Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 55

Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 55
55Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 en eru blekktir til að kaupa innfluttar vörur í skjóli gráa svæðisins í lögum um upprunamerkingar. Lögum sem þeim er fullljóst að verður ekki breytt og eru bundin EES samningnum. Auðvitað fylgir kostnaður nýjum merkingum, en á móti löngu sannaður ávinningur þúsunda fordæma erlendis frá og í viðhorfi neytenda til afurða íslenskra bænda. Bændur fá ekki nákvæmar upplýsingar um rekstur einstakra deilda í fyrirtækjum sínum, geta ekki haft upplýstar skoðanir á störfum stjórnarmanna og stjórnenda í eigin félögum. Árið 2023 vita eigendur t.d. ekki hver framlegð er í slátrun annars vegar og svo kjötvinnslu innan sömu fyrirtækja. En stjórnendur segja sama brandarann á fundum ár eftir ár. „Slök afkoma sláturhlutans“ er ástæða þess að verð til bænda er lélegt. Það virðist ekki henta að eigendur viti of mikið. Hverjir ætla að heyra sama uppistandið ár eftir ár þar til enginn situr lengur í salnum? Stjórnendur sem fá sín laun frá bændum taka einfaldlega þátt með kerfisbundnum hætti í að skerða hlut bænda í markaðshlutdeild, framlegð og sverta ímynd íslensks landbúnaðar. Í opinberri umræðu halda stjórnendur bændum og samtökum þeirra nærri til að skapa sér skjól, t.d. í umræðu um tollamál. En snúa svo bakhlutanum að bændum með sinni framgöngu þegar þeim hentar. Þeir hafa komist upp með það lengi, og sjá ekkert athugavert við framferðið. Enda launatékkinn ekki tengdur afurðaverði, sem bændur vilja endalaust ræða, sem er auðvitað ósköp þreytandi þegar menn hafa öðrum og mikilvægari hnöppum að hneppa. Grafið undan eigendum afurðastöðva Sinnuleysi fyrir framtíð íslenskra bænda er því miður raunin, ábendingar bænda, vinna starfs- manna þeirra, markaðsrannsóknir og skýrslur óháðra sérfræðinga hagga ekki afstöðu stjórnenda, sem alltaf vita betur! Með „spægipylsuaðferðinni“ eru bændur sneiddir niður, bú fyrir bú, fjölskyldu fyrir fjölskyldu. Stærsta fyrirtækið í sauðfjár- og nautgripaslátrun og úrvinnslu sl. áratugi, sinnir t.d. engri markaðssetningu á smásölumarkaði fyrir sitt lamba- og nautakjöt, afurða sem 99% landsmanna neyta. En fyrirtækið og dótturfélög þess nýta neytendamarkaðssetningu þegar kemur að öðrum vöruflokkum og hakar fagmannlega í öll boxin. Einnig í sölu rekstrarvöru til bænda, sem telja um 1% þjóðarinnar. Jú, 99+1 eru enn 100, en samt gengur dæmið bara alls ekki upp? Öllu snúið á hvolf Um 3.000 starfandi bændur eru í landinu, markaðshlutdeild dregst stöðugt saman, meðalaldur afar hár og óvissa um rekstrarskilyrði og framtíðarstefnu stjórnvalda viðvarandi. Það hvetur ekki ungt fólk áfram í ákvörðun um að verða bændur. Nokkrir starfsmenn bænda, teljandi á fingrum annarrar handar, virðast ekki líta á hlutverk sitt að gæta hagsmuna vinnuveitenda sinna. Starfsmenn sem hafa löngu gleymt til hvers þeir voru ráðnir geta valdið vinnuveitendum sínum óbætanlegum skaða. Vilja afurðastöðvar gera þetta eða hitt? spyrja bændur, og eiga þá við starfsmenn sína. Þegar spurningin ætti að vera; vil ég ásamt hinum eigendum fyrirtækisins breyta þessu eða hinu? Hvenær ætla bændur að spyrja sína starfsmenn; fyrir hvern ert þú eiginlega að vinna? Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb Að undanförnu hefur verið nokkur umræða um lausagöngu búfjár. Þess misskilnings virðist gæta í umræðunni að lögum hafi verið breytt með setningu laga um búfjárhald árið 2002, nú lög 38/2013. Svo var ekki. Í þeim lögum felst eingöngu heimild sveitar- stjórna og land- eigenda til banns við lausagöngu b ú f j á r á á k v e ð n u m svæðum. Lög um fjallskil og a f r é t t a r - mál efni nr. 6/1986 segja hins vegar til um hvar búfé á að vera. Þetta er augljóst og blasir við ef löggjöfin er lesin í samhengi. Þetta staðfesti umboðsmaður Alþingis með áliti sínu frá því í október sl. og dómsmálaráðuneytið með úrskurði sínum frá því í janúar sl. Lögin um fjallskil og afréttarmálefni hafa verið nánast óbreytt í núverandi mynd frá árinu 1969 en byggja á aldagömlum grunni. Þá virðist einnig gæta mis- skilnings um merkingu hugtaksins „lausaganga búfjár“. Hugtakið er skilgreint í 7. tl. 3. gr. laga nr. 38/2013 um búfjárhald og er svohljóðandi: „Lausaganga er þegar búfé getur gengið í annars manns land í óleyfi.“ Þannig fellst ekki í lausagöngu heimild til að beita búfé í annars manns land eins og sumir virðast telja heldur aðeins að búfé þarf ekki að vera í girðingum. Búfjáreigendur bera engu að síður ábyrgð á að búfé þeirra sé þar sem það á að vera þótt lausaganga sé heimil. Þurfa þeir að sjálfsögðu leyfi eigi það að vera í annarra manna löndum. Gangi búfé í annarra manna lönd skv. framansögðu ber sveitarstjórn og eftir atvikum lögreglu að sjá til þess að því sé komið þangað sem það á að vera á kostnað eigenda óski landeigandi þess. Réttur landeigenda að þessu leyti byggir á almennum reglum eignarréttar og er varinn af stjórnarskrá. Verður honum hvorki haggað af ráðuneytum né sveitarstjórnum. Þannig eru réttindi og skyldur búfjáreigenda hvað þetta varðar vel skilgreind í lögum. Séu þessar einföldu og skýru lagareglur virtar ættu flestir að geta vel við unað. Pétur Kristinsson, lögmaður. Athugasemd vegna umræðu um lausagöngu búfjár Pétur Kristinsson. Bændablaðið kemur næst út 9. mars Skógræktin leitar að öugu starfsfólki til að vinna að uppbygg- ingu skógarauðlindar á Íslandi, vernd og friðun skóga og til að ea hagrænan, umhverslegan og samfélagslegan ávinning af sjálfbærri nýtingu skóga. Leitað er að skógræktarráðgjafa í starfstöð Skógræktarinnar í Hvammi, Skorradal. Æskilegt er að umsækjandi geti hað störf sem fyrst. Sótt er um starð á Starfatorgi. Umsóknarfrestur er til 6. mars. Helstu verkefni og ábyrgð: • Áætlanagerð og ráðgjöf • Grunnkortlagning, gerð ræktunar- og umhirðuáætlana, kennsla á grunnnámskeiðum fyrir skógarbændur • Gæðaúttektir og árangursmat framkvæmda • Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur: • Háskólagráða í skógfræði er nauðsynleg • Skipulag, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum • Færni í að koma upplýsingum frá sér í ræðu og riti á íslensku og ensku • Færni í notkun Office-hugbúnaðar • Færni í notkun ArcGIS-hugbúnaðar er æskileg • Reynsla af verkefnastjórn, ráðgjöf og áætlanagerð er æskileg • Reynsla af skógrækt og skógarvinnu er æskileg Viltu taka þátt í grænni framtíð? Skógræktin er með starfstöðvar í öllum landshlutum. Í Hvammi Skorradal er aðsetur skógarvarðarins á Vesturlandi og starfsmanna hans sem sinna þjóðskógunum í landshlutanum. Þar eru einnig skrifstofur skógræktarráðgjafa sem sinna Vesturlandi. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Nánari upplýsingar um störn er að nna á Starfatorgi og á vef Skógræktarinnar, skogur.is/atvinna. Markmið Skógræktarinnar er að stofnunin sé eftirsóttur vinnustaður fyrir starfsfólk með fjölbreytta menntun og bakgrunn, starfsfólki búin góð vinnuaðstaða, greiður aðgangur að upplýsingum og fjölbreyttir möguleikar á símenntun sem stuðli að starfsþróun og verðmætasköpun innan Skógræktarinnar og alls skógræktargeirans. Skógræktin hefur hlotið jafnlaunavottun, innleitt styttingu vinnuvikunnar og græn skref í ríkisrekstri. Þá hefur stofnunin sett sér umhvers- og loftslagsáætlun með tímasettum markmiðum ásamt áætlunum um réttindi, vernd og ábyrgð starfsfólks, s.s. áætlanir um áreitni og einelti ásamt viðbrögðum við slíku. SKÓGRÆKTARRÁÐGJAFI VESTURLANDI NÁNAR Á skogur.is/atvinna C M Y CM MY CY CMY K Viltu taka þátt í grænni framtíð - Skógræktarráðgjafi Vesturlandi BBL feb2023.pdf 1 15.2.2023 14:37:46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.