Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 Starf fagstjóra búfjárræktar og þjónustusviðs Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir fagstjóra búfjárræktar- og þjónustusviðs. Starfs- og ábyrgðarsvið • Faglegur leiðtogi og fyrirliði teymis sem vinnur að búfjárrækt og þjónustu í landbúnaði. • Fagsviðið hefur meðal annars umsjón með ræktunarstarfi búfjárkynja, almennri þjónustu og ráðgjöf til landbúnaðar. • Fagstjóri ber lykilábyrgð á stýringu mannauðs og gætir þess að ráðgjafar á sviðinu nýtist sem best fyrir heildina. • Fagstjóri ber ábyrgð að innan teymisins séu verkefni og ráðgjöf markviss. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði búvisinda, raungreina, eða náttúruvísinda æskileg. • Stjórnunarreynslu krafist. • Þekking á verkefnastjórnun er kostur. • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. • Góðir samskiptahæfileikar. Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á landbúnaði í sínum víðasta skilningi og hefur metnað og frumkvæði til að vinna að ráðgjafastarfsemi RML. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er ráðgjafarfyrirtæki í eigu bænda og sinnir landbúnaðarráðgjöf um allt land. Starfsemin er dreifð um landið á 12 starfsstöðvum. Við bendum áhugasömum á heimasíðu fyrirtækisins www.rml.is þar sem sótt er um starfið, en þar er einnig hægt að kynna sér starfsemina enn frekar. Umsóknarfrestur er til og með 5. mars. Nánari upplýsingar veita Karvel L. Karvelsson klk@rml.is og Helga Halldórsóttir heh@rml.is Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 Eru gæðin á andrúmsloftinu í lagi? Er geymslulykt þegar bústaðurinn eða hjólhýsið hafa staðið ónotuð? K.Skúlason Ehf. . Sími 774.6220 . póstfang:sales@kskulason.is Aerus Mobile fyrir hjólhýsi og húsbíla Pure & Clean fyrir sumarbústaði Hafðu samband við okkur og leyfðu okkur að kynna þér málið Fyrir sumarbústaðinn, húsbílinn, hjólhýsið! Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastóri Austurbrúar, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps. Mynd / umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Matvælakjarni matarfrumkvöðla Á dögunum var undirrituð viljayfirlýsing umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við Austurbrú og Vopnafjarðarhrepp um að stofnsetja matvælakjarna á Vopnafirði. Um vottað matvælavinnslurými verður að ræða þar sem frumkvöðlar og smáframleiðendur geta unnið að framleiðslu og þróun. „Verkefnið á að skila því að við komum upp matvælakjarna á Vopnafirði í samvinnu við Brim og ráðuneytið. Ætlunin með þessu er að auka neyslu afurða úr nærsamfélaginu og auðvelda smáframleiðendum að þróa hugmyndir sínar til nýsköpunar og nýtingar hráefnis úr héraði,“ segir Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps. Útfærslan í sumarbyrjun „Það er verið að skoða staðsetningar fyrir starfsemina. Verkefnið er algjörlega á frumstigi en við höfum undirritað viljayfirlýsingu og skuldbundið okkur til að vera búin að útfæra verkefnið nánar, hlutverk og skyldur þátttakenda í byrjun sumars. Þarfagreining er eitt af því fyrsta sem verður skoðað,“ segir Sara. Hún segir að ýmis tækifæri séu í því að hafa sláturhús í bænum og öflugt sjávarútvegsfyrirtæki eins og Brim. Nýr starfsmaður Austurbrúar á Vopnafirði „Þetta nýja og spennandi verkefni er í mótun. Nýlega var auglýst eftir starfsmanni Austurbrúar sem mun vinna að þessu verkefni ásamt fleiri verkefnum á Vopnafirði,“ segir Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar. Verkefnið er hluti af áætluninni Minni matarsóun – Aðgerðaráætlun gegn matarsóun, sem gefin var út á árinu 2021, og stefnumótandi byggðaáætlun 2022–2036. /smh Beinajarl krýndur Gradualekór Langholtskirkju hélt upp á kjötsúpuhátíð sunnudaginn 12. febrúar síðastliðinn. Þar söng kórinn nokkur lög og bauð upp á kjötsúpu, en aðalatriðið var keppni í beinanagi þar sem sigurvegarinn fékk nafnbótina beinajarl. Fyrrum kórstjóri Graduale- kórsins, Jón Stefánsson, stóð fyrir Beinjarlskeppninni á árum áður og er verið að endurvekja gamla hefð. Kórinn er skipaður stúlkum tólf ára og eldri og er stjórnað af Sunnu Karenu Einarsdóttur. Eitt helsta markmiðið með þessum viðburði er að safna fé fyrir ferðalagi á kóramót í Þýskalandi næsta haust. Fjáröflunin mun halda áfram næstu mánuði og vikur með áframhaldandi tónleikahaldi og öðrum viðburðum. /ÁL Gradualekórinn klár með kjötsúpuna. Myndir / Sólveig Kolbrún Pálsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.