Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 LÍF&STARF Á Torfastöðum í Fljótshlíð er Rússajeppi af árgerð 1956. Hann er því einn af þeim elstu á landinu þar sem Bifreiðar og landbúnaðarvélar hófu innflutning á GAZ Rússajeppum í nóvember 1955. Jeppinn var með tréhúsi sem smíðað var utan um stálgrind af Kaupfélagi Árnesinga fyrir fyrsta eigandann. Sá hét Einar og bjó á Selfossi og seldi Baldri Árnasyni, bónda á Torfastöðum, jeppann árið 1965. „Þegar hann kom á bæjarhlaðið settist ég náttúrlega undir stýri og fór að prufa hvað væri hægt að brúka þetta. Ég notaði hann alveg upp frá því og hann fór í gang seinast sumarið 1989,“ segir Árni Baldursson, en hann var fimmtán ára þegar faðir hans keypti bílinn. Þetta var aðalbíllinn á heimilinu þangað til að Baldur keypti sér Subaru á níunda áratugnum. „Hann var aðallega notaður á kvennafar og til að slóðadraga túnin. Á þessum bíl fiskuðum við bræðurnir allir eiginkonurnar okkar. Þær voru svo kátar að fá að sitja í svona þægilegum bíl. Hann fékk þann heiður að færa allar eiginkonurnar okkar heim að Torfastöðum í kaffi hjá múttu gömlu. Við í Torfastaðahverfinu vorum með Rússajeppa af því að kommúnistarnir eru fæddir og uppaldir í sveitinni minni heima,“ segir Árni, en hann bætir við að bílarnir hafi einnig verið þægilegir og notadrjúgir á góðu verði. Mjúkir en bilanagjarnir „Hann ók mjög vel þó það væru þvottabretti undir – ef dempararnir voru í lagi þá haggaðist hann ekkert. Þetta var frábær akstursbíll en hann var hæggengur – fór helst ekki yfir 70. Það þurfti að skipta um gíra þegar ekið var upp brekkur,“ segir Árni. Þessi bíll tók átta manns í sæti, en tveir sátu fram í og sex sátu á móti hvor öðrum á bekkjum aftur í. „Þeir voru bilanagjarnir. Vélarnar voru lélegar í þeim þar sem ventlarnir vildu brenna. Þeir þurftu töluvert aðhald til að duga lengi. Drifin voru veik í þeim – það þurfti gjarnan að endurbyggja þau. Bremsubúnaðurinn var sæmilega hannaður. Annars voru þetta svo notadrjúgir bílar að þegar menn voru búnir að sætta sig við þá vildu þeir ekkert annað. Þessi bíll á sér sögu, en núna er hans ævi orðin býsna löng. Hann er enn þá ofanjarðar og ég er alltaf að gráta yfir því á kvöldin að ég skuli ekki koma honum aftur af stað. Hann var í stöðugri notkun á meðan hann snérist og hafði ágætt viðhald lengi vel – en svo dagaði hann uppi fyrir tóman trassaskap. Það er ömurlegt að sjá hann greyið. Hann varð fyrir svo miklu hnjaski í rokinu 91 – þá fauk af honum þakið. Það var farið að gefa sig af elli og fúa og vindurinn var ekkert eðlilegur. Síðan hef ég ekki komist í að hreyfa við honum. Hann stendur úti greyið – þetta er ömurleg ævi fyrir einn bíl. Fór á hvolf ofan í skurð Allar hans ferðir voru ævintýra- ferðir því það var aldrei farið úr hlaði öðruvísi en það yrði einhver ævintýrasaga – jafnvel þótt það væri bara farið til að kaupa brauð í kaupfélaginu. Þá kom maður við hjá kunningjum og fékk sér kaffi og úr því spunnust oft ofsalega harðar umræður og deiluefnin yfirleitt pólitík. Hann var afskaplega farsæll þessi bíll. Hann tjónaði ekki aðra bíla og lenti ekki í neinum óhöppum. Það snérust þó einu sinni upp á honum hjólin þegar eldri bróðir minn fór út af í beygjunni heima á afleggjara. Hann gleymdi að taka beygjuna og fór ofan í skurðinn og valt alveg um þannig að hjólin snéru upp. Það sá ekkert á bílnum því það voru mjúkir graskantar báðum megin og bróðir minn fór út um afturhurðina. Svo var bíllinn réttur af og keyrður áfram heim,“ segir Árni, en það brotnuðu ekki einu sinni rúður. Vildi ekki öðruvísi jeppa Aðspurður hvort hann hefði viljað fá sér jeppa af annarri tegund segir Árni að það hafi ekki komið til greina. „Land Rover var nefndur „fóstureyðingatæki“ því hann var svo hastur. Willysinn var svo lítill að það komust of fáir inn í hann. Svo var afleitt að eiga Austin Gipsy af því að þeir komust ekkert áfram. Rússinn hafði þá vinninginn því hann komst aðeins hraðar. Árið 1987 fóru stimpilhringir í bílnum og segir Árni að upp frá því hafi notkunin á bílnum minkað talsvert. Hann gat ekki keypt nýja varahluti þar sem umboðið var hætt að sinna þessum bílum. „Ég kann að gera við þetta allt saman. Hvur veit hvað maður á eftir að lifa.“ /ÁL Saga vélar: Notaður í slóðadrátt og kvennafar Rússajeppinn á Torfastöðum átti farsælan feril þangað til að húsið fauk í roki 1991. Mynd / Aðsend Frá Ölfusi: Við stjórnvöl félags eldri borgara í Ölfusi sitja þau: Halldór Sigurðsson formaður, Rán Gísladóttir varaformaður, Jón H. Sigurmundsson gjaldkeri, Guðrún S. Sigurðardóttir ritari og meðstjórnendurnir þau Guðfinna Karlsdóttir, Sigurður Bjarnason og Ingvi Þorkelsson. Mikið er um að vera árið um kring og finna má sér ýmislegt til hugarhægðar. Til að mynda félagsvist, bridge, prjónaklúbb, konukvöld, karlaspjall og boccia auk þess sem haldið er bingó. Farið er í ferðir að vori og hausti auk hinnar hefðbundnu klúbbastarfsemi félagsins. Vorferðin er þriggja nátta ferð, farin í júnímánuði undir stjórn ferðanefndar. Ferðanefndin sér um að skipuleggja ferðir, gististaði auk þess sem hún stendur fyrir daglegum skemmtiatriðum við mikinn fögnuð. Að hausti eru nærsveitir Ölfuss heimsóttar, ferðast er um í rútu, áhugaverðir staðir heimsóttir auk þess sem matast er saman. Til viðbótar við þessar tvær er svo árleg menningarferð þar sem farið er á handverks- og listsýningar annarra eldri borgara og félög þeirra heimsótt. Þorranum var svo blótað nýverið með góðri þátttöku félaganna en þar var bæði upplestur og söngur auk þess sem borðaður var hefðbundinn þorramatur. Margt er svo fram undan í félagsstarfinu og í vor verður farin hin árlega vorferð félagsins sem að þessu sinni verður til Vestmannaeyja. Fjölbreytt og lifandi félagsstarf er öllum nauðsynlegt og vonandi verður þátttaka félaga góð í vetur auk þess sem nýir félagar eru alltaf velkomnir. Frá Seltjarnarnesi: Á haustdögum árið 2015 var fyrsta stjórn nýstofnaðs félags eldri borgara Seltjarnarness kosin á þingi eldri borgara bæjarfélagsins. Eru félagar í dag um 150 talsins og ef litið er á stundatöflu þeirra er ekki annað hægt að segja en mikið sé um að vera sem hentar margbreytilegum hóp – en hana má finna á Facebook-síðu félagsins. Í pósti formannsins, Kristbjargar Ólafsdóttur, á samfélagsmiðlinum Facebook, vill hún hvetja sem flesta bæjarbúa til þess að ganga til liðs við félagið. Undir þetta tekur gjaldkerinn, Sigríður Ólafsdóttir, sem bætir við að alls eru í bæjarfélaginu um 8-900 manns sem eru orðnir sextugir og eldri þannig þar er stór hópur sem mætti gjarnan líta við og gerast félagar. Helst væri best að heildartala félaga væri ekki færri en 300 svo hægt væri að koma tveimur fulltrúum á þing Landssambands eldri borgara. Þar eru málefni eldri borgara rekin og þangað er árgjald borgað – krónur 2.500. Forstöðumaður félagsins, Kristín Hannesdóttir, sendir kveðju; Þegar ég kom að starfinu árið 2011, þá ráðin af bænum til að sjá um félagsstarfið var markmiðið að bjóða upp á fjölbreytt starf alla virka daga vikunnar þar sem allir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi. Aðalmarkmiðið hefur verið að finna jafnvægi milli hreyfingar, eflingar huga og handa og svo félagslegrar samveru þar sem geta og færni hvers og eins fær að njóta sín. Auk þess sem talið var hér upp ofar erum við með ákveðna viðburðadagskrá þar sem við förum í leikhús, höldum skemmtikvöld þar sem við bjóðum upp á mat, fáum til okkar skemmtikrafta, förum í leikhús, á tónleika, heimsóknir og fáum til okkar ýmsa gesti, ferðalög ýmiss konar, allt frá bæjarferðum og menningarferðum og þá endum við allar ferðir á kaffihúsi og allt til langferða ýmiss konar, höfum heimsótt alla landshluta farið inn á hálendi og upp á jökla. Það má nefna það að á liðnum árum höfum við farið í Landmannalaugar, til Vestmannaeyja, á Eyjafjallajökul og Langjökul. Þess má geta að dagskráin hjá okkur er í gangi allan ársins hring. Dagskrárblaðið er gefið út og dreift til allra 67 ára og eldri þ.e. tímabilið janúar –júní, september–desember. Ungmenni á vegum bæjarvinnunnar sjá svo um dagskrána yfir sumartímann þ.e. frá miðjum júní fram í miðjan ágúst. Því miður var ekkert félag eldri borgara á Nesinu þegar ég byrjaði, en nú hefur verið stofnað bæði öldungaráð og félag eldri borgara á Seltjarnarnesi. Með því sjáum við fram á meiri þátttöku þeirra og samvinnu, bæði hvað varðar afþreyingu, félagsmál og ýmis hagsmunamál eldri fólks. Hægt er að ná í Kristínu í símum 893 9800 og 595 9147. Einnig á netfanginu kristin.hannesdottir@ seltjarnarnes.is Frá þorrablóti félags eldri borgara í Ölfusi. Í lokahnykknum á kynningu félagsstarfs eldri borgara víðs vegar um landið fáum við upplýsingar um það sem um er að vera í Ölfusinu svo og á Seltjarnarnesi. Gaman hefur verið að fá að sjá hversu öflugt félagslíf er á landsvísu hjá þeim sem sextíu ára eru og eldri – fjör, gleði og framtakssemi í hvívetna. - Við viljum leiðrétta nafn Valgerðar Sigurðardóttur, formanns eldri borgara Hafnarfjarðar, frá síðasta blaði, en þar var hún nefnd Valgerður Sverrisdóttir. Að lokum þökkum við á Bændablaðinu auðsýndan áhuga þeirra sem talað var við, myndsendingar, texta og annað. /SP Félgsstarf eldri borgara: Gleði í hvívetna Þær vinkonurnar Sigríður Guðnadóttir og Ester Hjartardóttir. Sigríður, eiginkona formanns skemmtinefndar, Sigurðar Jónssonar og Ester, eiginkona Halldórs Sigurðssonar, formanns félags eldri borgara í Ölfusi. Eldri borgarar Seltjarnarness eru einstaklega hressir og skemmtilegir!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.