Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 Lendin er öflug en stundum aðeins gróf. Afkvæmin eru fótahá og sívöl. Fætur sterklegir með öflugum sinum og góðum sinaskilum en réttleiki í meðallagi. Hófar yfirleitt sterklegir en stundum aðeins víðir. Prúðleiki misjafn. Afkvæmi Mirru eru klárhross að upplagi þó sum tæpi á skeiði. Töltið er takthreint með skrefmiklum og háum hreyfingum. Brokkið er taktgott með góðum fótaburði. Stökkið er afbragð ferð- og svifmikið. Hæga stökkið oft heldur síðra. Fet yfirleitt taktgott. Viljinn afbragð sem lýsir sér með yfirvegun og mikilli framhugsun. Hrossin fara vel í reið með miklum fótaburði og fallegum höfuðburði. Spes frá Ketilsstöðum Hryssan í átjánda sæti er Spes frá Ketilsstöðum. Hún er undan Sveini- Hervari frá Þúfu í Landeyjum og Þernu frá Ketilsstöðum. Ræktandi hennar er Jón Bergsson en eigandi er Bergur Jónsson. Spes er með 113 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn en 126 í kynbótamati fyrir aðaleinkunn án skeiðs. Hún á 10 afkvæmi og hafa 5 þeirra hlotið kynbótadóm. Dómsorð afkvæma: Spes frá Ketilsstöðum gefur hross í tæpu meðallagi að stærð. Höfuð er skarpt en eyrnastaða stundum slök. Frambygging þokkaleg en hálsinn er stundum fremur djúpur. Lendin er öflug og baklína oftast góð. Afkvæmin eru hlutfallarétt. Afturfætur nágengir en fótstað rétt og hófar góðir. Prúðleiki er misjafn. Afkvæmi Spes eru klárhross en þau eru takthrein, hágeng og skrefmikil bæði á tölti og brokki. Stökkið er yfirleitt ferðmikið, með góðu skrefi og lyftu. Fet takthreint. Viljinn er afbragð, þjáll en ásækinn. Afkvæmin fara vel í reið með miklum fótaburði og fasi. Prestsfrú frá Húsatóftum 2a Hryssan í nítjánda sæti er Prestsfrú frá Húsatóftum 2a. Hún er undan Forseta frá Vorsabæ II og Viðju frá Hoftúni. Ræktandi og eigandi hennar er Ástrún Sólveig Davíðsson. Prestsfrú er með 110 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn en 117 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn án skeiðs. Hún á 8 afkvæmi og hafa 5 þeirra hlotið kynbótadóm. Dómsorð afkvæma: Prestsfrú frá Húsatóftum 2a gefur stór hross. Höfuð er skarpt og svipgott en eyrnastaða stundum aðeins slök. Hálsinn er reistur, vel settur og með háum herðum. Bakið er breitt og vöðvafyllt með góðri baklínu, lendin er jöfn og öflug. Samræmi er gott og einkennist af jöfnum hlutföllum. Fótagerð er þurr og sinar öflugar. Réttleiki er um meðallag, flétta gjarnan að framan og nágeng að aftan. Hófar eru vel formaðir og efnisþykkir. Prúðleiki misjafn stundum með ágætum en stundum lítill. Afkvæmin eru rúm og skrefmikil klárhross. Töltið og hæga töltið er taktgott, skrefmikið með góðri fótlyftu. Brokkið er taktgott og skrefmikið. Stökkið er takthreint, skrefmikið með góðri fótlyftu. Fetið er um misgott. Afkvæmin eru viljagóð og samstarfsfús, fara vel í reið með fallegum fótaburði og hvelfdri yfirlínu. Lýsing frá Þúfum Hryssan í tuttugasta sæti er Lýsing frá Þúfum. Hún er undan Hróðri frá Refsstöðum og Birtu frá Ey II. Ræktendur og eigendur hennar eru Mette Camilla Moe Mannseth og Gísli Gíslason. Lýsing er með 108 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn en 120 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn án skeiðs. Hún á 13 afkvæmi og hafa 5 þeirra hlotið kynbótadóm. Dómsorð afkvæma: Lýsing frá Þúfum gefur fremur stór hross. Höfuð er fremur frítt, hálsinn er reistur, með hvelfdri yfirlínu og háum herðum. Yfirleit góð baklína og breitt og vöðvafyllt bak. Samræmi er gott og einkennist af jöfnum hlutföllum og fótahæð. Fótagerð er þurr með góðum sinaskilum. Réttleiki er í góðu meðallagi. Hófar eru efnistraustir, með þykkum hælum. Prúðleiki yfirleitt fremur góður. Afkvæmin eru að uppistöðu klárhross. Töltið og hæga töltið er taktgott með góðri fótlyftu. Brokkið er taktgott og skrefmikið. Stökkið er takthreint með góðu svifi. Fetið er skrefmikið og takthreint. Afkvæmin eru samstarfsfús og þjál og fara afar vel í reið. Höfuð- og fótaburður prýðir. RML sendir ræktendum og eigendum þessara hryssna innilegar hamingjuóskir. Mikil vinna liggur að baki þessum mikla árangri sem er ómetanlegt fyrir ræktunarstarfið. Ef ræktendur tækju ekki þátt í kynbótasýningum hefðum við engan grunn til að byggja kynbótamatið á. Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því hvað þetta sameiginlega starf við skýrsluhald og sýningarhald hefur mikið að segja fyrir hrossaræktina í heild sinni. Í því samhengi má ekki gleyma mikilvægi WorldFeng sem heldur utan um allar þessar upplýsingar. Halla Eygló Sveinsdóttir Elsa Albertsdóttir, ráðunautar í hrossarækt. Álöf frá Ketilsstöðum. Mynd / Aðsend Þruma frá Skagaströnd. Mynd / Aðsend Mirra frá Þúfu í Landeyjum. Mynd / Susanne Braun Spes frá Ketilsstöðum. Mynd / Aðsend Jóna frá Kjarri. Mynd / Kjarr Glæsileg ferð í strandbæinn Chioggia þar sem við njótum sólar á gylltri ströndinni á töfrandi stað við Feneyjarlónið. Við kynnumst m.a. fallegu borginni Vicensa með sínum ítalska léttleika og miðjarðarhafsblæ og að sjálfsögðu hinum heillandi Feneyjum. 26. ágúst – 2. september 2023 Fararstjórn: Íris Sveinsdóttir Verð 295.900 kr. á mann í tvíbýli Bókaðu núna á bændaferðir.is Dýrðardagar á Ítalíu Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2 108 Reykjavík www.bkhonnun.is - sala@bkhonnun.is - Sími 571-3535 BJÁLKAHÚS - GARÐHÚS Bjóðum fjölmargar gerðir garðhúsa. Þök, skýli, lítil og stór bjálkahús. Pallaefni, girðingar og sauna tunnur. Mjög góð verð og stuttan afhendingartíma. Heilladís frá Selfossi. Mynd / Aðsend Bændablaðið kemur næst 9. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.