Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 Orkuskipti: Vetnistæknin springur út – JCB kynnir umhverfisvænan brunahreyfil Breski vinnuvélaframleiðandinn JCB hefur á undanförnum árum leitað leiða til að bjóða viðskiptavinum sínum umhverfisvæna kosti. Víða hafa stjórnvöld sett fram áætlanir um að banna nýtingu jarðefnaeldsneytis í vélum og vill JCB vera kominn með lausn í tæka tíð. Sprengihreyfill sem gengur fyrir vetni virðist vera svarið. Undanfarin ár hafa verkfræðingar fyrirtækisins skoðað fjölda lausna þegar kemur að því að knýja vinnuvélar á umhverfisvænan hátt. JCB hefur náð mjög langt þegar kemur að rafhlöðutækni og vetnisefnarafölum, en báðum þessum lausnum fylgja of mikil vandamál til að hægt sé að koma þeim á markað. Margföldun á kostnaði, flókið viðhald, aukin þyngd og langur hleðslutími eru meðal þeirra annmarka sem áðurnefndum lausnum fylgir. JCB hefur sett á markað batterísknúnar vinnuvélar, en vegna þeirra takmarkana sem þeim fylgja hentar sú tækni ekki nema fyrir minnstu tækin. Vetnisefnarafallinn lofaði góðu fyrir stærri vélar að mati starfsmanna JCB þar sem mjög fljótlegt er að fylla á eldsneytistankana, ólíkt batterísknúnum tækjum. Eftir að hafa sett saman frumgerð af beltagröfu með vetnisefnarafali sást hins vegar að flækjustigið þegar kemur að viðhaldi og margföldun á kostnaði útilokaði þá tækni eins og er. Sama vélarblokk Anthony Bamford lávarður, eigandi og stjórnandi JCB (sonur stofnandans Joseph Cyril Bamford), skoraði á starfsmenn sína að þróa vetnisknúinn sprengihreyfil eftir að fyrirséð var að vetnisefnarafallinn og rafhlöðurnar væru á leið í öngstræti. Úr þeirri vinnu kom mótor með sömu vélarblokk og fjögurra lítra dísilvélarnar sem JCB hefur framleitt um árabil. Samkvæmt JCB er vetnisknúni sprengihreyfillinn kominn mjög langt í þróun og verður hægt að setja hann á markað á allra næstu misserum. Einn stærsti kostur þessarar nýju tækni er sá að þetta byggir á gamalreyndum grunni sem auðveldar allt viðhald og notkun. Fyrir neðan heddið er vélin sú sama og fjögurra lítra DieselMax vélin sem er í mörgum traktorsgröfum og skotbómulyfturum. Breytingin felst helst í nýju strokkloki með kveikikertum og innspýtingarkerfi fyrir vetni og hins vegar nýjum eldsneytisleiðslum og gaskútum í stað dísiltanka. Ólíkt því sem fólk hefur kynnst með rafmagnsbíla, sem eru umtalsvert dýrari en sambærilegir bensín- eða dísilbílar, þá munu vinnuvélar með vetnismótornum einungis verða fimm til fimmtán prósent dýrari í innkaupum. JCB sá fram á að vinnuvélar með batteríum eða vetnisefnarafli þyrftu að vera allt að fjórfalt dýrari en samsvarandi vinnuvél knúin með jarðefnaeldsneyti. Notkun svo gott sem eins JCB hefur útbúið nokkrar frumgerðir af vinnuvélum með þessum mótor og er umgengnin og notkunin á þeim nær alfarið eins og á hefðbundnum dísilknúnum tækjum. Hljóðið er mjög sambærilegt og myndi hinn almenni borgari ekki átta sig á að um sé að ræða nýja tækni. Notandinn mun ekki finna merkjanlega mun, því aflið er nánast það sama og er vetnismótorinn með mikinn togkraft á lágum snúningum, rétt eins og dísilmótorar. Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is Nýi vetnismótorinn er fjögurra lítra og skilar 55 kW – svipað afl og tog og á dísilmótorum af sömu stærð. Í stað dísiltanks eru þrýstikútar. Hentar meðal annars í traktorsgröfur og skotbómulyftara. Mynd / JCB Notendur vetnisvinnuvélanna frá JCB munu ekki verða varir við mikinn mun samanborið við hefðbundnar dísilvélar. Eiginleikar vélanna eru nánast þeir sömu. Mynd /JCB Fiskislóð 41 101 Reykjavík 561 4110 Njarðarbraut 9 260 Reykjanesbæ 420 3333 Njarðarnesi 1 603 Akureyri 460 4350 Lyngási 8 210 Garðabæ 565 8600 Breiðhöfði 13 110 Reykjavík 590 2080 Meira úrval á nesdekk.is B irt m eð fyrirvara um m ynd a- o g textab reng l. ÚRVAL JEPPADEKKJA Skoðaðu heimasíðuna okkar á nesdekk.is Þar getur þú fundið réttu dekkin sem henta þér best. Courser CXT Jeppadekk Frábært dekk fyrir est undirlag, bleytu og vetrarfærð. Courser MXT Jeppadekk Hentar við erðar aðstæður og veðurskilyrði. Open Country A/T Open Country M/T Jeppadekk Þrautreynt jeppadekk við allar akstursaðstæður allt árið um kring. Jeppadekk Hentar vel þar sem mikið grip þarf, svo sem í drullu og sandi. Anthony Bamford lávarður, forstjóri JCB, hefur látið starfsfólk sitt leita allra leiða til að framleiða umhverfisvænar vinnuvélar. Eftir að hafa rekist á takmarkanir rafhlaða og vetnisrafala eru vetnisknúnir sprengihreyflar orðnir að vænlegum kosti. Bensín- og dísilvélar eru sprengihreyflar og er þessi nýja lausn byggð á gömlum grunni. Mynd / JCB Í DEIGLUNNI Aðeins nokkrar mínútur tekur að dæla eldsneyti sem dugar heilan vinnudag. Vetnið er geymt við 350 bara þrýsting, en kúturinn er hannaður til að þola allt að 1.300 bör. Mynd / ÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.