Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023
FJÓS ERU OKKAR FAG
Innréttingar í miklu úrvali
LÆSIGRINDUR - Stillanleg átbil og öryggislæsigrindur
STEINBITAR - BÁSAMILLIGERÐI - BÁSADÝNUR
Steinbitar framleiddir í Hollandi
eftir ströngustu gæðakröfum og
er vottuð framleiðsla frá upphafi
til enda.
Við látum sérsmíða milligerðir
hjá Spinder fyrir íslenskar kýr
og erum einnig með plast-
milligerðir (velferðarmilligerðir)
Gúmmídýnur, gúmmítakka-
mottur, latexdýnur með gúmmí-
yfirdúk og vatnsdýnur, eins og
tveggja hólfa.
3ja röra grindur útdraganlegar
Festar á milli stólpa eða veggja.
3ja röra hlið m/festingum 2-3m 140cm
3ja röra grindur stillanlegar 250-400cm
3ja röra grindur stillanlegar 300-500cm
3ja röra grindur stillanlegar 400-600cm
2ja röra grindur útdraganlegar
Festar á milli stólpa eða veggja.
2ja röragrind stillanleg 135-200cm
2ja röra grind stillanleg 200-300 cm
2ja röragrind stillanleg 250-400cm
Við framleiðum skágrindur/átgrindur fyrir allar stærðir
nautgripa ásamt mörgum stærðum af milligrindum.
Hægt er að nálgast upplýsingar um stærðir sem í boði
eru inn á heimasíðu Landstólpa.
SKÁGRINDUR - ÁTGRINDUR - MILLIGRINDUR
ÚTDRAGANLEGAR GRINDUR
Nýja vélin notar sömu vélarblokk og dísilvélarnar og umskiptin því auðveld.
Starfsfólk JCB var ekki nema fjóra daga að setja fyrsta vetnismótorinn í
traktorsgröfu eftir að upphaflega frumgerðin leit dagsins ljós. Mynd / ÁL
Smurolía eftir 400 vinnustundir. Þar sem vetnisbruni er mjög hreinn safnast
ekkert sót í olíuna. Mynd / ÁL
Viðhaldið er eins og á dísilvélum,
þar sem gerð er krafa um olíuskipti
á 400 vinnustunda fresti og er notast
við sömu smurolíu og olíusíu. Mjög
erfitt er að sjá mun á nýrri og gamalli
smurolíu þar sem ekki myndast neitt
sót við brunann í sprengihreyflinum.
Gamla olían er því ekki svört, heldur
ljósgul eins og lýsi.
Vetnisframleiðsla mun aukast
Þegar kemur að eldsneytisfyllingu
mun notandinn ekki dæla á
vökvatanka, heldur tengjast
gastönkum með sambærilegum
stútum og notaðir eru á metanbílum.
Sjálf áfyllingin tekur nokkrar
mínútur og dugar eldsneytið
fyrir heila vakt. JCB hefur útbúið
tanka sem passa aftan á Fastrac
dráttarvélar sem geta keyrt um
vinnusvæðið og fyllt á tæki eftir
þörfum. Umgengnin í kringum
eldsneytisáfyllinguna er því mjög
sambærileg því og tíðkast með
dísil, nema hér er unnið með gas
í stað vökva.
Starfsfólk JCB segist hafa
orðið vart við aukinn áhuga á
vetnisframleiðslu undanfarin
misseri. Eftir innrás Rússa í Úkraínu
hafi þjóðir Evrópu viljað auka sitt
orkuöryggi. Ein af þeim leiðum er að
skipta út innfluttu jarðefnaeldsneyti
fyrir heimaframleitt vetni.
Forseti Bandaríkjanna hefur
einnig sett á dagskrá uppbyggingu
innviða vetnisframleiðslu þar sem
markmiðið er að eftir einn áratug
muni eitt kíló vetnis kosta einn
dollara. Til að setja það í samhengi
þá er eitt kíló vetnis jafn orkuríkt
og þrír lítrar af dísilolíu.
JCB Fastrac dráttarvél útbúin sem tankbíll getur auðveldlega flutt hundrað
kílógrömm af vetni um vinnusvæði. Mynd / ÁL
Jarðir, lóðir og fasteignir.
Ertu að fara í framkvæmdir, kaupa eða selja.
Við þekkjum þetta vel og aðstoðum í ferlinu.
Nánari upplýsingar viggo@landvit.is
Sími: 824-5066