Bændablaðið - 23.02.2023, Side 7

Bændablaðið - 23.02.2023, Side 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 Áhugaverð rós af bás Rosen Tantau. LÍF&STARF Nú ber svo við, þegar ég sest niður til að öngla saman efni til þessa vísnaþáttar, að daginn ber upp á konudaginn. Því var nefnilega vikið að mér við rismál hér á heimili mínu. Til þess að víkja þægindum að kvennaljóma landsins þá verður efni þáttarins mestan part eftir eina þekktustu vísnagerðarkonu síðari tíma, Þuru Árnadóttur frá Garði í Mývatnssveit (1891-1963). Fyrsta vísan er nokkurs konar sjálfslýsing: Hann mætti vera oftar aftur á mér kjafturinn. Af því hann er illa skaptur óláns rafturinn. Talsvert áttust þau við í kveðskap, Þura og Einar Árnason frá Finnsstöðum í Köldukinn, enda samtímis þá vistuð á Akureyri. Í einhverju alvöruleysi nefndi Þura við Einar, að réttast væri að hún hengdi sig. Þá orti Einar: Nú er fögur sólarsýn en senn mun ríkja vetur. Hengdu þig áður heillin mín, ég held þér liði betur. Þura svaraði: Andanum lyfti á æðra sig, upp er runninn dagur. Ég hætti við að hengja mig, heimurinn er svo fagur. Þura orti ósjaldan um samskipti kynjanna, þótt hún byndist aldrei ektastandi: Betra er að passa á feldi flær en frelsa mey frá spjöllum. Lengra ekki námið nær -náttúran ræður öllum. Júníus var verkstjóri Þuru á Akureyrarárum hennar. Konu Júníusar, Soffíu, sendi Þura vísu á afmælisdegi hennar: Gegnum lífið góða ferð á gæfuvegi fínum. En þú ert ekki öfundsverð af eiginmanni þínum. Júníus svaraði Þuru fyrir hönd konu sinnar: Þú kvartar ei, en kalt er það að kúra ein í næturhúmi, en enginn hefði öfundað eiginmann í þínu rúmi. Þura orti þessa vísu til sr. Gunnars Árnasonar á Æsustöðum, en þau þekktust frá því að hann ólst upp á Skútustöðum við Mývatn: Fölna blóm um foldarból, fugla þagnar skarinn. Engin gleði, engin sól úr því að þú ert farinn. Um hjónabandið orti Þura: Gatan liggur yfir urð út til hjónabandsins. Krossfestist á kirkjuhurð. Konan er höfuð mannsins. Til Braga Sigurjónssonar, ritstjóra Birtings, orti Þura þessar tvær vísur: Enginn rekur okkar spor út í sumardaginn, af því það kom aldrei vor eða sól í bæinn. Ég skal segja þér elskan mín, oft er á sænum hvikul bára, en ég er alltaf Þura þín þótt ég verði 100 ára. Einar Árnason vék að Þuru vísu sem endar svona: Þú mátt sjálfri þér um kenna þessa vöntun eiginmanns. Þura svaraði afturhelmingi Einars: Einu hvísla eg að þér, engum máttu segja. Enginn vildi unna mér, ein má lifa og deyja. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM Dagana 23.–27.janúar fór hópur garðyrkjubænda á IPM-ESSEN sýninguna í Essen í Þýskalandi til að kynna sér allt það nýjasta í heimi garðyrkjunnar. Á sýningunni voru yfir 1.300 fyrirtæki með sýningarbása frá yfir 100 löndum og komu yfir 40.000 manns á sýninguna í ár. Voru garðyrkjubændur ánægðir með sýninguna og veitti hún innsýn inn í framtíðina og hvaða lausnir er meðal annars hægt að tileinka sér í umhverfisvænni umbúðum, tækjakosti og ræktunarefnum til að minnka kolefnislosun greinarinnar. /gbb Heimur garðyrkjunnar: Allt það nýjasta Hér er hópurinn sem sótti sýninguna í Essen – að ofanverðu talið frá vinstri; Þórunn Eiðsdóttir, Þorvaldur Snorrason, Rósa Ragnarsdóttir, Gunnar Bjarnason, Gísli Þorvaldsson, Hjalti Garðar Lúðvíksson, Gísli Jóhannesson, María Reykdal, Baldur Þorgeirsson og Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ. Að neðan, talið frá vinstri; Helgi Jóhannesson, ráðunautur hjá RML, Birgir Birgisson, Sara Hafbergsdóttir, Hafberg Þórisson, Guðrún Birna Brynjarsdóttir, starfsmaður BÍ. Myndir /gbb Bændablaðið kemur næst út 9. mars Pottar geta komið í mismunandi efnum, hér má sjá suma úr endurvinnanlegu plasti, aðra úr niðurbrjótanlegum efnum. Mismunandi tegundir þykkblöðunga. Munur árstíðanna sést gaumgæfilega á ástandi þessara trjáa. Mismunandi yrki Sansevieria sp. Rós, búin til úr rósablöðum sem forma hjarta. Skemmtilegur bás á sýningunni.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.