Bændablaðið - 23.02.2023, Qupperneq 52

Bændablaðið - 23.02.2023, Qupperneq 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 Í síðasta blaði var fjallað um þær hryssur sem voru í 1.–9. sæti. Hér á eftir verður fjallað um þær hryssur sem röðuðust niður í sæti tíu til tuttugu. Þruma frá Skagaströnd Hryssan í tíunda sæti er Þruma frá Skagaströnd. Hún er undan heiðursverðlaunahrossunum Markúsi frá Langholtsparti og Sunnu frá Akranesi. Ræktandi hennar er Sveinn Ingi Grímsson en eigandi er Þorlákur Sigurður Sveinsson. Þruma er með 119 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn en hún á 16 afkvæmi þar af hafa 5 hlotið kynbótadóm. Dómsorð afkvæma: Þruma gefur stór hross. Fríðleiki á höfuð er í rúmu meðallagi, vel opin augu en stundum djúpir kjálkar. Hálsinn er með hvelfdri yfirlínu og háum herðum. Bakið yfirleitt breitt með góðri yfirlínu, lendin öflug en stundum gróf. Afkvæmin eru framhá, léttbyggð og fótahá. Fætur eru traustir með öflugum sinum en réttleiki er misjafn, framfætur stundum útskeifir. Hófar efnistraustir með hvelfdum hófbotni. Prúðleiki breytilegur, allt frá því að vera slakur upp í að vera allgóður. Tvö afkvæmanna eru klárhross en hin sýna nokkra skeiðgetu. Töltið er taktgott, skrefmikið með hárri fótlyftu. Brokkið er skrefmikið og takthreint. Stökkið er yfirleitt ferðmikið og teygjugott. Fet að jafnaði gott. Afkvæmin fara vel í reið með góðum fótaburði og viljinn er ásækinn og þjáll. Grýla frá Þúfum Hryssan í ellefta sæti er Grýla frá Þúfum. Hún er undan heiðursverðlauna hestinum Álfi frá Selfossi og Lygnu frá Stangarholti. Ræktandi og eigandi hennar er Mette Camilla Moe Mannseth. Grýla er með 119 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn en hún á 9 afkvæmi og hafa 5 þeirra hlotið kynbótadóm. Dómsorð afkvæma: Grýla gefur hross í meðallagi að stærð. Höfuð er fremur frítt, hálsinn er grannur, reistur og hátt settur. Baklínan góð en bakið er stundum fremur vöðvarýrt og lendin misjöfn. Afkvæmin eru hlutfallarétt og fremur léttbyggð. Fætur eru þurrir og réttleiki í lagi. Hófar efnistraustir. Prúðleiki afar misjafn frá því að vera mjög góður niður í að vera tæpur. Tvö afkvæmanna eru klárhross en hin þrjú sýna skeið. Töltið er takthreint, rúmt og með góðri fótlyftu. Brokkið er taktgott, rúmt og skref- og svifmikið. Stökkið er svifgott og rúmt, hæga stökkið heldur síðra. Fetið er takthreint og skrefmikið. Afkvæm Grýlu eru viljug, þjál, samstarfsfús og fara vel í reið með fallegum höfuð- og fótaburði. Jóna frá Kjarri Hryssan í tólfta sæti er Jóna frá Kjarri. Hún er undan heiðursverðlauna- hestinum Gusti frá Hóli og Jónínu frá Hala. Ræktandi og eigandi er Helgi Eggertsson. Jóna er með 118 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn en hún á 10 afkvæmi og hafa 5 þeirra hlotið kynbótadóm. Dómsorð afkvæma: Jóna gefur smá hross. Höfuð svipgott og lýta- laust. Hálsinn mjúkur og bógar skásettir. Bakið misjafnt, stundum aðeins stíft en lendin öflug. Afkvæmin eru hlutfallarétt. Fótagerð og réttleiki eru um meðallag en hófar efnistraustir en stundum aðeins víðir. Prúðleiki misjafn. Afkvæmi Jónu eru öll alhliða hross. Töltið er taktgott með góðri fótlyftu. Brokkið er misgott, stundum fremur sviflítið. Skeiðið er öruggt og skrefmikið. Stökkið er gott en hæga stökkið lakara. Fetið er misjafnt. Afkvæmin eru viljug og samstarfsfús og fara vel í reið. Hrefna frá Vatni Hryssan í þrettánda sæti er Hrefna frá Vatni. Hún er undan heiðursverðlauna- hestinum Álfi frá Selfossi og Teklu frá Vatni. Ræktendur hennar er Helga Halldóra Ágústsdóttir og Sigurður Hrafn Jökulsson en eigandi er Sigurður Hrafn Jökulsson. Hrefna er með 117 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn en hún á 10 afkvæmi og hafa 5 þeirra hlotið kynbótadóm. Dómsorð afkvæma: Hrefna gefur hross í tæpu meðallagi að stærð. Höfuð lýtalaust með beinni yfirlínu. Hálsinn allgóður, oft hátt settur. Bakið breytilegt að gæðum, sama má segja um lendina. Afkvæmin eru hlutfallarétt. Fótagerð misjöfn, réttleiki tæpur en hófar góðir. Prúðleiki misjafn. Afkvæmin eru öll alhliðahross, þó vekurðin sé mismikil og í raun aðeins eitt afkvæmið sem skeiðar af öryggi. Töltið er misgott en oftast rúmt og takthreint. Brokkið er ekki svifmikið en yfirleitt skrefgott. Stökkið er teygjugott en hæga stökkið síðra. Fetið misjafnt stundum skrefstutt. Viljinn góður og fegurð í reið allgóð. Kreppa frá Feti Hryssan í fjórtánda sæti er Kreppa frá Feti. Hún er undan Árna Geir frá Feti og Jósefínu frá Feti. Ræktandi hennar er Brynjar Vilmundarson en eigandi er Fet ehf. Kreppa er með 116 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn en hún á 9 afkvæmi og hafa 5 þeirra hlotið kynbótadóm. Dómsorð afkvæma: Kreppa gefur hross undir meðallagi að stærð. Höfuð er svipgott. Hálsinn langur og reistur. Bakið sterklegt og lendin öflug. Afkvæmin eru hlutfallarétt og ágætlega fótahá. Fótagerð í meðallagi, sinar oft heldur grannar en réttleiki yfirleitt góður. Hófar misjafnir að gerð. Prúðleiki yfirleitt yfir meðallagi. Afkvæmin eru öll utan eitt klárhross, þau eru með úrvalsgott tölt, ferðmikið, takthreint og lyftingargott. Brokkið er skrefmikið og taktgott. Stökkið er ferðmikið. Fetið misjafnt stundum skrefstutt. Viljinn einkennist af mikilli framhugsun og þjálni. Þau fara vel í reið með miklum fótaburði. Álöf frá Ketilsstöðum Hryssan í fimmtánda sæti er Álöf frá Ketilsstöðum. Hún er undan heiðursverðlaunahestinum Álfi frá Selfossi og Hefð frá Ketilsstöðum. Ræktandi hennar er Jón Bergsson en eigandi er Guðbrandur Stígur Ágústsson. Álöf er með 116 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn en hún á 10 afkvæmi og hafa 5 þeirra hlotið kynbótadóm. Dómsorð afkvæma: Álöf gefur hross í rúmu meðallagi að stærð. Höfuð einkennist af beinni neflínu. Hálsinn er yfirleitt ágætlega reistur og yfirlína góð. Baklína góð með einni undantekningu þó, sama má segja um lendina hún er yfirleitt jöfn. Afkvæmin eru fótahá og sívöl. Fætur traustir með öflugum sinum en réttleiki í meðallagi, afturfætur oft nágengir. Hófar eru vel lagaðir með hvelfdum botni. Prúðleiki slakur. Töltið einkennist af góðri fótlyftu, það er skrefmikið og oftast takthreint. Brokkið er skrefmikið, það sama má segja um skeiðið sé það fyrir hendi. Stökkið er ferðgott. Fetið er misjafnt. Afkvæmin eru yfirveguð og þjál og fara vel í reið með góðum fótaburði, eitt afkvæmanna er þó lágengt. Heilladís frá Selfossi Hryssan í sextánda sæti er Heilladís frá Selfossi. Hún er undan Suðra frá Holtsmúla og heiðurs verð- launahryssunni Álfadísi frá Selfossi. Ræktandi og eigandi hennar er Olil Amble. Heilladís er með 116 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn en hún á 10 afkvæmi og hafa 5 þeirra hlotið kynbótadóm. Dómsorð afkvæma: Heilladís frá Selfossi gefur fremur smá hross en hlutfallarétt. Höfuð oft skarpt en neflína stundum tæp. Frambygging heldur góð, hálsinn yfirleitt langur en ekki léttur. Bak og lend sterkleg en lendin stundum gróf. Fætur góðir en réttleiki í meðallagi, afturfætur stundum nágengir. Hófar vel gerðir og prúðleiki góður. Afkvæmi Heilladísar eru ýmist klárhross eða alhliðahross.Töltið er taktgott, sama má segja um brokkið með einni undantekningu þó. Ef skeið er til staðar er það skrefgott. Stökk er fremur ferðlítið. Fetið er oftast takthreint og skrefmikið. Afkvæmin eru takthrein á gangi, viljinn þjáll og þau fara vel í reið. Mirra frá Þúfu í Landeyjum Hryssan í sautjánda sæti er Mirra frá Þúfu. Hún er undan heiðursverðlauna hestinum Orra frá Þúfu og Iðu frá Þúfu. Ræktandi hennar er Indriði Theódór Ólafsson og eigandi Susanna Braun. Mirra er með 115 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn en 121 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn á skeiðs. Hún á 15 afkvæmi og hafa 5 þeirra hlotið kynbótadóm. Dómsorð afkvæma: Mirra frá Þúfu í Landeyjum gefur fremur stór hross. Höfuð er skarpt. Hálsinn er reistur og yfirlína góð. Bakið er misjafnt, stundum framhallandi en oftast vel vöðvafyllt. Hrossarækt: Hryssur sem hlutu heiðursverðlaun haustið 2022 – Annar hluti: Hryssur í 10.–20. sæti RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ LANDBÚNAÐARINS Tuttugu hryssur á Íslandi hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi árið 2022. Til þess að hljóta þá heiðursnafnbót þarf hryssa að eiga að lágmarki fimm dæmd afkvæmi og vera með 116 stig í kynbótamati ýmist fyrir aðaleinkunn eða fyrir aðaleinkunn án skeiðs. Af þeim 20 hryssum sem hlutu verðlaun fyrir afkvæmi árið 2022 voru fjórar sem ná viðmiðinu 116 fyrir aðaleinkunn án skeiðs. Lýsing frá Þúfum. Mynd / Aðsend Halla Eygló Sveinsdóttir. Elsa Albertsdóttir. Hrefna frá Vatni. Mynd / Aðsend Grýla frá Þúfum. Mynd / Aðsend Kreppa frá Feti. Mynd / Aðsend Prestsfrú frá Húsatóftum 2a. Mynd / Eiríkur Jónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.