guðmundsson. Endurskoðun búvörusamninga og aukinn innflutningur á kjöti Um sölu á ljósleiðara- netum í dreifbýli TIMBUR EININGAHÚS Sími: 893 3022 einingar@einingar.is www.einingar.is   Dagskrá : 1. Setning og kosning starfsmanna fundarins. 2. Formaður leggur fram skýrslu stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári. 3. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar, skoðaða af skoðunarmönnum félagsins. 4. Skýrslur nefnda. 5. Kosning aðalstjórnar, varastjórnar og skoðenda, skv. 6. Gr. • Kosið um stöðu gjaldkera, ritara og tveggja meðstjórnenda. 6. Kosning fulltrúa félagsins á ársþing L.H. og héraðsþing HSK skv. 15. gr. 7. Lagabreytingar sé þess óskað, skv. 16. gr. 8. Ákvörðun félagsgjalds. 9. Fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár lögð fram. 10. Önnur mál sem félagið varðar. Hestamannafélagið Jökull boðar til aðalfundur í félagsheimilinu Borg í Grímsnesi miðvikudaginn 1. mars kl. 20:00 Hvetjum félaga til mæta og kynna sér starfsemina hjá félaginu okkar! Stjórn Hestamannafélagsins Jökuls SOCKS2GO.IS Ekta bambus sokkar, ekkert viskós. Þú finnur muninn. SOCKS2GO info@socks2go.eu s. 831-8400 www.socks2go.is Fást einungis á heimasíðunni okkar og í Herrahúsinu Ármúla. Til sölu 68,5m2 iðnaðarbil til afhendingar strax í Breiðamýri 3, Selfossi. Allar nánari upplýsingar veitir Loftur Erlingsson, löggiltur fasteignasali S: 896 9565, loftur@husfasteign.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.